« 29. nóvember |
■ 30. nóvember 2011 |
» 1. desember |
Seðlabankar heims til bjargar evrunni - 10 dagar til stefnu segir Rehn
Helstu seðlabankar heims hófu aðgerðir miðvikudaginn 30. nóvember til að leggja aðþrengdum bönkum lið. Á vettvangi ESB sagði Olli Rehn, efnahagsstjóri ESB, að sambandið og aðildarríki þess hefðu nú 10 daga til að taka þannig á málum að komið yrði í veg fyrir hnattrænt hrun. Seðlabankar evru-ríkjann...
NYT: Þýsk afneitun, ógæfa Evrópu
The New York Times (NYT) er harðort í garð Angelu Merkel og Þjóðverja í leiðara sínum miðvikudaginn 30. nóvember. Blaðið telur að með afstöðu sinni gegn því að meira fé verði látið renna frá Þýskalandi eða Seðlabanka Evrópu til evru-ríkja sem séu að sligast undan eigin skuldum standi Merkel gegn þ...
Huang Nubo leitar fyrir sér í Finnlandi - hallmælir Íslandi áfram
Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn, sem ég fékk að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, langar nú til að hasla sér völl í Lapplandi, Norður-Finnlandi.
Markaðir virðast á niðurleið á ný í Evrópu í morgun. Við opnun lækkaði London um 0,94%, Frankfurt um 0,80% og París um 0,98%. Asía lækkaði líka í nótt, Japan um 0,51% og Hong Kong um 1,46%. Dow Jones lækkaði í gær um 0,23% og Nasdaq um 0,75%.
Grikkland: Deilur ráðherra valda Papademos áhyggjum
Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu á fundi sínum í Brussel í gærkvöldi að greiða Grikkjum 8 milljarða evra neyðarlán út um miðjan desember en ekathimerini, gríski vefmiðillinn segir að Papademos, forsætisráðherra hafi áhyggjur af framkvæmd þeirra skilmála fyrir láninu, sem að Grikkjum snúa. Sérstaklega vegna þess að miklar deilur eru uppi innan ríkisstjórnar hans.
Osborne: Sex ár í viðbót í versnandi lífskjörum
Heimili í Bretlandi mega búast við 6 árum til viðbótar í versnandi lifskjörum, sagði George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands í gær, jafnframt vaxandi atvinnuleysi og fordæmalausum niðurskurði opinberra útgjalda. Þeir sem hafa hærri laun mega búast við að 5% af þeim til viðbótar verði tekin í hærri skatta.
Reuters: Fjárfestar á flótta, bankar selja og missa innlán-horft til AGS
Fjárfestar eru á flótta, bankar selja ríkisskuldabréf, bankar í suðurhluta Evrópu missa innlán og samdráttur er framundan. Þannig lýsir Reuters-fréttastofan efnahagsástandinu á evrusvæðinu í morgun í frétt um fund fjármálaráðherra evruríkjanna, sem haldinn var í Brussel í gærkvöldi. Þar var samþykkt að tryggja 20-30% af skuldabréfum evruríkja í vandræðum.
ESB er risastórt millifærslukerfi
Evrópusambandið er risastórt millifærslukerfi.
Koma fyrirmælin um brottrekstur Jóns Bjarnasonar frá Brussel?
Það verður erfið aðgerð fyrir Steingrím J. Sigfússon að reka Jón Bjarnason úr ríkisstjórn og getur orðið honum dýrkeypt eins og m.a. má sjá á auglýsingum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag. Þar mótmæla um 150 trúnaðarmenn VG aðför Samfylkingarinnar að sjávarútvegsráðherranum og ekki ólíklegt að ...