« 22. desember |
■ 23. desember 2011 |
» 24. desember |
Gorbatsjov meðal ræðumanna á mótmælafundi í Moskvu
Mikhail Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er meðal þátttakenda í fjöldamótmælum.
Sarkozy skipar ráðherrum að taka sér stutt leyfi frá störfum og dveljast á heimaslóðum
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur gefið ráðherrum fyrirmæli um að taka sem styst leyfi frá störfum um jól og áramót að sögn Le Figaro.
Finnar: Vígbúnaður og hættan af Rússum til umræðu í forsetakosningabaráttunni
Umræður um öryggismál stöðu Finna gagnvart Rússum, Evrópusambandinu og NATO setja nokkurn svip á kosningabaráttuna sem nú er háð um finnska forsetaembættið. Síðustu daga hefur athygli beinst að hernaðarmætti Rússa og spurningunni um hvort hann sé að aukast í nágrenni Finnlands eða ekki.
Hækkun varð á fjármálamörkuðum í gær, nótt og í morgun nema í Japan, þar sem varð 0,77% lækkun í nótt. Evrópa opnaði í morgun með hækkun, London um 0,72%, Frankfurt með 0,69% og París með 1% hækkun.
Írskir ráðherrar gangast undir próf-Árangur í starfi mældur
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, ætlar að láta ráðherra sína gangast undir eins konar próf á ársafmæli ríkisstjórnarinnar í lok marz n.k. Þá eiga þeir að gera honum grein fyrir gerðum sínum á tilteknum sviðum. Forsætisráðherrann hefur sett upp deild innan forsætisráðuneytisins, sem hefur það ve...
Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands reynir, að sögn Daily Telegraph að bera klæði á vopnin í deilum brezkra og franskra ráðamanna. Hann segir að neikvæð ummæli franskra ráðherra í garð Breta hafi fallið í hita augnabliksins en að Osborne, fjármálaráðherra Breta hafi byrjað, þegar hann lýsti efasemdum um efnahagsstöðu Frakka.
Vaxandi bjartsýni um efnahagsþróun í Bandaríkjunum
Vaxandi bjartsýni er nú í Bandaríkjunum um efnahagshorfur á næsta ári að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú sé talið að efnahagskerfið komist í gegnum næsta ár án þess að fá nema smá skrámur vegna samdráttar í Evrópu. Vinnumarkaðurinn er að styrkjast og 3% hagvöxtur á ársgrundvelli var á síðasta fjórðungi ársins. Atvinnuleysi var 8,6% í nóvember, sem er minnsta atvinnuleysi í tvö og hálft ár.
Bandaríkin og ESB-ríkin stefna í ólíkar áttir
Bandaríkjamenn og ESB-ríkin hafa farið ólíkar leiðir í viðbrögðum við fjármálakreppunni. Bandaríkjamenn hafa lagt mikla áherzlu á að halda fjármálakerfinu gangandi og hafa beitt til þess ýmsum aðferðum, sem allar virðast hafa haft það að markmiði að tryggja nægilegt lausafé í umferð.
„Svona gera menn ekki“ - eða hvað ?
Er ekki ástæða til að óska ráðherrum, þingmönnum og æðstu embættismönnum til hamingju með að hafa fengið laun sín hækkuð á ný eftir að þau voru lækkuð í kjölfar hrunsins? Eða hvað? Einhverjir mundu segja, að forystumenn eigi fyrst að byrja á sjálfum sér þegar harðnar á dalnum og að fyrst eigi að bæta kjör annarra áður en röðin kemur að ráðandi öflum.