Þriðjudagurinn 28. júní 2022

Föstudagurinn 18. nóvember 2011

«
17. nóvember

18. nóvember 2011
»
19. nóvember
Fréttir

Merkel og Cameron ósammála eftir fund sinn í Berlín - heita þó samvinnu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, lýstu þeirri sameiginlegu skoðun sinni eftir fund í Berlín föstudaginn 18. nóvember að taka yrði efnahagsvandann sem ógnar evru-svæðinu föstum tökum. Þau eru þó ósammála um hver þau eigi að verða. Þau lýstu jafnframt ...

Niðurstaða í könnun fyrir ESB-aðildarsinna sætir þungri gagnrýni - könnunin kennd við svindl

Capacent Gallup hefur gert skoðanakönnun fyrir stuðningsmenn ESB-aðildar Íslands og eru niðurstöður hennar birtar í Fréttatímanum föstudaginn 18. nóvember. Í könnuninni er leitað eftir skoðun svarenda á aðildarviðræðum við Evrópu­sambandið. Vildu 53,1% þeirra sem tóku afstöðu halda aðildarviðræðum vi...

Fjárfestar í Asíu selja þýzk skulda­bréf

Fjárfestar í Asíu og seðlabankar í þeim heimshluta eru byrjaðir að selja þýzk ríkisskulda­bréf, sem þessir aðilar hafa átt og segir Daily Telegraph að ástæðan sé sú, að þeir hafi ekki lengur trú á því að leiðtogar ESB-ríkja geti komið sér saman.

Steingrímur J. vill peningamála­stefnu með krónunni þar sem allt sé í óvissu um ESB-aðild - hafnar ekki höftum

Steingrímur J. Sigfússon fjármála­ráðherra sagði á alþingi í upphafi vikunnar að það væri eitt af „stóru viðfangsefnum“ líðandi stundar að móta peningamála- og gjaldmiðils­stefnu sem gerði ráð fyrir krónunni. Það væri ekki endilega við því að búast að þjóðin samþykkti aðild að Evrópu­sambandinu. Steing...

Merkel og Cameron hittast í Berlín í dag-mikið ber á milli

Angela Merkel og David Cameron hittast á fundi í Berlín í dag. BBC segir að mikið beri á milli í afstöðu leiðtoganna til vandamála ESB og evru­svæðisins. Þjóðverjar vilja taka upp sérstakan skatt á fjárhagslegar tilfærslur, sem Bretar líta á sem sérstakan skatt á Bretland. Merkel vill auka á samruna Evrópu­ríkja, Cameron vill draga úr honum. Merkel vill auka völd Brussel.

Þrýst á Papandreou að segja af sér flokksforystu

Nú er þrýst á Papandreou, fyrrverandi forsætis­ráðherra Grikklands að hann segi af sér sem leiðtogi PASOK, gríska sósíalista­flokksins fyrir kosningar, sem ráðgert er að fari fram í Grikklandi í febrúar. Papandreou hefur ekkert gefið upp um fyrirætlanir sínar en gagnrýnendur hans óttast að hann ætli að leiða flokkinn í gegnum næstu kosningar.

Mótmæli í Aþenu og víðs vegar um Bandaríkin

Um 50 þúsund manns efndu til mótmæla í Aþenu í gær en það eru fyrstu mótmæli þar í borg eftir að ný ríkis­stjórn tók við völdum.

Leiðarar

Deilurnar innan ESB eru byrjaðar að snúast um grundvallar­atriði

Í dag fer fram í Berlín mikilvægur fundur á milli Angelu Merkel, kanslara Þýzkalands og David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands. Þau eru á öndverðum meið um framtíð Evrópu­sambandsins. Angela Merkel vill meiri samruna, meiri völd til Brussel. David Cameron vill það þveröfuga. Hversu lengi getur svo náið ríkja­samstarf gengið, sem engin samstaða er um hvert skuli stefna?

Í pottinum

Írar fá fréttir um nýja skatta á Írlandi frá Berlín!

Írar eru þrumu lostnir yfir því, að upplýsingar um ný skattheimtuáform ríkis­stjórnar­innar hafa verið kynntar fyrir þýzkum þingmönnum og síðan lekið í fjölmiðla í Þýzkalandi án þess að nokkrum aðilum á Írlandi hafi verið skýrt frá þessum áformum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS