« 11. desember |
■ 12. desember 2011 |
» 13. desember |
Beina brautin hefur ekki verið lögð fyrir ESB II - pólitískar og lögfræðilegar deilur að vakna
Þótt aðeins séu þrír dagar liðnir frá því að nýi evru-samningurinn var kynntur blasir við að hann kemur ekki til sögunnar fyrr en eftir harðar deilur hvort sem litið er til lögfræðilegra eða stjórnmálalegra þátta.
Cameron kemur sterkur frá þingumræðum - almenningur styður afstöðu hans til ESB
David Cameron, forsætisráðherra Breta, gerði neðri deild breska þingsins mánudaginn 12. desember grein fyrir afstöðu sinni á fundi leiðtogaráðs ESB 8. og 9. desember í Brussel sem leiddi til þess að evru-samning verður að gera utan sáttmálasviðs ESB-ríkjanna. Í breskum fjölmiðlum er vakin athygli...
Eva Joly dæmd fyrir meiðyrði - segist ætla að áfrýja
Franskur dómstóll hefur dæmt Evy Joly, forsetaframbjóðanda græningja, til að greiða 1.000 evrur í skilorðsbunda sekt fyrir meiðyrði. Árið 2009 sakaði hún David Douillet íþróttamálaráðherra um að eiga leynireikninga í skattaskjólum. Eva Joly segist ætla að áfrýja dóminum. Að sögn Le Monde komust dóm...
Danski forsætisráðherrann setur ofan í við utanríkisráðherra sinn
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hefur gripið fram fyrir hendur á Villy Søvndal, utanríkisráðherra í stjórn hennar, í umræðum um evru-samninginn.
Sarkozy: Annars konar Evrópa er að fæðast - menn skulu átta sig á því
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir í viðtali við Le Monde mánudaginn 12. desember að annars konar Evrópa sé að fæðast eftir leiðtogafundinn í Brussel í síðustu viku. Hann telur að nú hafi leiðtogar evru-ríkjanna tekið stjórn efnahagsmála í eigin hendur og þeir muni með því að sameina krafta ...
Formlegur frágangur á nokkrum samningsköflum við Íslendinga í Brussel - sett markmið næst ekki
Mánudaginn 12. des. fer fram þriðja ríkjaráðstefna í samningaviðræðum Íslands og ESB frá því að efnislegar viðræður hófust í júnílok í sumar. Þar verða opnaðir fimm samningskaflar eða um félagarétt (6), atvinnu- og iðnstefnu (20), evrópsk samgöngunet (21), réttarvörslu og grundvallarréttindi (23) og...
Spiegel: Bandalag hinna óviljugu-deilur Breta og Frakka blossa upp á ný
Spiegel segir að í Brussel hafi orðið til bandalag hinna óviljugu. Önnur ESB-ríki fylgi forystu Þýzkalands mjög hikandi eftir, fyrst og fremst af tveimur ástæðum. Annars vegar hafi þau áhyggjur af því, að fjárfestar vilji ekki kaupa skuldabréf, sem þau gefa út. Hins vegar hafi þau áhyggjur af lækkandi lánshæfismati.
Alex Salmond: Gagnrýnir Cameron fyrir skort á samráði við Skotland, Wales og N-Írland
Alex Salmond, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands gagnrýnir David Cameron harðlega fyrir að hafa tekið ákvörðun um að gjörbreyta samskiptum Bretlands við Evrópusambandið án samráðs við Skotland, Wales og Norður-Írland. Þessi ákvörðun Camerons hafi áhrif á skozka hagsmuni.
Neikvæð viðbrögð markaða í morgun
Fyrstu viðbrögð markaða í Evrópu í morgun og Asíu í nótt við niðurstöðum leiðtogafundar ESB fyrir helgi eru heldur neikvæð.
Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að evruríki veiti Alþjóða gjaldeyrissjóðnum lán upp á 200 milljarða evra til að sjóðurinn geti lánað evruríkjum í vandræðum liggur undir harðri gagmrýni úr öllum áttum.
Reuters: Of lítið og of seint að mati fjárfesta
Reuters-fréttastofan segir í morgun að hætta sé á að fjárfestar líti svo á að niðurstöður leiðtogafundar ESB fyrir helgi séu of lítið og of seint. Lántökukostnaður Ítalíu sé nú undir miklum þrýstingi og Ítalir þurfi að greiða skuldabréf á gjalddögum á milli febrúar og apríl á næsta ári upp á 150 milljarða evra. Þá vofi endurskoðun á lánshæfismati evruríkja af hálfu S&P yfir.
De Villepin býður sig fram til forseta í Frakklandi
Dominique de Villepin, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, lýsti yfir því sunnudaginn 11. desember að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til forseta í kosningunum vorið 2012. „Ég ætla að halda uppi vörnum fyrir sérstaka hugmynd um Frakkland. Ég er sannfærður um að í kosningunum 2012 reyni á ...
Hefur eitthvað breytzt?-Í Evrópu er hver höndin upp á móti annarri
Hefur eitthvað breytzt eftir fundina í Brussel fyrir helgi? Fjármálamarkaðir taka niðurstöðunni með hundshaus ef marka má opnun markaða í Evrópu í morgun og flesta markaði í Asíu í nótt. Spiegel kallar bandalag 26 ESB-ríkja, bandalag hinna óviljugu með tilvísun í bandalag hinna viljugu í Íraksstríðinu.
Valery Giscard d'Estaing: Það ríkir umsátur um Evrópu
Í samtali við Reuters-fréttstofuna hinn 7. desember sl. sagði Valery Giscard d' Éstaing, fyrrverandi forseti Frakklands, að Evrópa yrði að berjast gegn bröskurum og hann taldi, að þeir kæmu aðallega frá Bandaríkjunum. Orðrétt sagði Frakklandsforsetinn fyrrverandi: "Evrópa er eins og borg sem seti...
Samskipti Evrópuríkja og reynzla John Majors og Camerons
Samskipti Evrópuþjóða þeirra í milli, jafnvel nú þegar komið er fram á 21.öldina hljóta að vera þessum þjóðum sjálfum og öðrum, sem fylgjast með, mikið umhugsunarefni. Nú virðast 26 aðildarríki ESB sammála um, að 27. ríkið, Bretar, hafi dæmt sjálfa sig til „einangrunar“ vegna þess að David Cameron, ...
Jóhanna veit þetta auðvitað betur en Merkel
Íslendingar geta sofið rólegir. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, upplýsir í Fréttabaðinu í dag, að ríkisstjórnin „fylgist vel“ með því sem er að gerast í Evrópu. Niðurstaða hennar er þessi: „Það er aðallega skuldavandi örfárra þjóða, sem hefur leitt til þessa vandamáls. Þeir eru að reyna að ná utan um það með þessum hætti.“