« 24. desember |
■ 25. desember 2011 |
» 26. desember |
David Cameron ber höfuð og herðar yfir keppinauta eftir að hann hafnaði aðild að evru-samningi
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, nýtur mun meiri vinsælda en keppinautar hans á hinum pólitíska vettvangi samkvæmt niðurstöðum ICM-könnunar fyrir The Guardian sem birt var á jóladag. 48% töldu að hann stæði sig vel í starfi en 43% voru öndverðrar skoðunar. Samkvæmt þessu er Cameron með fimm prósenstustig í plús þegar vinsældir hans eru metnar.
Lagarde áréttar skoðun sína um „hættuástand í efnahagsmálum“
Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við franska blaðið Journald du dimanche á jóladag að „hættuástand ríki í efnahagsmálum heimsins“. Hún hefur áður flutt slík varnaðarorð en telur nú að leiðtogafundur ESB 9. desember hafi ekki tekið ákvarðanir sem beinist nægileg...
Beðið fyrir Filippusi drottningarmanni í jólamessu konungsfjöldskyldunnar
Beðið var fyrir hertoganum af Edinborg, Filippusi (90 ára), prinsi, drottningarmanni í Bretlandi, við messu að morgni jóladags í Sandringham-setri konungsfjölskyldunnar í Norfolk. Hertoginn er í Papworth-sjúkrahúsi í Cambridgeskíri eftir hjartaþræðingu að kvöldi Þorláksmessu.
DT: Papandreou ein af hetjum ársins 2011
Brezka dagblaðið Daily Telegraph hefur valið Papandreou, fyrrum forsætisráðherra Grikklands, eina af hetjum ársins 2011. Hann hafi orðið fórnarlamb fjármálakreppunnar og þvingaður til að segja af sér en hafi tekið afstöðu með lýðræði. Papandreou hafi staðið frammi fyrir vaxandi kröfum um erfiðar aðh...
Skotland: Deilt um tímasetningu og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Stjórnvöld í London vilja ráða því, hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Skotlandi um sjálfstæði Skotlands. Skv. núgildandi lögum er þjóðaratkvæðagreiðsla, sem ákveðin er af skozka þinginu einungis ráðgefandi. Skv. stjórnskipunarlögum í Bretlandi verður lagalega bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla að fara fram skv. ákvörðunum stjórnvalda í London.
Hvað er „skrifstofa landstengiliðs“?!
Í frétt á RÚV um styrki frá Evrópusambandinu segir m.a.: „Skrifstofa landstengiliðs fær 270 milljónir til að annast samræmingu, stjórn og eftirlit merð framkvæmd IPA-aðstoðar“. Er til of mikils mælzt að þjóðin fái að vita hvað „skrifstofa landstengiliðs“ er?! Og af hverju þessi skrifstofa þ...