Sunnudagurinn 17. febrúar 2019

Föstudagurinn 25. nóvember 2011

«
24. nóvember

25. nóvember 2011
»
26. nóvember
Fréttir

Frakkar og Þjóðverjar stefna að því að mynda „fjárlaga­samband“ evru-ríkja

Við afgreiðslu þýska þingsins á fjárlögum ársins 2012 snerust umræður meira um evru-skulda­bréf og skyldur Þjóðverja gagnvart öðrum evru-þjóðum en útgjöld á heimavelli.

S&P lækkar lánshæfiseinkunn Belgíu

S&P mats­fyrirtækið hefur lækkað lánshæfiseinkunn Belgíu. Fyrir bragðið verður dýrara fyrir belgíska ríkis­sjóðinn að taka lán. Fyrirtækið telur að lánshlutfall belgíska ríkisins of hátt miðað við landsframleiðslu. Lánshæfiseinkunninn lækkaði um eitt brot í AA úr AA+, S&P lætur í ljós efasemdir vegna endurfjármögnunar og þrýstings markaða.

ESB-dómstóllinn: Bannað að skylda netþjónustuaðila að setja upp síur til að takmarka aðgang að efni

Ekki er unnt að neyða þá sem selja netaðgang til að setja upp síur sem koma í veg fyrir að fólk hali ólöglega niður tónlist eða öðrum gögnum segir í niðurstöðu ESB-dómstólsins sem birt var fimmtudaginn 24. nóvember. Niðurstaðan gengur þvert gegn málstað þeirra sem vilja að settar séu netsíur en í þ...

Fitch lækkar lánshæfismat Portúgal

Bandaríska lánshæfismats­fyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfismat Portúgals úr BBB mínus í BB plús, sem El Pais, spænska dagblaðið lýsir sem rusl­flokki. Fitch segir að ástæðan fyrir þessu sé hallarekstur Portúgals, mikil skuldabyrði og lélegar horfur.

Grikkland: Bréf Samaras leysir málið

Lucas Papademos, forsætis­ráðherra Grikklands, segir að bréfið, sem Antonis Samaras undirritaði og sendi í fyrradag til ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu muni duga til þess að Grikkir fái útborgaðan næsta áfanga neyðarlánsins hinn 5. desember n.k., sem nemur 8 milljörðum evra. Önnur bréf grískra stjórnmálama...

Spiegel: Hvers vegna eru Þjóðverjar andvígir sameiginlegri skulda­bréfaútgáfu?

Hvers vegna eru Þjóðverjar bæði andvígir því, að Seðlabanki Evrópu verði lánveitandi til þrautavara og að gefa út evruskulda­bréf í stað skulda­bréfa einstakra evruríkja?

Leiðarar

Nú reyna allir að ná í peninga Þjóðverja

Nú snúast átökin í Evrulandi fyrst og fremst um það að hafa peninga út úr Þjóðverjum. Fjármála­markaðir gera dag hvern kröfu á hendur Þjóðverjum um aðgerðir, sem allar hafa það að markmiði að bæta stöðu og hag fjármálafyrirtækjanna. Þeir einu, sem eiga peninga í Evrulandi eru Þjóðverjar og þess vegna beinast allar kröfur að þeim.

Í pottinum

Sér­fræðingar og stjórnendur fyrirtækja á öndverðum meið um ástand og horfur

Það eru eitthvað misvísandi upplýsingar um ástand og horfur í atvinnulífinu. Á sama tíma og sér­fræðingar spá auknum hagvexti sem á að byggjast á auknum fjárfestingum og einkaneyzlu sýnir Gallup-könnun mikla svartsýni meða stjórnenda 400 fyrirtækja í landinu. Samkvæmt fréttum RÚV telja þeir ástandið slæmt og fari versnandi eða standi í stað.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS