« 9. janúar |
■ 10. janúar 2012 |
» 11. janúar |
Samstarf Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) eftir bankahrunið 2008 bendir til þess að mati aðstoðarbankastjóra Seðlabanka Íslands að „landið mundi dafna vel“ undir þeim „aga“ sem fælist í aðild að gjaldmiðilsbandalagi, það er með evru-aðild.
Viðbrögð Merkel við skattatillögu Sarkozys stefnir stjórn Þýskalands í hættu
Angela Merkel Þýskalandskanslari verður að tryggja að fjármagnsfærsluskatturinn sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti vill að komi til sögunnar verði tekinn upp í öllum ESB-ríkjunum. Þetta er krafa frjálsra demókrata sem mynda meirihluta með Merkel í þýska þinginu og ráða örlögum þýsku ríkisstjórnarinnar.
Danmörk: 5000 missa vinnuna komi fjármagnsfærsluskattur til sögunnar - stjórnin á móti skattinum
Danska blaðið Børsen segir þriðjudaginn 10. janúar að hugsanlega missi 440.000 manns vinnuna í Frakklandi og Þýskalandi komi til þess að lagður verði á fjármagnsfærsluskattur eins og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti krefst. Vitnar blaðið í töldu frá ESB máli sínu til stuðnings. Í greinargerð framk...
Norskur greiningarstjóri: Evran er dæmd til að hrynja fyrr eða seinna
Lars H. Mikelsen, greiningarstjóri hjá norska verðbréfafyrirtækinu Norcap, segir að evran sigli um koll fyrr en síðar. Nokkrar leiðir séu færar til að losna úr evru-samstarfinu þótt evrópskir stjórnmálamenn vilji helst ekki ræða þær. „Stjórnmála-elítan heldur áfram að segja “evrunni verður að bjarg...
Grikkland: Lög um launalækkun til umræðu
Hugsanleg lög um lækkun lágmarkslauna og afnám 14 mánaðar greiðslu voru til umræðu á fundi Papademos, forsætisráðherra Grikklands og Samaras, leiðtoga Nýja lýðræðisflokksins á fundi í gær. Samaras er andvígur slíkri lagasetningu og telur, að það eigi að vera samningamál á milli vinnuveitenda og verkalýðsfélaga, hvort grípa eigi til slíkra aðgerða.
Allir hlutabréfamarkaðir stefna nú upp á við. London hækkaði í morgun um 0,92%, Frankfurt um 1,26% og París um 1,46%. Dow Jones hækkaði í gær um 0,26% og Nasdaq um 0,09%. Hong Kong hækkaði í nótt um 0,73%, Japan um 0,38% og Shanghai um 2,69%.
Fjárfestar borga fyrir að fá að kaupa þýzk skuldabréf
Fjárfestar borga nú peninga til að fá að geyma peninga sína í þýzkum skuldabréfum. Þjóðverjar buðu út í gær skammtímabréf fyrir 3,9 milljarða evra.
Ágreiningur um fjármálaskatt milli Merkel og Sarkozy
Ágreiningur virðist kominn upp á milli Merkel og Sarkozy um fjármálaskattinn. Merkel segir, að hún persónulega styðji skattinn en ágreiningur sé um hann innan ríkisstjórnar hennar. Sarkozy hefur gert það að forgangsverkefni að koma slíkum skatti á. Daily Telegraph segir að skatturinn valdi vaxandi sundrungu á milli Merkel og Sarkozy.
Tékkneski utanríkisráðherrann sannar blekkingariðju Össurar
Hér á síðunni birtist í gær kafli úr viðtali þýska blaðsins Der Spiegel við Karl Fürst zu Schwarzenberg er utanríkisráðherra Tékklands. Hann gagnrýnir ráðamenn í ESB-ríkjum fyrir þröngsýni, lýsir andúð smáríkja á yfirgangi Þjóðverja og Frakka og varar Þjóðverja við að fyllast mikilmennskubrjálæði í varðstöðu sinni um evruna.
Bölvun eða blessun íslensku krónunnar rædd á vegum ASÍ
Eftir fund Alþýðusambands Íslands (ASÍ) að morgni þriðjudags 10. janúar um krónuna, hvort hún sé bölvun eða blessun, hefur skýrst að Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lítur á baráttu fyrir upptöku evru sem leið til að draga athygli frá ábyrgð verkalýðsforystunnar á hagstjórn hér á landi undanfarin ár...
Evru-sinni kvartar undan meðferð RÚV á krónufundi ASÍ - undur og stórmerki
Enginn fjölmiðill hefur sagt eins ítarlega frá fundi ASÍ um íslensku krónuna hinn 10. janúar og Evrópuvaktin. Hér hefur bæði birst pistill um fundinn og löng frétt um erindi Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra. Guðmundur Gunnarsson, verkalýðsforingi og ákafur ESB-aðildarsinni, tekur RÚV ...
Nýtt vandamál VG: Er Steingrímur J. útvalinn til að bjarga Íslandi?
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur skyndilega vaknað til lífsins vegna deilna um snjómokstur og hálkueyðingu. Samfylkingin er upptekin við umræður um það hvenær Jóhanna á að hætta. Á hún að hætta í vor, í haust eða um áramót? Vinstri grænir eru sem fyrr uppteknir við innri vandamál sín.