Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Þriðjudagurinn 13. desember 2011

«
12. desember

13. desember 2011
»
14. desember
Fréttir

Danir vilja þjóðar­atkvæða­greiðslu um aðild að evru-samningi

Ný skoðanakönnun í Danmörku sýnir að meihluti Dana vill að þjóðin verði spurð hvort hún vilji aðild að nýjum evru-samningi.

Maltverjar segja að Olli Rehn ætli ekki að sekta þá vegna fjárlagahalla

Á vefsíðu blaðsins The Times of Malta segir þriðjudaginn 13. desember að framkvæmda­stjórn ESB hafi dregið til baka hótun um að beita Möltu fjársekt vegna halla á fjárlögum ríkisins. Olli Rehn, efnahagsmála­stjóri ESB, segi að gripið hafi verið til „umtalsverðra aðgerða“ til að minnka hallann á árinu...

Fimm ESB-ríkjum hótað sektum minnki þau ekki fjárlagahalla árið 2012

Fimm ESB-ríki sem eiga á hættu að verða sektuð samkvæmt nýjum ESB-lögum verða að bíða fram í janúar eftir vitneskju um hvort niðurskurður þeirra á fjárlögum ársins 2012 dugi til að koma þeim undan refsingu.

NYTimes: Sér­fræðingar skoða brottför Grikklands af evru­svæðinu

New York Times segir í morgun, að augu Grikkja séu að opnast fyrir því að framundan sé langt tímabil mikilla erfiðleika og fórna. Þess vegna sé vaxandi fjöldi sér­fræðinga að skoða hvað mundi gerast ef Grikkir yfirgefi evruna. Á síðustu 12 mánuðum hafa landsmenn tekið út 40 milljarða evra af innistæðum í grískum bönkum.

FSA um fall RBS: Stjórnendur-stjórn-eftirlitsaðilar og pólitíkin ástæðan

Brezka fjármála­eftirlitið FSA hefur birt skýrslu um fall Royal Bank of Scotland, sem frá árinu 2008 hefur kostað skattgreiðendur í Bretlandi 44,5 milljarða sterlingspunda auk óbeins kostnaðar.

Fundarhöld beggja vegna Ermarsunds um niðurstöður leiðtogafundarins

Brezka ríkis­stjórnin kemur saman til fundar í dag, þar sem Evrópumál verða á dagskrá að sögn BBC. Þá eru niðurstöður leiðtogafundarins til umræðu á Evrópu­þinginu í dag. Ennfremur er gert ráð fyrir áframhaldandi umræðum í brezka þinginu um málið. BBC segir að Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda flokk...

Markaðir í Evrópu rétta við

Markaðir í Evrópu réttu aðeins við í morgun eftir fall í gær, þegar vonbrigði fjármála­markaða yfir niðurstöðum leiðtogafundarins í Brussel birtust á nær öllum hluta­bréfamörkuðum heims.

Guttenberg verður heiðursráðgjafi ESB um frelsi í netheimum

Karl-Theodor zu Guttenberg (40 ára) sem neyddist til að segja af sér sem varnarmála­ráðherra Þýskalands í mars vegna ritstulds í doktorsritgerð í stjórnskipunarlögum við háskólann í Bayreuth hefur fengið heiðursstöðu hjá ESB í Brussel sem ráðgjafi um frelsi í netheimum.

Leiðarar

Ríkis­stjórnin stefnir inn um rangar ESB-dyr - á að velja ESB II

Alþingi Íslendinga samþykkti 16. júlí 2009 umsókn um að aðild að Evrópu­sambandinu eins og það var á þeim tíma. Samþykkt alþingis var gerð með vísan til álits meirihluta utanríkis­mála­nefndar þingsins þar sem þingmenn Samfylkingar og VG sameinuðust um ýmsa fyrirvara. Stjórnar­meirihlutinn og sér­fræðing...

Pistlar

Óvild ræður vonlausum ESB-leiðangri

Erfiðara verður með hverjum deginum sem líður að skilja efnislegar ástæður þess að ríkis­stjórn Íslands kýs að láta eins og ekkert hafi í skorist innan Evrópu­sambandsins þótt það logi stafna á milli. Að sjálfsögðu er eðlilegt að hætta viðræðum um aðild að ESB á meðan stjórnendur ESB átta sig á því í hvaða ESB þeir eru og hvernig stjórn þess og evrunnar sé háttað.

Nýtt hræðslubandalag í Evrópu?

Það er ekki allt sem sýnist í samstarfi Evrópu­ríkja. Á yfirborðinu lítur þetta allt vel út. Undir niðri eru harkaleg átök á milli þjóða eins og afstaða Camerons sýnir og undir yfirborðinu eru líka mikil átök á milli ríkja og fjármála­markaða eins og ummæli Valery Giscard d'Estaing sýna, sem vitnað er til í öðrum pistli hér á Evrópu­vaktinni.

Í pottinum

Stál í stál á milli Jóhönnu og Steingríms J.

Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, sagði um helgina, að sameining fjármála­ráðuneytis og efnahags­ráðuneytis væri ekki á dagskrá.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS