« 13. janúar |
■ 14. janúar 2012 |
» 15. janúar |
Málgagn Páfagarðs gagnrýnir ákvörðun S&P - segir tímasetninguna „grunsamlega“
Í Osservatore Romano.málgagni Páfagarðs, var laugardaginn 14. janúar lýst efasemdum um réttmæti þess að matsfyrirtækið Standard og Poor‘s veldi þennan tíma núna til að lækka lánshæfiseinkunn níu evru-ríkja. Í forsíðugrein undir fyrirsögninni „Grunsamleg tímasetning“ harmaði opinbert málgagn Páfag...
ESB-kynningarátak í breskum skólum vekur gagnrýni - ESB hafnar ásökunum um að stunda áróður
Gagnrýnt er í Bretlandi að ESB reyni að vinna sig í álit hjá skólabörnum með því að dreifa áróðursefni í skólastofum. Meðal annars hefur bláum pennaveskjum með 12 gylltum stjörnum verið dreift í skólum um landið.
Risið á Sarkozy og Frökkum lækkar - kröfur um „nevru-svæði“ aukast
Lækkunin á lánshæfiseinkunn Frakklands hefur dýpkað gjána á milli norður og suður hluta Evrópu. Pólitísk staða Frakklands veikist en Þjóðverjar eflast í foryustusæti sínu innan evru-svæðisins. Þeir styrkja því enn stöðu sína við töku ákvarðana um framtíð evrunnar.
Forsætisráðherra Frakka: Stjórnin heldur sínu striki - lánshæfiseinkunn lækkuð vegna evru-vandans
François Fillon, forsætisráðherra Frakka, hefur gripið til varna fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnar sinnar eftir að matsfyrirtækið Standard og Poor‘s lækkaði einkunn hennar og lánshæfismat Frakklands 13. janúar 2012. Hann sagði að ríkisstjórnin mundi vinna áfram að umbótum og lækkun skulda. BBC se...
Jean-Claude Piris, fyrrverandi forstöðumaður lagasviðs ráðherraráðs ESB, hefur varað við því að evru-samningurinn (+fiscal compact+ eins og hann er nefndur á ensku) sem er í smíðum dugi ekki til að leysa úr fjármálakreppunni. „Þetta litla skjal sem nú er til umræðu er skref í rétta átt en dugar ekki til að leysa vandann.
Finnland: Aukið kynþáttahatur til umræðu í forsetakosningum
Hefur kynþáttahatur aukizt í Finnlandi? Þetta er spurning, sem nú er til umræðu í finnsku forsetakosningunum, sem fram fara á sunnudag eftir viku. Timo Soini, frambjóðandi Sannra Finna hefur verið beðinn að útskýra afstöðu sína til skoðana, sem einstakir þingmenn í flokki hans hafa sett fram og taldar eru til rasisma. Soini telur að kynþáttahatur hafi ekki aukizt í Finnlandi.
Grískir bankar leita að 15 milljörðum evra í nýju fé
Bankar í Grikklandi þurfa að finna 15 milljarða evra til að efla eiginfjárstöðu sína skv. nýrri skýrslu, sem ekathimerini segir frá í dag. Vefmiðillinn segir, að grísku bankarnir ætli að selja fasteignir, dótturfyrirtæki og jafnvel lánapakka til þess að uppfylla kröfur um betri eiginfjárstöðu.
Brotthvarf Skota kallar á breytingar segir fyrsti ráðherra Wales
Hugsanlegt sjálfstæði Skotlands er þegar farið að hafa áhrif á önnur aðildarríki Hins Sameinaða Konungdæmis á Bretlandseyjum. Þannig hefur Carwyn Jones, fyrsti ráðherra í heimastjórn Wales sagt, að yfirgefi Skotland sambandsríkið verði að koma fram breytingum til þess að koma í veg fyrir að Englendingar verði allsráðandi innan þess.
Hlutabréf féllu-evran lækkaði-fjárhagsgeta neyðarsjóðs minnkar-áfall fyrir Sarkozy
Hlutabréf féllu í verði og gengi evrunnar lækkaði í kjölfar frétta um lækkað lánshæfismat Frakklands og fleri evruríkja í gær. Sú ákvörðun veikir evruna og dregur úr möguleikum ESB til að koma til aðstoðar evruríkjum, sem eru í fjárhagsvanda.
Lántökukostnaður Ítala hækkar á ný
Ekki varð framhald á góðri útkomu á sölu ítalskra ríkisskuldabréfa í fyrradag, fimmtudag í sambærilegu útboði Ítala í gær, föstudag, að því er fram kemur á Reuters í dag.
Evru-vandinn eykst - ráðalausir ESB-ráðamenn
Lengi hefur legið í loftinu að bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor´s íhugaði að lækka lánshæfiseinkunn Frakklands og ýmissa annarra evru-ríkja.
Evrusvæðið er verst staddi sjúklingurinn í hagkerfi heimsins, og nú er komið í ljós, að sjúkleiki Frakklands mun hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir evrusvæðið. Standard og Poors´s hafa boðað lækkun lánshæfismats Frakklands um eitt stig, og líklegt er, að önnur lánshæfisfyrirtæki sigli í kjölfarið.
Hvað varð um „opna og gagnsæja“ stjórnsýslu?
Morgunblaðið hefur síðustu tvo daga verið að skýra frá skýrslu um Vaðlaheiðargöng, sem gerð var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands en hefur ekki farið hátt. Fyrr í vikunni birti blaðið upplýsingar frá fjármálaráðuneyti, sem tekið hafði tvö ár að knýja fram.