« 16. nóvember |
■ 17. nóvember 2011 |
» 18. nóvember |
Monti: Framtíð evrunnar ræðst af því sem Ítalir gera
„Framtíð evrunnar … byggist á því sem Ítalir gera á næstu vikum,“ sagði Mario Monti, nýr forsætisráðherra Ítalíu.
„Beinlínis óheiðarlegt“ að halda viðræðum við ESB áfram segir Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu 40. landsfundar Sjálfstæðisflokksins fimmtudaginn að það væri rökrétt að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Það væri beinlínis óheiðarlegt af Íslendingum sem þjóð og græfi undan virðingu okkar á alþjóð...
NYTimes: Vaxandi efasemdir um aðhaldsstefnu Þjóðverja
New York Times segir í dag að vaxandi efasemda gæti í Evrópu um hvort krafa Þjóðverja um aðhald skili árangri í baráttu við fjármálakreppuna á evrusvæðinu. Blaðið segir að sum evruríkjanna spyrji nú hvort hið stranga aðhald, sem Þjóðverjar krefijst geri þeim erfiðara fyrir um að greiða skuldir sína og jafnvel að það verði dýrara.
Bandaríkin: Hlutabréf í bönkum falla í verði vegna lána til evruríkja
Hlutabréf í bandarískum bönkum lækkuðu verulega í verði síðdegis í gær eftir að Fitch, lánshæfismatsfyrirtækið, hafði birt viðvörun vegna stöðu bankanna í Evrópu. Fyrirtækið lýsti þeirri skoðun, að staða bankanna mundi versna ef ekki tækist fljótlega að leysa úr fjármálakreppu evrusvæðisins.
Ný könnun: Meirihluti landsmanna vill draga aðildarumsókn að ESB til baka
Ný skoðanakönnun, sem MMR hefur gert fyrir Andriki.is sýnir að 50,5% landsmanna vilja draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka, Þeir, sem vilja halda umsókninni til streitu eru 35,3% en 14.2% eru hvorki fylgjandi né andvígir. Frá þessu segir í fréttum mbl.is seint í gærkvöldi og í ...
Hvað gerir Van Rompuy nú? Hann vill stuðning almennings
Fyrir skömmu fór Jóhanna Sigurðardóttir til Brussel.
„Norræna velferðarstjórnin“ á að leiðrétta þetta hneyksli strax
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, var ekki sannfærandi í vörn sinni í Kastljósi í gærkvöldi fyrir háum reikningum, sem konur með krabbamein i brjósti þurfa að borga fyrir læknismeðferð.