Föstudagurinn 22. janúar 2021

Sunnudagurinn 1. janúar 2012

Fréttir

Ólafur Ragnar segir skilið við Bessastaði boðar nýtt upphaf á þjónustu í þágu hugsjóna sinna og fyrir þjóðina

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnt í nýársávarpi ínu 1. janúar 2012 að hann gæfi ekki kost á sér til setu á Bessastöðum að nýju. Hann sagðist telja að kröftum sínum í þágu þjóðar­innar yrði betur varið þegar skyldur þjóðhöfðingjans hvíldu ei lengur á herðum hans. Þá fengi hann „meira f...

ESB og evru-efasemdir setja svip á forsetakosningar í Finnlandi

Gengið verður til forsetakosninga í Finnlandi 22. janúar 2012 og í frétt AFP-fréttastofunnar segir að á lokadögum kosningabaráttunnar verði þess vart að frambjóðendur taki mið af vaxandi efasemdum um ágæti samstarfsins innan Evrópu­sambandsins. „Markalínur milli frambjóðendanna ráðast að verulegu le...

EL Pais: Ný ríkis­stjórn svíkur kosningaloforð um að skattar hækki ekki

Spænska dagblaðið El Pais segir í dag, að ný ríkis­stjórn Spánar hafi svikið kosningaloforð um að hækka ekki skatta. Talsmaður ríkis­stjórnar­innar segir að fyrrverandi ríkis­stjórn hafi ekki staðið við sitt og þess vegna hafi skattahækkun verið óhjákvæmileg.

Grikkland: Samaras útlokar frestun kosninga fram yfir páska

Antonis Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðis­flokksins í Grikklandi aftekur með öllu, að kosningar í Grikklandi fari ekki fram fyrr en eftir páska, eins og Evangelos Venizelos, fjármála­ráðherra, hefur lagt til.

Myntbandalagið: Fundahöld framundan-Merkel og Sarkozy hittast 9. janúar

Brezka sunnudagsblaðið Observer segir í dag, að framundan séu mikil fundahöld evruríkjanna og að Merkel og Sarkozy muni hittast hinn 9. janúar n.k. til þess að ræða framkvæmd samkomulags leiðtogafundarins í Brussel frá því snemma í desember. Síðan munu fjármála­ráðherrar ríkjanna koma saman til funda...

For­stjóri Standard Chartered: Líkur á að ríki yfirgefi myntbandalagið- martröð segir seðlabanka­stjóri Grikklands

Peter Sands, aðalfor­stjóri Standard Chartered, sem er einn af fimm stærstu bönkum í Bretlandi, segir í viðtali við Sunday Telegraph í dag, að tíðindi leiðtogafundar ESB-ríkjanna snemma í desember hafi verið þau, að þeim hafi ekki tekizt að komast að niðurstöðu um trúverðugar aðgerir til að leysa vanda evru­svæðisins og skapa forsendur fyrir hagvexti á svæðinu.

Í pottinum

Árna Páli var fórnað til að losna við Jón Bjarnason

Það er smátt og smátt að koma í ljós, að Árna Páli Árnasyni var fórnað til þess að losna við Jón Bjarnason úr ríkis­stjórn. Það hefur verið erfitt að festa hendur á rökum Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir því að reka Árna Pál úr ríkis­stjórn, þótt vitað sé að hann hafi einfaldlega ekki verið henni að skapi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS