« 19. desember |
■ 20. desember 2011 |
» 21. desember |
Forseti Þýskalands sætir þungri ágjöf vegna tengsla við auðmenn
Christian Wulff, forseti Þýskalands, á mjög í vök að verjast vegna ásakana um óeðlileg tengsl hans við fésýslumenn áður en hann var kjörinn forseti.
Tekjur bænda í Finnlandi lækka um 9,7% milli 2010 og 2011
Tekjur bænda í Finnlandi hafa minnkað um 9,7% milli áranna 2010/2011 samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta gerist á sama tíma og meðaltekjur bænda á evru-svæðinu hafa hækkað um 6,7% milli ára. Laun bænda innan ESB hækka mest í Rúmeníu um 43,7% og Ungverjalandi um 41,8% í Danmörku var hækkunin 20,2% en aðeins 2,1% í Svíþjóð og 4% í Bretlandi.
Advice-hópurinn skorar á ríkisstjórnina að taka Icesave-málið úr höndum Össurar Skarphéðinssonar
Advice-hópurinn, sem varð til þegar boðað var til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave III, telur „afar óæskilegt“ að Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra „sé ætlað forræði á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og jafnframt að gæta hagsmuna Íslands í Icesave málinu“. Skorara hópurinn á ríkisstjórnin...
ESB-þjóðaratkvæðagreiðsla í Króatíu 22. janúar 2012
Króatar greiða atkvæði um aðild að Evrópusambandinu 22. janúar 2012. Ivo Josipovic, forseti landsins, tilkynnti þetta í útvarpsviðtali þriðjudaginn 20. desember. Hann sagðist telja að tíminn ætti að duga ríkisstjórninni til að koma því til þjóðarinnar hve mikinn hag hún hefði af ESB-aðild. Niðurs...
Eva Joly gagnrýnir val á konu ársins í Frakklandi - segir hana ekki fyrirmynd kvenna
Anne Sinclair (63 ára), eiginkona Dominiques Strauss-Kahn, hefur verið tilnefnd kona ársins af frönskum kvennablaði. Eva Joly, forsetaframbjóðandi franskra græningja, mótmælir þessu vali.
Þýska ríkisstjórnin biðlar til Breta - lofar stuðningi við City of London
Þýska ríkisstjórnin leggur sig í líma við að virkja Breta sem mest innan ESB þrátt fyrir að George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, hafi mánudaginn 19. desember tilkynnt að þeir mundu ekki leggja fram 30 milljarða evra í framlag ESB-ríkjanna til Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta kemur fram á vef...
Mario Draghi: Meira en 730 milljarðar í skuldabréfum á gjalddaga fyrstu 3 mánuði 2012
Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði á fundi með þingmönnum á Evrópuþinginu í gær að þrýstingur á skuldabréfamarkaði yrði mikill ef ekki fordæmalaus á fyrsta fjórðungi nýs árs.
Osborne gefur RBS fyrirmæli um að draga úr alþjóðlegri starfsemi
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, hefur fyrirskipað Royal Bank of Scotland að draga úr alþjóðlegum viðskiptum og halda sig við heimaslóðir. Þetta kemur fram í brezkum blöðum í dag.
„Carry-trade“ blómstrar í viðskiptum með ítölsk og spænsk skuldabréf
Fjárfestingarsjóðir um heim allan kaupa nú spænsk og ítölsk ríkisskuldabréf í stórum stíl að sögn Daily Telegraph vegna þess, að þeir veðja á að bankar taki tilboði, sem Seðlabanki Evrópu hefur sett fram um þriggja ára lán með 1% vöxtum til þess að kaupa ríkisskuldabréf evruríkja. Blaðið segir að sjóðirnir ætli að hagnast á vaxtamun.
20 brezkir kaupsýslumenn: Bretar verða að eiga sæti við borðið í Brussel
Daily Telegraph birtir í dag bréf frá 20 kaupsýslumönnum, sem segja mikilvægt fyrir Breta að eiga sæti við borðið í Brussel, þegar mikilvægar ákvarðanir séu teknar og að 3 milljónir starfa í Bretlandi séu í húfi. Meðal þessara kaupsýslumanna eru Sir Richard Branson, sem ekki þarf að kynna, Sir Mike Rake, sem er stjórnarformaður British Telecom og Sir Martin Sorrel.
Ríkisstjórnin og málsvörn vegna Icesave fer alls ekki saman
Furðulegur ágreiningur er innan utanríkismálanefndar alþingis um hvor ráðherranna Össur Skarphéðinsson eða Árni Páll Árnason sé færari um um að gæta hagsmuna Íslands í Icesave-málinu í nýjum áfanga þess eftir að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað að skjóta því til EFTA-dómstólsins. Í stuttu máli er þeim hvorugum treystandi til að fara með hagsmuni þjóðarinnar í málinu.
Af hverju hefur Kína svona mikinn áhuga á Íslandi?
Þótt meira en tveir áratugir séu liðnir frá falli Berlínarmúrsins og lokum kalda stríðsins eru umbreytingar í kjölfar þess rétt að byrja. Fljótlega eftir þá atburði fóru að heyrast raddir i Washington um að ekki væri lengur ástæða til að hafa varnarlið á Íslandi, þótt það hyrfi ekki á braut fyrr en rúmum áratug síðar.
Gerir ESB Íslandi tilboð, sem það telur ekki hægt að hafna?
Þótt ný utanríkisstefna Íslands á 21. öldinni byggist í grundvallaratriðum á hagsmunum þjóðarinnar eins og þeir horfa við okkur nú hlýtur hún líka að taka mið af þeim hættum, sem kunna að steðja að sjálfstæði Íslands og þær hættur eru kannski fleiri en ætla mætti við fyrstu sýn. Fyrst ber að nefn...
Gylfi: „Enginn árangur í atvinnusköpun“-Hvað segir Jóhanna?
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ heldur áfram að vera vondur við ríkisstjórnina. Þetta fer að verða alvarlegt. Eru vinslit í vændum? Í Morgunblaðinu í dag upplýsir forseti ASÍ að það sem hann kallar „raunatvinnuleysi“ hafi ekkert minnkað á þremur árum. Hann segir að 21 þúsund störf hafi horfið af vinnumarkaði og ekki komið aftur.