Mánudagurinn 9. desember 2019

Föstudagurinn 30. desember 2011

«
29. desember

30. desember 2011
»
31. desember
Fréttir

Ungverska þingið hefur hótanir útlendinga að engu - samþykkir umdeild lög og stjórnar­skrárbreytingar

Ungverska þingið hafði alþjóðlegan þrýsting að engu og samþykkti föstudaginn 30. desember ný lög um Seðlabanka Ungverjalands og aðrar efnahagsaðgerðir. Ungverjum hafði verið hótað öllu illu yrði frumvarpið að lögum. „Enginn getur hlutast til um löggjafarstarf í Ungverjalandi, hvergi í veröldinni er...

Sænsku launþegasamstökin leggjast alfarið gegn aðild Svía að væntanlegum evru-samningi

Sér­fræðingar sænsku launþega­samtakanna, Thomas Janson, ráðgjafi TCO, bandalags opinberra starfsmanna, um ESB-málefni og Claes-Mikael Jonsson, lög­fræðingur LO, alþýðusambambandsins, leggjast alfarið gegn aðild Svía að væntanlegum evru-samningi. Þeir telja að hann muni auka hættu á atvinnuleysi og verri kjörum launamanna.

Dönsk stjórnvöld undir smásjá vegna forystu innan ESB - fylgislítil stjórn hjá fyrirvaraþjóð

Athygli beinist nú að dönskum stjórnvöldum og stöðu Dana innan Evrópu­sambandsins því að danska ríkis­stjórnin verður í forsæti innan Evrópu­sambandsins frá 1. janúar til 1. júlí. Í nýjasta hefti The Economist er vakin athygli á því hve lítilla vinsælda vinstri-stjórn Helle Thorning-Schmidt nýtur heima...

Ségolène Royal bregst hin versta við tilnefningu sem leiðinlegasti stjórnmálamaður Frakklands

Ségolène Royal, stjórnmálamaðurinn sem fer mest í taugarnar á Frökkum samkvæmt könnun á vegum vikuritsins VSD, eins og sagt hefur verið frá hér á Evrópu­vaktinni, hótar VSD málsókn vegna forsíðu með frétt um niðurstöðu könnunarinnar. Þar er fyrirsögn undir mynd af Royal: Þau eiga að fá kinnhest.

Skattheimta gengur illa í Grikklandi

Grikkjum gengur illa að innheimta tekjuskatt, virðisaukaskatt og tolla að sögn ekathimerini í morgun.

Sarkozy: Atvinnuöryggi tryggt með samkomulagi um launalækkun

Sarkozy Frakklands­forseti vinnur nú að því að halda atvinnuleysi í skefjum með því að hvetja til nýs samkomulags á milli vinnuveitenda, verkalýðs­félaga og ríkis­stjórnar en kjarni þess á að vera að fyrirtæki skuldbindi sig til að segja ekki upp fólki gegn því að verkalýðsfélög samþykki launalækkun á móti.

Markaðir hækka

Markaðir hafa hækkað síðasta sólarhringinn. Frankfurt opnaði í morgun með 0,30% hækkun og París með 0,42% hækkun. Hong Kong hækkaði í nótt um 0,8% og Japan um 0,67%. Dow Jones hækkaði í gær um 1,12% og Nasdaq um 0,92%.

BBC talar við hag­fræðinga: Samdráttur og erfiðleikar á evru­svæði á næsta ári

BBC leitaði álits 34 þekktra hag­fræðinga frá Bretlandi og öðrum Evrópu­ríkjum á stöðu mála í Evrópu. Flestir þeirra telja, að samdráttur verði í efnahagslífi Evrópu á næsta ári. Um 20% þeirra telja, að evru­svæðið geti ekki lifað í óbreyttri mynd.

Leiðarar

Erfitt ár framundan hjá Evrópu­sambandinu

Það er erfitt ár framundan hjá Evrópu­sambandinu og ekki ólíkegt að á næsta ári dragi til einhverra tíðinda í málefnum þess. Ekkert, sem evruríkin hafa gert til þessa hefur gengið upp. Grikkjum gengur illa að framkvæma þá skilmála, sem þeim hafa verið settir og fyrirsjáanlegt að harkan í lánardrottnum þeirra er svo mikil, að þeir verða ekki sveigjanlegir í samningum.

Í pottinum

Baráttan fyrir því að Jóhanna verði næst hófst með yfirlýsingu Össurar

Tímasetningin á viðtali Össurar Skarphéðinssonar við Viðskiptablaðið og yfirlýsingar hans þar um að Jóhanna Sigurðar­dóttir eigi að hætta fyrir næstu kosningar eru forvitnileg í ljósi áforma Jóhönnu og Steingríms J. um breytingar á ríkis­stjórn. Össur er að segja við Jóhönnu: Þú verður næst! Nú ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS