« 21. nóvember |
■ 22. nóvember 2011 |
» 23. nóvember |
Merkel: Fyrst breyta sáttmála ESB síðan ræða um evru-skuldabréf
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að frekar eigi að breyta sáttmála ESB en gefa út evru-skuldabréf til að leysa skuldavanda evru-svæðisins. Hún segir að pólitísk lausn sé betri en evru-skuldabréf. Ef til slíkra ætti að líta yrði fyrst að að sjá fyrir endann á kreppunni en ekki hefja útgáfu þeirra í henni miðri.
Reynt að berja í evru-brestina á mörgum vígstöðvum
Nýir forsætisráðherrar Ítalíu og Grikklands funduðu í Brussel og Lúxemborg þriðjudaginnn 22. nóvember til að sannfæra stjórnendur ESB og fulltrúa aðildarríkjanna um að þeir gætu tekist á við skuldavanda ríkja sinna. Athyglin beinist æ meira að Frakklandi og skuldastöðu franska ríkisins. Þá er hart ...
Olli Rehn: Viljum geta breytt fjárlagafrumvörpum skuldugra ríkja
Olli Rehn, varforseti framkvæmdastjórnar ESB og efnahagsstjóri, segir í viðtali við Le Monde þriðjudaginn 22. nóvember að fram komi tvíþættar tillögur frá framkvæmdastjórninni miðvikudaginn 23. nóvember til að sigrast á evru-vandanum: annars vegar um að frá Brussel geti ESB-embættismenn gripið inn ...
Nýjar tillögur: ESB fái vald til að yfirtaka fjármálastjórn ríkja í vanda
Í nýjum tillögum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem kynntar verða á morgun er gert ráð fyrir að ESB geti tekið yfir fjármálastjórn ríkja, sem lenda í fjárhagsvanda. Þetta kemur fram í Irish Times í morgun. Skv. tillögunum, sem blaðið kveðst hafa séð er gert ráð fyrir að ESB geti blandað sér í framkvæmd fjármálastefnu einstakra aðildarríkja í vanda og eftirlit með að þeirri stefnu sé fylgt.
NYTimes: Evran hefur fellt átta ríkisstjórnir-verður Sarkozy næstur?
Evran hefur fellt átta ríkisstjórnir í Evrópu, segir New York Times í morgun og bætir því við að Sarkozy, Frakklandsforseti, óttist að verða sá níundi. Ríkisstjórnirnar átta, sem hafa fallið að mati blaðsins vegna óánægju kjósenda með aðhaldsaðgerðir og óvissu eru á Írlandi, í Danmörku, Grikklandi, Ítalíu, Spáni, Finnlandi, Portúgal og Slóvakíu.
Stóraukinn fjármálavandi í austurhluta Evrópu-Ungverjaland leitar til AGS
Stóraukinn fjármálavandi er að koma upp í Austur-Evrópu að sögn Daily Telegraph í morgun. Ungverjaland hefur leitað til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um aðstoð, sem nemi 4 milljörðum evra. Ávöxtunarkrafan á tveggja ára ungversk ríkisskuldabréf hefur hækkað í 7,5% á tveimur mánuðum. Blaðið segir hættu á að þessi vandi breiðist út til Úkraínu og Balkanskagans.
Markaðir: Meiri bjartsýni í Evrópu-svartsýni vestan hafs
Markaðir voru svartsýnir í Bandaríkjunum í gær, tvístígandi í Asíu í nótt en bjartsýnni í Evrópu í morgun.
Tvö helztu vandamál Kína: Skuldakreppa Evrópu og skuldir svæðisstjórna
Kínverjar standa frammi fyrir tvenns konar vandamálum í efnahagsmálum að mati Alþjóðabankans, annars vegar afleiðingum skuldakreppu Evrópuríkjanna og hins vegar miklum skuldum svæðisbundinna stjórna innan Kína. Þetta kemur fram á Reuters í morgun. Alþjóðabankinn telur að draga muni úr vexti í Kína frá og með næsta ári.
Kýs Füle einangrun með Jóhönnu og Össuri?
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins tók af skarið gagnvart ESB-aðildarumsókninni. Að loknum miklum umræðum um málið í utanríkismálanefnd flokksins og á landsfundinum sjálfum og eftir fjórar atkvæðagreiðslur þar sem vilji fundarmanna birtist að lokum á afdráttarlausan hátt var samþykkt að gert skyldi hlé á aðildarviðræðunum og ekki farið af stað að nýju fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Tillögur Brussel þýða sviptingu á fjárræði einstakra aðildarríkja
Ef marka má fréttir evrópskra blaða mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynna tillögur á morgun, sem m.a. ganga út á það, að lendi aðildarríki í fjárhagslegum vandræðum geti framkvæmdastjórnin tekið yfir fjármálastjórn þess um skeið. Í þessu felist m.a. að slík aðildarríki verði að fá fyrirfram s...