« 16. desember |
■ 17. desember 2011 |
» 18. desember |
Barroso: Danir halda evru-fyrirvara sínum þótt þeir gerist aðilar að evru-samningnum
Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB og José Manuel Barroso. forseti framkvæmdastjórnar ESB hafa fullvissað dönsk stjórnvöld um að fyrirvarar Dana gegn upptöku evru raskist ekki þótt Danir gerist aðilar að evru-samningnum. Dönsk stjórnvöld verði ekki krafin um að fylgja ákvæðum samningsins nema Danir taki upp evru.
Danskir og skoskir sjómenn lýsa megnri óánægju með veiðidagareglur ESB fyrir árið 2012
Forráðamenn sjómanna og útgerðarmanna í Skotlandi og Danmörku lýsa megnri óánægju með ákvarðanir um veiðiheimildir á árinu 2012 sem teknar voru á maraþon fundi sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna aðfaranótt laugardagsins 17. desember. Sjómannasamband Skotlands (The Scottish Fishermen’s Federation) se...
Lögfræðingar teknir til við að smíða nýja evru-samninginn - sveigjanleiki varðandi gildistöku
Ríkisfjármálasambandið sem Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti vilja að komið verði á fót til að tryggja framtíð evrunnar er tekið að færast í lögfræðilegan búning á grundvelli þess sem samþykkt var á leiðtogafundi ESB-ríkjanna 8. og 9. desember. Rætt er um að ríki ...
Breytingar á grísku ríkisstjórninni?-Deilur meðal ráðherra PASOK
Gríski vefmiðillinn ekathimerini segir í morgun að Papademos, forsætisráðherra hafi skýrt Papandreou, fyrrverandi forsætisráðherra frá því að hann kunni að gera breytingar á nýskipaðri ríkisstjórn sinni.
Írland: Verulegur samdráttur í efnahagslífi
Verulegur samdráttur varð í efnahagslífi á Írlandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs skv.
Fillon hringdi í Clegg til að „útskýra“ ummæli sín
Francois Fillon, forsætisráðherra Frakka, hringdi í Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Breta í gærkvöldi til að „útskýra“ ummæli sín og fleiri ráðherra í frönsku ríkisstjórninni um efnahagslega stöðu Bretlands.
Fitch: „Skiljanleg lausn“ á vanda evruríkja utan seilingar
Fitch, lánshæfismatsfyrirtækið bandaríska, segir að „skiljanleg lausn“ á vanda evruríkjanna sé utan seilingar bæði tæknilega og pólitískt. Fyrirtækið staðfesti í gær AAA mat á Frakklandi en með neikvæðum horfum, sem þýðir að matið kann að lækka innan tveggja ára. Fitch segir að skortur á fjárhagslegum bakhjarli evruríkjanna valdi áhyggjum.
Hreinskilni í Póllandi - afneitun á Íslandi
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, er einlægur stuðningsmaður Evrópusambandsins og hefur verið heiðraður sérstaklega fyrir hollustu sína við hugsjónina að baki því.
Um sæstrengi til aflflutnings á milli Íslands og Evrópu
„Eitthvað annað“ í umræðunni um atvinnusköpun á Íslandi hefur nú orðið sér rækilega til skammar, þar sem það hefur reynzt algerlega merkingarlaust og gagnslaust í framkvæmd. Því var aldrei ætlað annað hlutverk en að afvegaleiða umræðuna frá háu þjóðhagslegu notagildi stóriðju fyrir íslenzkt atvinnulíf.
Stofna Rússar nýtt efnahagsbandalag í austri?
Ef við reynum að horfa á þær sviptingar, sem hér standa yfir um tengsl Íslands við Evrópuríkin úr fjarlægð má kannski segja, að í þeim birtist að einhverju leyti leit okkar Íslendinga að nýjum stað í tilverunni eftir að hinu nána samstarfi við Bandaríkin lauk snemma á þessari öld.
Tekur Jóhanna Ágúst Einarsson til bæna?!
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur brugðizt illa við fréttum af brottflutningi fólks frá landinu og talið að þeir væru ekki meiri en í meðal árferði. Nú hefur Ágúst Einarsson, áhrifamaður í Samfylkingu komið fram á sjónarsviðið og upplýst að brottflutningur af landinu síðustu fjögur ár væri hinn mesti frá tímum vesturfaranna fyrir meira en hundrað árum.