Þriðjudagurinn 28. júní 2022

Miðvikudagurinn 14. desember 2011

«
13. desember

14. desember 2011
»
15. desember
Fréttir

Framkvæmda­stjórn ESB leggur til samþykkt nýrra laga til að geta refsað Íslendingum og Færeyingum fyrir makrílveiðar

Framkvæmda­stjórn ESB hefur samþykkt tillögu um hvernig staðið skuli að því að refsa ríkjum utan ESB sem ekki stunda sjálfbærar fiskveiðar og ógna þannig fiski­stofnum innan 200 mílna Evrópu­sambandsins.

ESA fer með Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólinn - telur að taki of langan tíma að endurgreiða innistæður

Þegar Icesave-málið var á döfinni veturinn 2008 til 2009 var því hvað eftir haldið fram að ekki væri unnt að leysa úr deilu Breta og Hollendinga við Íslendinga nema með samningum af því að ekki væri unnt að fá niðurstöðu dómstóls um réttartstöðu aðila í því.

ESB: Knúið á um refsiaðgerðir vegna makrílveiða Íslendinga - Skotar óttast að Cameron hafi spillt stöðu sinni

Skotar vænta þess að framkvæmda­stjórn ESB kynni miðvikudaginn 14. desember tillögu um refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þjóðanna. Tillagan verði síðan tekin til afgreiðslu á fundi sjávar­útvegs­ráðherra ESB-ríkjanna 15. desember og hún verði einnig rædd í ESB-þinginu. Á ...

Markaðir lækka um allan heim

Markaðir um allan heim lækkuðu í gær, í nótt og í morgun.

Írar hafa áhyggjur af afstöðu Breta-Cameron og Kenny töluðu saman í gærkvöldi

Írar hafa áhyggjur af afstöðu Breta á leiðtogafundinum í Brussel á írska hagsmuni, þar sem Bretland er aðal viðskiptaland Írlands. Í gærkvöldi töluðu þeir saman í síma, David Cameron og Enda Kenny, forsætis­ráðherra Írlands. Irish Times, sem segir frá þessu segir að samtalið hafi verið á jákvæðum nótum.

Guardian: Huhne tók tvisvar fram í fyrir Cameron - sagði hann ekki hafa haft umboð

Chris Huhne, orkumála­ráðherra Frjálslynda flokksins tók tvisvar sinnum fram í fyrir Cameron, forsætis­ráðherra á ríkis­stjórnar­fundi í gær að sögn The Guardian í morgun. Orkumála­ráðherrann hélt því fram að forsætis­ráðherrann hefði ekkert umboð haft til að beita neitunarvaldi gegn sáttmálabreytingum. Hann hefði aðeins haft umboð til að setja fram kröfur Breta.

Ítalir selja fimm ára bréf í dag-fyrsti prófsteinn skuldabréfa­markaða eftir leiðtogafund

Ítalir selja fimm ára bréf í dag og er sú sala fyrsta vísbending um viðbrögð skuldabréfa­markaða við niðurstöðum leiðtogafundar ESB fyrir helgi.

Leiðarar

Markaðirnir hafa svarað

Fjármála­markaðir heimsins hafa svarað fyrir sig og fellt sinn dóm um niðurstöður leiðtogafundar ESB fyrir helgi. Í dag seldu Ítalir lítið magn af fimm ára skulda­bréfum fyrir 3 milljarða evra. Ávöxtunarkrafa markaðarins var 6,5%, aðeins lægri en krafan á eftir­markaði á sambærilegum bréfum í gær en samt of há til þess að ítalska ríkið geti staðið undir slíkum fjármögnunarkostnaði til framtíðar.

Í pottinum

Brottflutningur af landinu í hámarki-Jóhanna neitar

Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, segir að brottflutningur fólks frá landinu sé ekki meiri í ár en í meðalárferði. Hagtölur segja, að brottflutningur í ár sé annar mesti í sögunni. Flestir hafi flutt á brott árið 2009 en næstflestir á þessu ári. Það er orðið sérkenni á málflutningi forsætis­ráðherra að hún horfist ekki í augu við staðreyndir. Hvers vegna er það svona erfitt?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS