« 30. desember |
■ 31. desember 2011 |
» 1. janúar |
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og ráðgjafi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, sagði í hádegisfréttum RÚV á gamlársdag að það væri rétt hjá Jóhönnu að ríkisstjórnin hefði styrkt sig með með því að losna við tvo ráðherra enda hefði það verið tilgangur breytinganna. Nú deildu menn ekki um meginmál innan ríkisstjórnarinnar.
Angela Merkel: Evru-árið 2012 verður jafnvel erfiðara en árið 2011
Angela Merkel Þýskalandskanslari boðar í nýársávarpi sínu til þýsku þjóðarinnar að árið 2012 verði jafnvel erfiðara evru-ár en 2011, hinn 1. janúar 2012 fagnar evran tíu ára afmæli sínu. Ávarpið var tekið upp föstudaginn 30. desember en verður flutt í þýskum sjónvarpsstöðvum um kvöldmatarleyti á gam...
AGS: 50% afskriftir skulda duga Grikkjum ekki- annað hvort meiri afskriftir eða meiri lán
Wall Street Journal hefur eftir ónafngreindum starfsmanni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í dag, að 50% afskriftir á skuldum Grikkja dugi ekki til. Frá þessu er sagt á ekathimerini, sem segir að nýtt mat AGS sé að annað hvort verði að afskrifa meira af skuldum Grikklands en áður hafi verið ráðgert eða að önnur ESB-ríki veiti þeim meiri lán.
Salmond sannfærður um að Skotar velji sjálfstæði
Alex Salmond, forsætisráðherra heimastjórnar Skota segir í nýársávarpi til skozku þjóðarinnar, að hann sé sannfærður um að Skotar muni kjósa sjálfstæði og að árið 2012 muni marka enn frekari breytingar í umræðum um sjálfstæði.
Írland: Bankar nota 34 milljarða evra töp til að þurrka út 4 milljarða evra í skattaskuldum
Bankar á Írlandi geta notað 34 milljarða evra í uppsöfnuðum töpum á árunum 2007-2009 til að komast hjá að greiða 4 milljarða evra í skatta, sem á þá hafa verið lagðir.
FT: Evran kom verst út á árinu
Á árinu 2011 nam fall hlutabréfamarkaða í heiminum 6,3 trilljónum dollara, sem þurrkuðust út að sögn Financial Times i dag, sem segir að spurning sé um framtíð evrunnar. Í heild lækkuðu markaðir um 12,1% og verðmætti þeirra fór niður í 45,7 trilljónir dollara að sögn Bloomberg.
Spánn: Aukinn niðurskurður og skattur á hina efnameiri
Hin nýja ríkisstjórn hægri manna á Spáni hefur tilkynnt um frekari niðurskurð og skattahækkanir á næsta ári, sem nema 8,9 milljörðum evra. Þetta þýðir að samtals mun niðurskurður útgjalda á árinu 2012 nema um 16,5 milljörðum evra. Stefnt er að því að fjárlagahallinn fari í 4,4% á þvi ári og segja talsmenn ríkisstjórnarinnar að því markmiði verði náð, hvað sem á gangi.
Ríkisstjórn Íslands lagar sjálfa sig að skilyrðum ESB
Árið 2011 hefur einkennst af miklum átökum og spennu innan Evrópusambandsins vegna skuldakreppunnar á evru-svæðinu. Gífurlegum fjármunum hefur verið varið til að bjarga evru-samstarfinu og pólitískar fórnir hafa einnig verið færðar. Ríkisstjórnir hafa fallið í kosningum eða þeim hefur verið ýtt til hliðar.
Hefur Jóhanna enga stjórn á eigin heift?
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur ekki getað skrifað eitt orð í Morgunblaðið síðustu misseri án þess að veitast að öðrum ritstjóra blaðsins, Davíð Oddssyni. Í áramótagrein í blaðinu í dag segir Jóhanna: „Minnst af þessari jákvæðu þróun má þó lesa úr bölmóðsskrifum ritstjóra Morgunblaðsins.“