« 27. desember |
■ 28. desember 2011 |
» 29. desember |
Pútín snýst til varnar með mannabreytingum í Kremlarkastala
Vladimir Pútin, forsætisráðherra Rússlands, er tekinn til við að stokka upp í lykilstöðum af ótta við að andstæðingum hans sé að vaxa ásmegin og þá þurfi að taka öðrum tökum en til þessa.
Ráðamenn í Brussel og Washington lýsa áhyggjum á þróun stjórnarhátta í Ungverjalandi
Framkvæmdastjórn ESB og stjórnvöld í Washington hafa lýst áhyggjum vegna þróunar á stjórnarháttum í Ungverjalandi.
Vaxtakostnaður ítalska ríkisins snarlækkar í útboði
Vaxtakostnaður ítalska ríkisins við sölu á ríkisskuldabréfum lækkaði mikið miðvikudaginn 28. desember. Telja hinir bjartsýnu að það sé til marks um að spenna á fjármálamarkaði sé að minnka og nú sé farið að gæta áhrifa að aðhaldsaðgerðum Ítala í ríkisfjármálum. Seðlabanki Ítalíu sagði að meðalvexti...
Grikkland: Sala ríkiseigna á fulla ferð
Sala ríkiseigna og einkavæðing ríkisfyrirtækja er að komast á fullt að sögn ekathimerini í morgun. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að selja orkufyrirtæki, námufyrirtæki og kappreiðafyrirtæki og ennfremur ýmsar fasteignir. Sala á ofangreindu á að fara fram á fyrstu þremur mánuðum ársins. Næst á dagskrá eru ríkishappdrætti og flugvöllur.
Markaðir horfa til beggja átta-aðallega til lækkunar
Markaðir hafa horft til beggja átta síðasta sólarhring, aðallega þó til lækkunar. Fyrst í morgun varð lítilsháttar hækkun á sumum mörkuðum í Evrópu en síðan snerust þeir allir til lækkunar. Þannig hafði London lækkað um 0,05% kl.
Ítalía: Ávöxtunarkrafa á eftirmarkaði komin yfir 7%
Ávöxtunarkrafan á 10 ára ítölsk skuldabréf á eftirmarkaði er komin yfir 7% að sögn Financial Times í morgun. Í dag og á morgun selja Ítalir bréf fyrir yfir 20 milljarða evra og bíða markaðir spenntir eftir því hver krafan verður. Í dag og á morgun selja Ítalir sex mánaða bréf fyrir 9 milljarða og 2ja ára bréf fyrir 2,5 milljarða evra. Á morgun selja þeir 5-8 milljarða í sjö og 10 ára bréfum.
Bankar á evrusvæði: Lögðu 412 milljarða inn á 0,25% vöxtum-tóku 489 milljarða í lán á 1% vöxtum
Bankar á evrusvæðinu lögðu 412 milljarða evra inn á innlánsreikninga í Seðlabanka Evrópu, sem greiðir 0,25% vexti yfir jólin, sem er vísbending um spennu á markaði að sögn Financial Times, bankarnir þori ekki að lána hver öðrum í millibankaviðskiptum. Þessir innlánsreikningar hafa fyrst og fremst verið notaðir til að geyma umframfé að sögn blaðsins.
Engin pólitísk samstaða meðal evruríkja
Það er því miður fátt sem bendir til þess að evruríkin séu að ná tökum á vandamálum sínum en flest sem gefur til kynna, að umtalsverður samdráttur sé framundan á evrusvæðinu. Hvaða skoðun, sem fólk kann að hafa á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er ljóst að þetta eru vond tíðindi fyrir alla. Samdráttur í efnahagsmálum á evrusvæðinu mun hafa neikvæð áhrif á aðra.
Lífeyrissjóðirnir: Órofa samstaða verkalýðsforystu og vinnuveitenda!
Mikið óskaplega eru hagsmunahóparnir fyrirsjáanlegir! Nú kom Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ fram á sjónarsviðið í hádegisfréttum RÚV og mælti gegn lýðræði í lífeyrissjóðum. Þar með eru þeir komnir í eina sæng vinnuveitendur og verkalýðsforingjar í þeim málum.