« 14. janúar |
■ 15. janúar 2012 |
» 16. janúar |
Segir frú Thatcher ekki hafa þekkt David Cameron forsætisráðherra
Margaret Thatcher „áttaði sig ekki á því“ hver David Cameron er þegar minnst var á forsætisráðherrann í kvöldverði að sögn Jonathans Aitkens, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins. Þetta kemur heim og saman við lýsinguna sem gefin er af frú Thatcher í kvikmyndinni The Iron Lady, Járnfrúin, þar sem Meryl Streep leikur hana.
Fáni ESB brenndur í Búdapest - krafist úrsagnar vegna ofríkis frá Brussel
Nokkur þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, laugardaginn 14. janúar undir forystu Jobbik-flokksins sem er lengst til hægri á væng stjórnmálanna. Tveir þingmenn flokksins kveiktu í fána Evrópusambandsins fyrir framan skrifstofu þess í borginni. Mannfjöldinn kr...
Ákveða verður aðferð við aðild Englands og Skotlands að ESB komi til sjálfstæðis Skotlands
Bretar yrðu að semja um aðild sína að ESB að nýju ef Skotar ákveða að stofna eigið ríki segir háttsettur embættismaður innan ESB við AFP-fréttastofuna samkvæmt því sem segir í frétt hennar sunnudaginn 15. janúar. Aðrir eru annarrar skoðunar og telja að unnt sé að skilja á milli ríkjanna og síðan sa...
Í blaðinu Sunday Telegraph 15. janúar segir að könnun blaðsins á afstöðu kjósenda á Englandi og í Skotlandi til þess hvort Skotar skuli hljóta sjálfstæði valdi bæði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Alex Salmond, forsætisráðherra Skotlands, heilabrotum. Minnt er á að David Cameron hafi ...
Norðmenn kaupa 56 F35 orustuþotur-deilt um staðsetningu-Verður Bodö lokað?
Norðmenn ætla að verja sem svarar til 7 milljarða evra í að kaupa 56 nýjar F35 orustuþotur frá Lockheed-verksmiðjunum. F35 er ný tegund af orustuþotum og ætlar bandaríski flugherinn að kaupa um 2500 slíkar.
Finnar fækka í hernum og vilja losna við skotvopn
Finnski herinn er í vandræðum með að losna við mikið magn af ónotuðum skotvopnum, sem hann þarf ekki lengur á að halda. Sá herafli, sem Finnar geta nú kallað til er um 350 þúsund manns en verður skorinn niður í 250 þúsund manns. Af þeim sökum þurfa Finnar ekki á að halda um 100 þúsund skotvopnum í þeirra eigu og rætt um hvort eigi að selja þau eða eyðileggja og selja sem brotajárn.
Papandreou: Þingkosningar í apríl-nýr leiðtogi PASOK kjörinn í marz
Papandreou, leiðtogi PASOK, gríska sósíalistaflokksins og fyrrum forsætisráðherra, kvaðst á fundi flokksráðs PASOK síðdegis í gær gera ráð fyrir þingkosningum i Grikklandi síðari hluta aprílmánaðar og hvatti til þess að nýr leiðtogi flokksins yrði kjörinn í marz eftir að endanlegir samningar hefðu náðst við lánardrottna Grikklands.
Alistair Darling varar Skota við sjálfstæði
Alistair Darling, fyrrum fjármálaráðherra Breta og einn af forystumönnum Verkamannaflokksins hefur nú gengið í lið með þeim, sem mæla gegn sjálfstæði Skotlands og segir að Skotar mundu taka mikla áhættu með því að taka slíka ákvörðun, sem hann líkir við fjárhættuspil.
Fáránlegar auglýsingar Gingrich auka fylgi við Romney í prófkjöri repúblíkana
Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af þeim sem nú leitar eftir stuðningi til forsetaframboðs á vegum repúblíkana, er líklega sá sem lagt hefur mest af mörkum undanfarið til að auka fylgi keppinautar síns Mitts Romneys.
Afsögn Jóhönnu: Ekki hvort heldur hvenær
Flokksstjórnarfundar Samfylkingar síðar í þessum mánuði er beðið með nokkurri eftirvæntingu en þar verður rætt um tillögu, sem fram kom á fundi flokksstjórnar undir lok desember um að efna til nýs landsfundar í vor og kjósa þar nýja forystu. Þeirri tillögu var vísað til framkvæmdastjórnar flokksins, sem eins og við var búizt telur ekki ástæðu til að efna til landsfundar í vor.