Föstudagurinn 20. maí 2022

Fimmtudagurinn 17. nóvember 2011

«
16. nóvember

17. nóvember 2011
»
18. nóvember
Fréttir

Monti: Framtíð evrunnar ræðst af því sem Ítalir gera

„Framtíð evrunnar … byggist á því sem Ítalir gera á næstu vikum,“ sagði Mario Monti, nýr forsætis­ráðherra Ítalíu.

„Beinlínis óheiðarlegt“ að halda viðræðum við ESB áfram segir Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis­flokksins, sagði í setningarræðu 40. landsfundar Sjálfstæðis­flokksins fimmtudaginn að það væri rökrétt að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópu­sambandinu til baka. Það væri beinlínis óheiðarlegt af Íslendingum sem þjóð og græfi undan virðingu okkar á alþjóð...

NYTimes: Vaxandi efasemdir um aðhalds­stefnu Þjóðverja

New York Times segir í dag að vaxandi efasemda gæti í Evrópu um hvort krafa Þjóðverja um aðhald skili árangri í baráttu við fjármálakreppuna á evru­svæðinu. Blaðið segir að sum evruríkjanna spyrji nú hvort hið stranga aðhald, sem Þjóðverjar krefijst geri þeim erfiðara fyrir um að greiða skuldir sína og jafnvel að það verði dýrara.

Bandaríkin: Hluta­bréf í bönkum falla í verði vegna lána til evruríkja

Hluta­bréf í bandarískum bönkum lækkuðu verulega í verði síðdegis í gær eftir að Fitch, lánshæfismats­fyrirtækið, hafði birt viðvörun vegna stöðu bankanna í Evrópu. Fyrirtækið lýsti þeirri skoðun, að staða bankanna mundi versna ef ekki tækist fljótlega að leysa úr fjármálakreppu evru­svæðisins.

Ný könnun: Meirihluti landsmanna vill draga aðildarumsókn að ESB til baka

Ný skoðanakönnun, sem MMR hefur gert fyrir Andriki.is sýnir að 50,5% landsmanna vilja draga umsókn Íslands um aðild að Evrópu­sambandinu til baka, Þeir, sem vilja halda umsókninni til streitu eru 35,3% en 14.2% eru hvorki fylgjandi né andvígir. Frá þessu segir í fréttum mbl.is seint í gærkvöldi og í ...

Leiðarar

Hvað gerir Van Rompuy nú? Hann vill stuðning almennings

Fyrir skömmu fór Jóhanna Sigurðar­dóttir til Brussel.

Í pottinum

„Norræna velferðar­stjórnin“ á að leiðrétta þetta hneyksli strax

Guðbjartur Hannesson, velferðar­ráðherra, var ekki sannfærandi í vörn sinni í Kastljósi í gærkvöldi fyrir háum reikningum, sem konur með krabbamein i brjósti þurfa að borga fyrir læknismeðferð.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS