Þriðjudagurinn 10. desember 2019

Fimmtudagurinn 15. desember 2011

«
14. desember

15. desember 2011
»
16. desember
Fréttir

Chirac dæmdur í tveggja ára skilorðsbunda refsingu fyrir spillingu við stjórn Parísarborgar

Jacques Chirac (79 ára), fyrrverandi forseti Frakklands, var sakfelldur fyrir spillingu fimmtudaginn 15. desember og dæmdur í tveggja ára skilorðsbundna fangavist fyrir að greiða laun til manna sem aldrei störfuðu á vegum Parísarborgar þegar hann var borgar­stjóri þar á árunum 1990 til 1995. Chirac ...

Seðlabanka­stjóri Frakka bendir matsfyrirtækjum að byrja á því að lækka einkunn Breta

Christian Noyer, banka­stjóri Seðlabanka Frakklands, segir að mats­fyrirtæki eigi að lækka lánshæfiseinkunn Bretlands áður en þau snúi sér að Frakklandi, Bretar standi verr að vígi efnahagslega en Frakkar. Matsfyrirækið Standard & Poor‘s gaf nýlega út viðvörun þess efnis að lánhæfiseinkunn Frakklands kynni að gjalda vandans á evru-svæðinu.

Framkvæmda­stjóri LÍÚ umgengst ekki hagsmuni Íslands af léttúð

Í tilefni af leiðara á Evrópu­vaktinni 15. desmber hefur Birni Bjarnasyni, höfundi leiðarans, borist eftirfarandi bréf frá Friðriki J. Arngrímssyni, framkvæmda­stjóra Lands­sambands ísl. úgerðarmanna: Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að ég umgangist hagsmuni Íslands af léttúð og vandséð er h...

Svört hagvaxta­rspá Seðlabanka Eistlands - aðeins 1,9% vexti spáð árið 2012

Seðlabanki Eistlands en Eistland gerðist aðili að evru-samstarfinu 1. janúar 2011 hefur lækkað spá sína um hagvöxt á árinu 2012 um helming í 1,9% og vísar þar til áhrifanna af skuldavandanum á evru-svæðinu. Þetta kemur fram í frétt AFP-fréttastofunnar 14. desember. „Hvatinn til vaxtar er að minn...

Meirihluti Frakka andvígur evrusamkomulagi Sarkozy

Meirihluti Frakka er andvígur því samkomulagi, sem Nicholas Sarkozy, Frakklands­forseti, gerði við önnur evruríki í Brussel í síðustu viku. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun í Frakklandi, sem euobserver segir frá. Þar kemur fram að 52% Frakka eru andvígir en 45% hlynntir.

Sarkozy: Cameron er eins og þrjóskt barn

Guardian segir í morgun, að Sarkozy Frakklands­forseti lýsi Cameron, forsætis­ráðherra Breta eins og „þrjósku barni“. En Cameron skýrði þingmönnum Íhalds­flokksins í gær frá því að hann hefði haft samband við Reinfeldt, forsætis­ráðherra Svíþjóðar, Enda Kenny, forsætis­ráðherra Írlands og Petr Necas, for...

Ernst&Young: Hagvöxtur á evru­svæði 0,1% 2012-erfiður vetur framundan

Ernst&Young, endurskoðunar­fyrirtæki, segir í nýrri skýrslu að erfiður vetur sé framundan á evru­svæðinu og einhver samdráttur í efnahagslífi.

Evrópu: Hækkun við opnun-lækkun í Asíu í nótt

Markaðir í Evrópu hækkuðu lítillega við opnun í morgun eftir verulega lækkun í gær.

Kína: Fasteignaverð lækkar um 25-35%-hluta­bréf um 30% frá maí

Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptarit­stjóri Daily Telegraph segir í blaðinu sínu í dag, að Kína standi frammi fyrir efnahagslegum timburmönnum, ekki síður en evruríkin.

Leiðarar

ESB smíðar refsivönd gegn Íslendingum vegna makrílveiðanna - strax ber að snúast til varnar

Sjávar­útvegs­ráðherrar Evrópu­sambandsríkjanna sitja á fundi í Brussel fimmtudaginn 15. desember. Framkvæmda­stjórn ESB hefur lagt fyrir þá tillögu að nýjum ESB-lögum um refsiaðgerðir gagnvart ríkjum utan sambandsins sem stunda að mati ESB ofveiði á fiski sem flakkar á milli lögsögu ESB og annarra ríkj...

Pistlar

Hin pólitíska lausn er enn ófundin á evru-svæðinu

Hér eru punktar sem ég hafði til hliðsjónar þegar ég flutti ræðu á fundi Heimssýnar í Háskóla Íslands fimmtudaginn 15. desember: Von Frakka og Þjóðverja um að þeim tækist að marka tímamót í umræðum um evruna og skuldavandann á evru-svæðinu á leiðtogafundinum í Brussel 8. og 9. desember er brostin...

Í pottinum

Evrusamkomulagið í uppnámi

Ekki er ein báran stök fyrir evruríkin. Tæpri viku eftir að samkomulag var gert á leiðtogafundinum í Brussel, sem átti að bjarga evrunni bendir margt til að samkomulagið sé að losna úr böndum og efnahagsástandið á evru­svæðinu fari versnandi. Í fyrsta lagi sýnir ný skoðanakönnun í Frakklandi, að meirihuti Frakka er andvígur niðurstöðum fundarins.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS