Sunnudagurinn 18. apríl 2021

Laugardagurinn 31. desember 2011

«
30. desember

31. desember 2011
»
1. janúar
Fréttir

Stjórnmálafræðiprófessor og ráðgjafi Jóhönnu telur hana og ríkis­stjórnina hafa styrkt sig við brottrekstur tveggja ráðherra

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og ráðgjafi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis­ráðherra, sagði í hádegisfréttum RÚV á gamlársdag að það væri rétt hjá Jóhönnu að ríkis­stjórnin hefði styrkt sig með með því að losna við tvo ráðherra enda hefði það verið tilgangur breytinganna. Nú deildu menn ekki um meginmál innan ríkis­stjórnar­innar.

Angela Merkel: Evru-árið 2012 verður jafnvel erfiðara en árið 2011

Angela Merkel Þýskalandskanslari boðar í nýársávarpi sínu til þýsku þjóðar­innar að árið 2012 verði jafnvel erfiðara evru-ár en 2011, hinn 1. janúar 2012 fagnar evran tíu ára afmæli sínu. Ávarpið var tekið upp föstudaginn 30. desember en verður flutt í þýskum sjónvarpsstöðvum um kvöldmatarleyti á gam...

AGS: 50% afskriftir skulda duga Grikkjum ekki- annað hvort meiri afskriftir eða meiri lán

Wall Street Journal hefur eftir ónafngreindum starfsmanni Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins í dag, að 50% afskriftir á skuldum Grikkja dugi ekki til. Frá þessu er sagt á ekathimerini, sem segir að nýtt mat AGS sé að annað hvort verði að afskrifa meira af skuldum Grikklands en áður hafi verið ráðgert eða að önnur ESB-ríki veiti þeim meiri lán.

Salmond sannfærður um að Skotar velji sjálfstæði

Alex Salmond, forsætis­ráðherra heima­stjórnar Skota segir í nýársávarpi til skozku þjóðar­innar, að hann sé sannfærður um að Skotar muni kjósa sjálfstæði og að árið 2012 muni marka enn frekari breytingar í umræðum um sjálfstæði.

Írland: Bankar nota 34 milljarða evra töp til að þurrka út 4 milljarða evra í skattaskuldum

Bankar á Írlandi geta notað 34 milljarða evra í uppsöfnuðum töpum á árunum 2007-2009 til að komast hjá að greiða 4 milljarða evra í skatta, sem á þá hafa verið lagðir.

FT: Evran kom verst út á árinu

Á árinu 2011 nam fall hlutabréfa­markaða í heiminum 6,3 trilljónum dollara, sem þurrkuðust út að sögn Financial Times i dag, sem segir að spurning sé um framtíð evrunnar. Í heild lækkuðu markaðir um 12,1% og verðmætti þeirra fór niður í 45,7 trilljónir dollara að sögn Bloomberg.

Spánn: Aukinn niðurskurður og skattur á hina efnameiri

Hin nýja ríkis­stjórn hægri manna á Spáni hefur tilkynnt um frekari niðurskurð og skattahækkanir á næsta ári, sem nema 8,9 milljörðum evra. Þetta þýðir að samtals mun niðurskurður útgjalda á árinu 2012 nema um 16,5 milljörðum evra. Stefnt er að því að fjárlagahallinn fari í 4,4% á þvi ári og segja talsmenn ríkis­stjórnar­innar að því markmiði verði náð, hvað sem á gangi.

Leiðarar

Ríkis­stjórn Íslands lagar sjálfa sig að skilyrðum ESB

Árið 2011 hefur einkennst af miklum átökum og spennu innan Evrópu­sambandsins vegna skuldakreppunnar á evru-svæðinu. Gífurlegum fjármunum hefur verið varið til að bjarga evru-samstarfinu og pólitískar fórnir hafa einnig verið færðar. Ríkis­stjórnir hafa fallið í kosningum eða þeim hefur verið ýtt til hliðar.

Í pottinum

Hefur Jóhanna enga stjórn á eigin heift?

Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, hefur ekki getað skrifað eitt orð í Morgunblaðið síðustu misseri án þess að veitast að öðrum rit­stjóra blaðsins, Davíð Oddssyni. Í áramótagrein í blaðinu í dag segir Jóhanna: „Minnst af þessari jákvæðu þróun má þó lesa úr bölmóðsskrifum rit­stjóra Morgunblaðsins.“

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS