Föstudagurinn 13. desember 2019

Þriðjudagurinn 10. janúar 2012

«
9. janúar

10. janúar 2012
»
11. janúar
Fréttir

Aðstoðar­seðlabanka­stjóri: Reynslan af samstarfi við AGS sýnir að Ísland mundi dafna vel undir aga evru-aðildar - án hennar ber að efla innri aga

Samstarf Íslands við Alþjóða­gjaldeyris­sjóðinn (AGS) eftir bankahrunið 2008 bendir til þess að mati aðstoðar­banka­stjóra Seðlabanka Íslands að „landið mundi dafna vel“ undir þeim „aga“ sem fælist í aðild að gjaldmiðilsbandalagi, það er með evru-aðild.

Viðbrögð Merkel við skattatillögu Sarkozys stefnir stjórn Þýskalands í hættu

Angela Merkel Þýskalandskanslari verður að tryggja að fjármagnsfærsluskatturinn sem Nicolas Sarkozy Frakklands­forseti vill að komi til sögunnar verði tekinn upp í öllum ESB-ríkjunum. Þetta er krafa frjálsra demókrata sem mynda meirihluta með Merkel í þýska þinginu og ráða örlögum þýsku ríkis­stjórnar­innar.

Danmörk: 5000 missa vinnuna komi fjármagnsfærsluskattur til sögunnar - stjórnin á móti skattinum

Danska blaðið Børsen segir þriðjudaginn 10. janúar að hugsanlega missi 440.000 manns vinnuna í Frakklandi og Þýskalandi komi til þess að lagður verði á fjármagnsfærsluskattur eins og Nicolas Sarkozy Frakklands­forseti krefst. Vitnar blaðið í töldu frá ESB máli sínu til stuðnings. Í greinargerð framk...

Norskur greiningar­stjóri: Evran er dæmd til að hrynja fyrr eða seinna

Lars H. Mikelsen, greiningar­stjóri hjá norska verðbréfa­fyrirtækinu Norcap, segir að evran sigli um koll fyrr en síðar. Nokkrar leiðir séu færar til að losna úr evru-samstarfinu þótt evrópskir stjórnmálamenn vilji helst ekki ræða þær. „Stjórnmála-elítan heldur áfram að segja “evrunni verður að bjarg...

Grikkland: Lög um launalækkun til umræðu

Hugsanleg lög um lækkun lágmarkslauna og afnám 14 mánaðar greiðslu voru til umræðu á fundi Papademos, forsætis­ráðherra Grikklands og Samaras, leiðtoga Nýja lýðræðis­flokksins á fundi í gær. Samaras er andvígur slíkri lagasetningu og telur, að það eigi að vera samningamál á milli vinnuveitenda og verkalýðs­félaga, hvort grípa eigi til slíkra aðgerða.

Allir markaðir hækka

Allir hlutabréfa­markaðir stefna nú upp á við. London hækkaði í morgun um 0,92%, Frankfurt um 1,26% og París um 1,46%. Dow Jones hækkaði í gær um 0,26% og Nasdaq um 0,09%. Hong Kong hækkaði í nótt um 0,73%, Japan um 0,38% og Shanghai um 2,69%.

Fjárfestar borga fyrir að fá að kaupa þýzk skulda­bréf

Fjárfestar borga nú peninga til að fá að geyma peninga sína í þýzkum skulda­bréfum. Þjóðverjar buðu út í gær skammtíma­bréf fyrir 3,9 milljarða evra.

Ágreiningur um fjármálaskatt milli Merkel og Sarkozy

Ágreiningur virðist kominn upp á milli Merkel og Sarkozy um fjármálaskattinn. Merkel segir, að hún persónulega styðji skattinn en ágreiningur sé um hann innan ríkis­stjórnar hennar. Sarkozy hefur gert það að forgangsverkefni að koma slíkum skatti á. Daily Telegraph segir að skatturinn valdi vaxandi sundrungu á milli Merkel og Sarkozy.

Leiðarar

Tékkneski utanríkis­ráðherrann sannar blekkingariðju Össurar

Hér á síðunni birtist í gær kafli úr viðtali þýska blaðsins Der Spiegel við Karl Fürst zu Schwarzenberg er utanríkis­ráðherra Tékklands. Hann gagnrýnir ráðamenn í ESB-ríkjum fyrir þröngsýni, lýsir andúð smáríkja á yfirgangi Þjóðverja og Frakka og varar Þjóðverja við að fyllast mikilmennskubrjálæði í varðstöðu sinni um evruna.

Pistlar

Bölvun eða blessun íslensku krónunnar rædd á vegum ASÍ

Eftir fund Alþýðu­sambands Íslands (ASÍ) að morgni þriðjudags 10. janúar um krónuna, hvort hún sé bölvun eða blessun, hefur skýrst að Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lítur á baráttu fyrir upptöku evru sem leið til að draga athygli frá ábyrgð verkalýðsforystunnar á hag­stjórn hér á landi undanfarin ár...

Í pottinum

Evru-sinni kvartar undan meðferð RÚV á krónufundi ASÍ - undur og stórmerki

Enginn fjölmiðill hefur sagt eins ítarlega frá fundi ASÍ um íslensku krónuna hinn 10. janúar og Evrópu­vaktin. Hér hefur bæði birst pistill um fundinn og löng frétt um erindi Arnórs Sighvatssonar aðstoðar­seðlabanka­stjóra. Guðmundur Gunnarsson, verkalýðsforingi og ákafur ESB-aðildarsinni, tekur RÚV ...

Nýtt vandamál VG: Er Steingrímur J. útvalinn til að bjarga Íslandi?

Borgar­stjórn Reykjavíkur hefur skyndilega vaknað til lífsins vegna deilna um snjómokstur og hálkueyðingu. Samfylkingin er upptekin við umræður um það hvenær Jóhanna á að hætta. Á hún að hætta í vor, í haust eða um áramót? Vinstri grænir eru sem fyrr uppteknir við innri vandamál sín.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS