Föstudagurinn 22. janúar 2021

Miðvikudagurinn 30. nóvember 2011

«
29. nóvember

30. nóvember 2011
»
1. desember
Fréttir

Seðlabankar heims til bjargar evrunni - 10 dagar til stefnu segir Rehn

Helstu seðlabankar heims hófu aðgerðir miðvikudaginn 30. nóvember til að leggja aðþrengdum bönkum lið. Á vettvangi ESB sagði Olli Rehn, efnahags­stjóri ESB, að sambandið og aðildarríki þess hefðu nú 10 daga til að taka þannig á málum að komið yrði í veg fyrir hnattrænt hrun. Seðlabankar evru-ríkjann...

NYT: Þýsk afneitun, ógæfa Evrópu

The New York Times (NYT) er harðort í garð Angelu Merkel og Þjóðverja í leiðara sínum miðvikudaginn 30. nóvember. Blaðið telur að með afstöðu sinni gegn því að meira fé verði látið renna frá Þýskalandi eða Seðlabanka Evrópu til evru-ríkja sem séu að sligast undan eigin skuldum standi Merkel gegn þ...

Huang Nubo leitar fyrir sér í Finnlandi - hallmælir Íslandi áfram

Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn, sem ég fékk að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, langar nú til að hasla sér völl í Lapplandi, Norður-Finnlandi.

Markaðir fara niður á ný

Markaðir virðast á niðurleið á ný í Evrópu í morgun. Við opnun lækkaði London um 0,94%, Frankfurt um 0,80% og París um 0,98%. Asía lækkaði líka í nótt, Japan um 0,51% og Hong Kong um 1,46%. Dow Jones lækkaði í gær um 0,23% og Nasdaq um 0,75%.

Grikkland: Deilur ráðherra valda Papademos áhyggjum

Fjármála­ráðherrar evruríkjanna samþykktu á fundi sínum í Brussel í gærkvöldi að greiða Grikkjum 8 milljarða evra neyðarlán út um miðjan desember en ekathimerini, gríski vefmiðillinn segir að Papademos, forsætis­ráðherra hafi áhyggjur af framkvæmd þeirra skilmála fyrir láninu, sem að Grikkjum snúa. Sérstaklega vegna þess að miklar deilur eru uppi innan ríkis­stjórnar hans.

Osborne: Sex ár í viðbót í versnandi lífskjörum

Heimili í Bretlandi mega búast við 6 árum til viðbótar í versnandi lifskjörum, sagði George Osborne, fjármála­ráðherra Bretlands í gær, jafnframt vaxandi atvinnuleysi og fordæmalausum niðurskurði opinberra útgjalda. Þeir sem hafa hærri laun mega búast við að 5% af þeim til viðbótar verði tekin í hærri skatta.

Reuters: Fjárfestar á flótta, bankar selja og missa innlán-horft til AGS

Fjárfestar eru á flótta, bankar selja ríkisskulda­bréf, bankar í suðurhluta Evrópu missa innlán og samdráttur er framundan. Þannig lýsir Reuters-fréttastofan efnahagsástandinu á evru­svæðinu í morgun í frétt um fund fjármála­ráðherra evruríkjanna, sem haldinn var í Brussel í gærkvöldi. Þar var samþykkt að tryggja 20-30% af skulda­bréfum evruríkja í vandræðum.

Leiðarar

ESB er risastórt millifærslukerfi

Evrópu­sambandið er risastórt millifærslukerfi.

Í pottinum

Koma fyrirmælin um brottrekstur Jóns Bjarnasonar frá Brussel?

Það verður erfið aðgerð fyrir Steingrím J. Sigfússon að reka Jón Bjarnason úr ríkis­stjórn og getur orðið honum dýrkeypt eins og m.a. má sjá á auglýsingum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag. Þar mótmæla um 150 trúnaðarmenn VG aðför Samfylkingar­innar að sjávar­útvegs­ráðherranum og ekki ólíklegt að ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS