Sunnudagurinn 17. febrúar 2019

Miðvikudagurinn 11. janúar 2012

«
10. janúar

11. janúar 2012
»
12. janúar
Fréttir

Bandarískur hagfræðiprófessor segir húsnæðisbólu í Noregi við að springa

Robert Shiller prófessor við Yale-háskóla í Bandaríkjunum og einn áhrifamesti hag­fræðingur heims eftir að spáði réttilega um hrun á tölvu­markaði og húsnæðis­markaðarins í Bandaríkjunum segir að húsnæðis­markaður í Noregi líkist blöðru sem bíði þess að springa. Bandaríski fræðimaðurinn flutti varnaðarorð sín um Noreg eftir að hafa kynnt sér 35% hækkun á íbúðar­markaði á síðustu fimm árum.

Danska ríkis­stjórnin í þröngri stöðu innan ESB - vegna ágreinings ESB-ríkja og veikrar stöðu meðal almennings

Danska ríkis­stjórnin þarf að feta þröngt einstigi þegar hún fer með pólitíska forystu innan Evrópu­sambandsins til 1. júlí 2012. Hún þarf annars vegar að sinna því sem ráðherrar hennar kalla brúarsmíði milli evru-ríkja og ekki-evru-ríkja innan ESB og hins vegar að gæta að eigin meirihluta í danska þi...

Brottvísunum útlendinga fjölgar jafnt og þétt í Frakklandi - harkan eykst á kosningaári

Claude Guéant, innanríkis­ráðherra Frakka, kynnti þriðjudaginn 10. janúar hertar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum í Frakklandi og fagnaði jafnframt góðum árangri við brottvísanir þeirra á árinu 2011. Hann sagði að stefnt væri að því að reka 35.000 úr landi á árinu 2012. Í fjölmiðlum er þetta set...

Khodorkovsky: Fangavistin hefur breytt mér-met ekki málefni út frá fjárhagslegum sjónarmiðum-annað skiptir meira máli

Helsingin Sanomat birtir í dag viðtal við Mikhail Khodorkovsky, rússneska viðskiptajöfurinn, sem var handtekinn og settur í fangelsi fyrir allmörgum árum. Blaðið segir að spurningar hafi verið sendar til ritara Khodorkovsky og svör hans borizt þaðan. Ómögulegt sé að segja til um hvort þau hafi verið ritskoðuð af rússneskum yfirvöldum.

Bretland: Stefnir í stórátök milli London og Edinborgar um þjóðar­atkvæða­greiðslu um sjálfstæði Skota

Nú stefnir í stórátök á milli ríkis­stjórnar Bretlands og heima­stjórnar Skota um hvort þjóðar­atkvæða­greiðsla um sjálfstæði Skotlands fari fram á næsta ári eða árinu 2014. Alex Salmond, forsætis­ráðherra heima­stjórnar Skota segir að þjóðar­atkvæða­greiðslan fari fram haustið 2014 og að umboð skozkra þjóð...

Lítilháttar lækkun í Evrópu

Eitthvað er krafturinn þverrandi í hluta­bréfamörkuðum í Evrópu í morgun. Um kl.

Mafían er orðin stærsti banki Ítalíu-blómstrar í fjármálakreppunni

Mafían er orðin aðalbanki Ítalíu skv. nýrri skýrslu, sem birt var í Ítalíu í gær og Reuters-fréttastofan segir frá í dag. Fjármálakreppan á evru­svæðinu hefur orðið til þess að mafían hefur hert tök sín á viðskiptalífi landsins. Okurlánastarfsemi mafíunnar ásamt tilheyrandi afleiðingum hefur skapað neyðarástand meðal þjóðar­innar að mati skýrsluhöfunda.

Leiðarar

Sjálfstæðis­barátta Skota komin á nýtt stig

Sjálfstæðis­barátta Skotlands er að færast á nýtt stig. Stórátök eru hafin á milli stjórnvalda í London og heima­stjórnar Skota um hvor aðilinn hafi forræði á þjóðar­atkvæða­greiðslu um sjálfstæði Skotands.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS