Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

Þriðjudagurinn 27. desember 2011

«
26. desember

27. desember 2011
»
28. desember
Fréttir

Grikkir vilja halda í evruna þrátt fyrir allt - óttast algjört hrun komi drakman aftur til sögunnar

Þrátt fyrir að efnahagur Grikklands sé í rúst eftir 10 ára aðild að evrunni nýtur myntin mikilla vinsælda meðal Grikkja sem óttast hrikalegar afleiðingar þess að drakman komi aftur til sögunnar. Stjórnmálamenn hamra á gildi evrunnar og allt að 80% Grikkja vilja halda í evruna. „Staða okkar innan ESB er ekki til umræðu,“ sagði Lucas Papademos, forsætis­ráðherra Grikklands, nýlega.

Andstaða gegn evru og hik stjórnvalda í ESB-ríkjum utan evru-svæðisins

Líkur á því að evru-ríkjum fjölgi á þessum áratug eru óljósar. Tveimur ESB-þjóðum, Bretum og Dönum, ber ekki að taka upp evru. Bretar standa utan áforma um nýjan evru-samning. Af þeim níu ESB-ríkjum sem standa utan evru-sambandsins er áhugi almennings á aðild lítill.

Áfengisauglýsingar í norsku sjónvarpi

Norðmenn búa sig nú undir að sýndar verði áfengisauglýsingar í sjónvarpi á norsku enda sendi stöðvarnar út frá útlöndum. Norska ríkis­stjórnin segir að hún muni ekki beita sér gegn ESB-tilskipun um þetta efni. Tilskipunin fellur undir EES-samninginn. Skoðanankönnun sem gerð var á vegum dagblaðsins Nationen sýnir að 55,4 svarenda telja að auglýsingarnar muni auka drykkjuskap.

Markaðir í Evrópu hækka

Markaðir hækkuðu við opnun í Evrópu í morgun. London hækkaði um 1,02%, Frankfurt um 0,36% og París um 0,38%. Hong Kong hafði líka hækkað við lokun snemma í morgun eða um 1,37%. Hins vegar lækkaði Japan um 0,46% og Shanghai um 1,04%.

Danmörk: Vinnuveitendur vilja núll-lausn í kjarasamningum

Nýir kjarasamningar eru framundan í Danmörku. Berlingske Tidende hefur rætt við um 230 vinnuveitendur og 82% þeirra vilja frekar átök á vinnu­markaði en fallast á launahækkanir og aðrar kostnaðarhækkanir. Um 74% vilja hafna kröfum um aukin framlög til endur- eða starfsmenntunar. Við viljum núll-lausn, segir einn vinnuveitandi í samtali við Berlingske.

Bretland: Stjórnvöld ræða gjaldeyris­höft falli evran

Brezk stjórnvöld búa sig nú undir hugsanlegt fall evrunnar að sögn Daily Telegraph í morgun en blaðið tekur fram, að sá undirbúningur snúist um að geta mætt verstu mögulegu aðstæðum. Kjarninn í slíkum aðgerðum af hálfu Breta væru gjaldeyris­höft.

Efnahagskerfi Brasilíu orðið stærra en hið brezka

Brasilía er orðin sjötta stærsta efnahagskerfi heims, eins og reyndar hefur áður komið fram á Evrópu­vaktinni, að væri að gerast og Bretland þar með fallið niður í sjöunda sæti. Brezk rannsóknar­stofnun, sem heitir Center for Economic and Business Research hefur birt töflur, sem sýna þetta að sögn BBC í morgun.

Leiðarar

Hreinskilni Piris - skinhelgi ESB-viðræðu­nefndar Íslands

Í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmála er vitnað í grein eftir Jean-Claude Piris sem um árabil leiddi lagaþjónustu ráðherraráðs ESB og átti ríkan þátt í því að unnt reyndist að bjarga Lissabon-sáttmálanum eftir að Frakkar og Hollendingar felldu hann í þjóðar­atkvæða­greiðslu í byrjun sumars 2005. Nú tel...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS