« 14. desember |
■ 15. desember 2011 |
» 16. desember |
Chirac dæmdur í tveggja ára skilorðsbunda refsingu fyrir spillingu við stjórn Parísarborgar
Jacques Chirac (79 ára), fyrrverandi forseti Frakklands, var sakfelldur fyrir spillingu fimmtudaginn 15. desember og dæmdur í tveggja ára skilorðsbundna fangavist fyrir að greiða laun til manna sem aldrei störfuðu á vegum Parísarborgar þegar hann var borgarstjóri þar á árunum 1990 til 1995. Chirac ...
Seðlabankastjóri Frakka bendir matsfyrirtækjum að byrja á því að lækka einkunn Breta
Christian Noyer, bankastjóri Seðlabanka Frakklands, segir að matsfyrirtæki eigi að lækka lánshæfiseinkunn Bretlands áður en þau snúi sér að Frakklandi, Bretar standi verr að vígi efnahagslega en Frakkar. Matsfyrirækið Standard & Poor‘s gaf nýlega út viðvörun þess efnis að lánhæfiseinkunn Frakklands kynni að gjalda vandans á evru-svæðinu.
Framkvæmdastjóri LÍÚ umgengst ekki hagsmuni Íslands af léttúð
Í tilefni af leiðara á Evrópuvaktinni 15. desmber hefur Birni Bjarnasyni, höfundi leiðarans, borist eftirfarandi bréf frá Friðriki J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra Landssambands ísl. úgerðarmanna: Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að ég umgangist hagsmuni Íslands af léttúð og vandséð er h...
Svört hagvaxtarspá Seðlabanka Eistlands - aðeins 1,9% vexti spáð árið 2012
Seðlabanki Eistlands en Eistland gerðist aðili að evru-samstarfinu 1. janúar 2011 hefur lækkað spá sína um hagvöxt á árinu 2012 um helming í 1,9% og vísar þar til áhrifanna af skuldavandanum á evru-svæðinu. Þetta kemur fram í frétt AFP-fréttastofunnar 14. desember. „Hvatinn til vaxtar er að minn...
Meirihluti Frakka andvígur evrusamkomulagi Sarkozy
Meirihluti Frakka er andvígur því samkomulagi, sem Nicholas Sarkozy, Frakklandsforseti, gerði við önnur evruríki í Brussel í síðustu viku. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun í Frakklandi, sem euobserver segir frá. Þar kemur fram að 52% Frakka eru andvígir en 45% hlynntir.
Sarkozy: Cameron er eins og þrjóskt barn
Guardian segir í morgun, að Sarkozy Frakklandsforseti lýsi Cameron, forsætisráðherra Breta eins og „þrjósku barni“. En Cameron skýrði þingmönnum Íhaldsflokksins í gær frá því að hann hefði haft samband við Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands og Petr Necas, for...
Ernst&Young: Hagvöxtur á evrusvæði 0,1% 2012-erfiður vetur framundan
Ernst&Young, endurskoðunarfyrirtæki, segir í nýrri skýrslu að erfiður vetur sé framundan á evrusvæðinu og einhver samdráttur í efnahagslífi.
Evrópu: Hækkun við opnun-lækkun í Asíu í nótt
Markaðir í Evrópu hækkuðu lítillega við opnun í morgun eftir verulega lækkun í gær.
Kína: Fasteignaverð lækkar um 25-35%-hlutabréf um 30% frá maí
Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daily Telegraph segir í blaðinu sínu í dag, að Kína standi frammi fyrir efnahagslegum timburmönnum, ekki síður en evruríkin.
ESB smíðar refsivönd gegn Íslendingum vegna makrílveiðanna - strax ber að snúast til varnar
Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsríkjanna sitja á fundi í Brussel fimmtudaginn 15. desember. Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fyrir þá tillögu að nýjum ESB-lögum um refsiaðgerðir gagnvart ríkjum utan sambandsins sem stunda að mati ESB ofveiði á fiski sem flakkar á milli lögsögu ESB og annarra ríkj...
Hin pólitíska lausn er enn ófundin á evru-svæðinu
Hér eru punktar sem ég hafði til hliðsjónar þegar ég flutti ræðu á fundi Heimssýnar í Háskóla Íslands fimmtudaginn 15. desember: Von Frakka og Þjóðverja um að þeim tækist að marka tímamót í umræðum um evruna og skuldavandann á evru-svæðinu á leiðtogafundinum í Brussel 8. og 9. desember er brostin...
Ekki er ein báran stök fyrir evruríkin. Tæpri viku eftir að samkomulag var gert á leiðtogafundinum í Brussel, sem átti að bjarga evrunni bendir margt til að samkomulagið sé að losna úr böndum og efnahagsástandið á evrusvæðinu fari versnandi. Í fyrsta lagi sýnir ný skoðanakönnun í Frakklandi, að meirihuti Frakka er andvígur niðurstöðum fundarins.