« 15. nóvember |
■ 16. nóvember 2011 |
» 17. nóvember |
Frakkar og Þjóðverjar, lykilþjóðir í ESB og á evru-svæðinu deildu miðvikudaginn 16. nóvember um hvort Seðlabanki Evrópu (SE) ætti að láta að sér kveða til að sporna gegn því að skuldakreppan á evru-svæðinu versnaði. Talið var að hófleg kaup bankans á skuldabréfum mundi róa markaðina. Frakkar þurfa ...
Barroso: Ekkert evru-land lengur öruggt vegna skuldavandans
Ekkert evru-land er lengur öruggt vegna skuldavandans segir José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Það er ekki lengur unnt að segja að vandinn takmarkist við lítinn hóp evru-landa sem unnt sé að setja á hliðarlínuna og hjúkra með björgunaraðgerðum og kröfum um að þau taki sig á í efnah...
Línur skerpast milli Merkel og Camerons - hittast í Berlín á föstudag
Þýska ríkisstjórnin vill að ný skattur á fjármagnsfærslur innan ESB nái einnig til Bretlands en tekjur af honum muni auðvelda átökin við skuldavandann á evru-svæðinu.
Ný skjöl sýna að danskir kommúnistar sóttu um styrk til Moskvu 1989 - Ole Sohn neitar að svara
Ný skjöl sem birt eru í Jyllands-Posten miðvikudaginn 16. nóvember veikja enn þann málstað Ole Sohns, núverandi atvinnumálaráðherra Danmerkur, að hann hafi ekki vitað að Kommúnistaflokkur Danmerkur (DKP) tók við „svörtum peningum“ frá Moskvu þegar hann gegndi flokksformennsku. Skjölin sem um ræði...
Enda Kenny hittir Merkel og Schauble í Berlín í dag
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands hittir Angelu Merkel og Wolfgang Schauble í Berlín í dag. Irish Times segir að Kenny muni á fundinum leggja áherzlu á mikilvægi þess, að aðgerðir evruríkjanna njóti stuðnings almennings.
Evran: Skuldakreppan veikir stöðu annarra aðildarríkja
Skuldakreppan á evrusvæðinu er farin að hafa áhrif á stöðu og lántökukostnað mun betur staddra ríkja á svæðinu, svo sem Austurríkis og Hollands, Finnlands og Frakklands, segir Wall Street Journal í morgun. Blaðið segir að í gær hafi fjárfestar selt skuldabréf, sem þessi fjögur ríki hafi gefið út, sem leiði til þess að ávöxtunarkrafan á þau hækkar og lántökukostnaður ríkjanna þar með.
Velgengni Þjóðverja veldur reiði annarra
Velgengni Þýzkalands á sama tíma og ríkin í Suður-Evrópu berjast í bökkum veldur reiði í garð Þjóðverja, segir New York Times í dag. Blaðið segir að þá reiði megi jafnt sjá á götum Aþenu og meðal stjórnmálamanna í þessum ríkjum. Völdin i Evrópu séu að flytjast til Berlínar.
Staða Þýzkalands er að verða lykilþáttur í deilunum í Evrópu
Staða Þýzkalands er smátt og smátt að verða lykilþáttur í umræðum um framtíð evrusvæðisins og Evrópusambandsins, eins og komið hefur fram hér á Evrópuvaktinni. Umbúðalaust er sagt: Þýzkaland er að ná því fram í krafti fjárhagslegs styrkleika, sem því mistókst að ná fram með hervaldi - yfirráðum yfir Evrópu. Þetta er sagt með ýmsum hætti.
Enn segja þeir lygi til að bera af sér sakir-en það dugar ekki lengur
Í umsögn um bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um kommúnista á Íslandi, sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag var staðhæft að þær upplýsingar, sem birtast í bókinni og eru skjalfestar sýndu, að kommúnistar hefðu verið erindrekar erlends valds og viljað afnema lýðræðið.