Miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Laugardagurinn 7. janúar 2012

«
6. janúar

7. janúar 2012
»
8. janúar
Fréttir

Jón Bjarnason: Í íslenska viðræðuhópnum um sjávar­útvegsmál hefur verið ýjað að afsali forræðis á deili­stofnum til ESB

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið laugardaginn 7. janúar að formaður ESB-viðræðuhóps Íslands um sjávar­útveg (Kolbeinn Árnason) hafi ýjað að því „í viðræðu hér heima“ að íslensk stjórnvöld gæfu eftir til ESB rétt sinn til samninga um dei...

Enn er vegið að Þýskalandsforseta - sakaður um að leyna upplýsingum

Ekkert lát er á gagnrýni á Christian Wulff, forseta Þýskalands, fyrir framgöngu hans vegna eigin fjármála og samskipta við fjölmiðla. Boðað er til mótmæla við skrifstofu hans í Bellewue höll í Berlín og forystumenn stjórnar­andstöðunnar vega nú að honum.

Jón Bjarnason: ESB með hótanir um að tengja makríl- og aðildar­viðræður - þorði ekki annað en ákveða kvóta sjálfur fyrir 2012

Evrópu­sambandið hefur ítrekað viljað tengja saman makríldeiluna og ESB-aðildarviðræðunar að sögn Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra.

Spiegel: Seðlabanki Evrópu býr til peninga úr engu

Der Spiegel, þýzka vikuritið, lýsir stöðu efnahagsmála á Vesturlöndum með eftirfarandi hætti: 1. Bankar í Evrópu þurfa að endurgreiða 725 milljarða evra í lánum á þessu ári, þar af 280 milljarða á fyrsta ársfjórðungi. 2. Ítalía þarf að endurgreiða 300 milljarða evra í ár, þar af 160 milljarða ...

Evruríkin: Samdráttur í vergri landsframleiðslu 1,7% á síðasta fjórðungi 2011

Samdráttur varð í vergri landsframleiðslu evruríkjanna á síðasta fjórðungi 2011 og búizt við að hann haldi áfram en þó í minna mæli á fyrsta fjórðungi þessa árs. Frá þessu segir Wall Street Journal í dag, sem segir, að verg landsframleiðsla evruríkjanna hafi minnkað um 1,7% á síðustu þremur mánuðum síðasta árs.

16,4 milljónir atvinnulausar á evru­svæðinu-23,7 milljónir innan ESB

Um 16,4 milljónir manna eru nú atvinnulausar á evru­svæðinu og 23,7 milljónir í aðildarríkjum ESB. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat að sögn Guardian í morgun. Í Grikklandi er atvinnuleysið 18,8% og á Spáni 22,9%. Hins vegar fer atvinnuleysi í Þýzkalandi minnkandi og hefur lækkað úr 9,1% í ...

DT: Auðmenn kaupa áhrif og aðgang að stjórnmálamönnum

Brezkur almenningur telur, að auðmenn kaupi sér aðgang að stjórnmálamönnum með fjárframlögum til flokka, segir Sir Christopher Kelly, sem er formaður Committee on Standards in Public Life í Bretlandi, í samtali við Daily Telegraph í dag. Hann segir, að sú staðreynd, að fólk skynji samskipti auðmanna og stjórnmálamanna með þessum hætti dragi úr trausti til stjórnkerfisins í Bretlandi.

Bandaríkin: Minnkandi atvinnuleysi-störfum fjölgar

Atvinnuleysi fer minnkandi í Bandaríkjunum skv. nýjum tölum, sem birtar voru í gær og störfum fjölgar. Reuters segir, að í desember hafi orðið til 200 þúsund ný störf vestra en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 150 þúsund nýjum störfum i þeim mánuði.

Leiðarar

Jón Bjarnason, VG, ESB og trúverðugleikinn

Hinn 30. nóvember 2011 birtist eftirfarandi yfirlýsing sem auglýsing í dagblöðum landsins og rituðu 118 manns undir hana: „Jóhanna Sigurðar­dóttir og Samfylkingin gera nú þá kröfu á hendur VG að Jón Bjarnason, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, víki úr ríkis­stjórninni. Við undirrituð, stuðni...

Í pottinum

Hrópandi þögn RÚV um sjónarmið Jóns Bjarnasonar

Á dögunum birti fréttastofa RÚV furðufrétt þegar hún tók sér fyrir hendur að sanna fyrir sjálfri sér og öðrum að hvorki hefði verið varið miklu fé til ESB-aðildarviðræðna né ynnu margir stjórnar­ráðsmenn að viðræðunum.

Á Guðmundur Steingrímsson sér „bjarta framtíð“?

Á árunum fyrir hrun óx upp kynslóð, sem virtist telja, að hægt væri að búa til veruleika með svokölluðum PR-aðferðum og auglýsingum. Það er þessi kynslóð, sem ræður ferðinni hjá þeim, sem berjast fyrir aðild Íslands að Evrópu­sambandinu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS