« 30. nóvember |
■ 1. desember 2011 |
» 2. desember |
Sarkozy: Hugsa verður ESB upp á ný og reisa að nýju
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti lofaði 5000 flokksmönnum sínum á fundi í hafnarborginni Toulon í Suður-Frakklandi fimmtudaginn 1. desember að hann mundi ekki framselja fullveldi Frakklands til að bjarga evrunni en hins vegar yður Frakkar og Þjóðverjar að taka höndum saman til að skapa stöðugleika ...
Bandarísk skýrsla staðfestir breytingar á Norður-Íshafi
Gróðurhúsaáhrifin hafa leitt til greinilegra breytinga á Norður-Íshafi segir í ársskýrslu 2011 frá NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration), bandarískri rannsóknarstofnun. Í skýrslunni er vísað til gagna sem safnað hefur verið í mörg ár. Sagt er að þau sýni að hlýnun jarðar frá 2006 hafi leitt til grundvallarbreytinga á Norður-Íshafi.
Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, sagði ESB-þinginu fimmtudaginn 1. desember að hætta á efnahagslegri niðursveiflu á evru-svæðinu hefði aukist. Hann sagði einnig að Seðlabanki Evrópu mundi aðeins að takmörkuðu leyti stunda kaup á ríkisskuldabréfum. Bankinn ætti að halda verðbólgu í skefjum. Le...
New York Times segir í morgun að í fjármálaheiminum séu vaxandi áhyggjur af því, að aðgerðir seðlabankanna í gær dugi ekki til að koma á stöðugleika á fjármálamörkuðum og tryggja stöðu evrunnar. Blaðið segir að Þjóðverjar geti ekki, jafnvel þótt þeir vildu, tryggt skuldir Ítalíu og Spánar sem nemi 3,3 trilljónum evra.
Draghi: Aukin hætta á neikvæðri þróun
Mario Draghi, aðalforstjóri Seðlabanka Evrópu sagði skömmu upp úr kl.
FSA sendir brezkum bönkum viðvörun: Verið búnir undir hrun evrunnar
Brezka fjármálaeftirlitið, FSA, hefur varað brezka banka við og sagt þeim, að þeir verði að vera undir það búnir að evran geti hrunið. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag. Talsmaður Downingstrætis 10 sagði í gær, að staðan á fjármálamörkuðum væri mjög alvarleg.
Seðlabankar grípa til sama ráðs og eftir fall Lehman Brothers
Þegar kauphöllin í New York var opnuð miðvikudaginn 30. nóvember tilkynntu Seðlabanki Kanada, Englandsbanki, Japansbanki, Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Sviss að þeir mundu leggja fram fé til að styðja fjármálakerfi heimsins. Við þetta tóku kauphallarviðskipti kipp og hlut...
Hafa ríkisstjórn og Alþingi endurskoðað efnahagsáætlanir í ljósi evrukreppunnar?
Brezka ríkisstjórnin hefur endurskoðað allar efnahagsáætlanir sínar í ljósi stöðunnar á evrusvæðinu og gerir nú ráð fyrir alvarlegum samdrætti í Evrulandi, einhverjum samdrætti í Bretlandi og að það taki lengra tíma en ætlað var að ná jafnvægi í brezk efnahagsmál. Hefur ríkisstjórn Íslands endurskoðað efnahagsáætlanir sínar í ljósi ástandsins á evrusvæðinu?