« 22. janúar |
■ 23. janúar 2012 |
» 24. janúar |
Lagarde hvetur ESB-ríkin til markvissari aðgerða í þágu evrunnar
Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur hvatt ESB til að ráðast á markvissari hátt en til þessa gegn skuldavandanum. Hún segir að kreppan á evru-svæðinu valdi ekki aðeins vandræðum í Evrópu.
Schäuble: Á mörkuðum eru menn teknir til við að sýna evru-svæðinu traust að nýju
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að þess sjáist nú merki að á fjármálamörkuðum vaxi traust manna að nýju í garð evru-svæðisins.
Aðeins 44% kjörsókn í ESB-þjóðaratkvæðagreiðslu í Króatíu - langt í næstu stækkun ESB segir NYT
Innan við við helmingur kjósenda í Króatíu, 44%, tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild landsins að Evrópusambandinu sunnudaginn 22. janúar. Stephen Castle, fréttari The New York Times í Brussel, segir í frétt um úrslit atkvæðagreiðslunnar, þar sem 66% sögðu já en 33% nei, að þess verði langt ...
Uppstokkun hjá Blackberry - 75% lækkun á hlutabréfum árið 2011
Tveimur forstjórum Research in Motion (RiM), Mike Lazaridis og Jim Balsillie, hefur verið sagt upp störfum. Fyrirtækið var brautryðjandi í gerð snjallsíma með Blackberry en hélt ekki í við tækniframfarir.
Danmörk: Dreifbýlið deyr ef „gráðugt stórkapítal“ fær að kaupa sumarhús
Sérfræðingur við Álaborgarháskóla sér fyrir sér dauða dreifbýlis í Danmörku ef „gráðugt stórkapítal“ fái að kaupa tóm hús í dreifbýli en það er bannað skv. sérstökum samningi Dana við Evrópusambandið, sem vildu koma í veg fyrir að Þjóðverjar keyptu upp sumarhús í Danmörku.
Bretland: Millistéttin pínd til 2020
Millistéttin í Bretlandi verður pínd fram til 2020 að mati hugveitu, sem nefnist Resolution Foundation en á sama tíma munu tekjur hinna auðugu halda áfram að aukast. Þetta kemur fram í Guardian í dag.
Evrópa: Markaðir lækkuðu í morgun
Markaðir lækkuðu við opnun í Evrópu í morgun. London lækkaði um 0,19%, Frankfurt um 0,28% og París um 0,16%. Japan lækkaði um 0,01% í nótt en Hong Kong hækkaði um 0,84% og Shanghai um 1%.
Japan: 65% fyrirtæki búa sig undir fall evrunnar að fullu eða hluta til
Um 65% framleiðenda í Japan telja nauðsynlegt að búa sig undir að evrusamstarfið falli að hluta til eða öllu leyti. Þetta kemur fram í svörum 257 fyrirtækja af 400, sem Reuters sendi spurningar til. Fram kom í svörunum að 31% fyrirtækjanna íhugar að breyta viðskiptaáætlunum sínum í Evrópu. Um 90% af þeim mundu draga úr umsvifum eða hafa þegar gert það.
Er Brussel að gefast upp á Samfylkingunni?
Það er lítið eftir af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þar er ekki samstaða um neitt nema sitja. En sú samstaða er áreiðanlega enn til staðar. Þetta ástand er miklu verra en í þriggja flokka stjórn Þorsteins Pálssonar sumarið 1988, þegar sú stjórn féll.
ESB reynir að nota aðildarumsókn Íslands til aukinna áhrifa á norðurslóðum
Aðildarríki Evrópusambandsins eiga ekki beinna hagsmuna að gæta í Nýja Norðrinu. Þau eiga hins vegar mikilla óbeinna hagsmuna að gæta. Það skiptir þau að sjálfsögðu máli hvernig til tekst um umhverfsivernd á norðurslóðum í tengslum við mikla uppbyggingu þar á þessari öld. Þau eiga hagsmuna að gæta að fá keypta olíu og gas, sem kann að finnast á svæðinu.
VG: Sýnum kæti og röbbum um Landsdómsmálið
Á vefsíðu VG má lesa: „Landsdómsmálið - Rabbfundur í Reykjavík Rabbfundur Vinstri grænna í Reykjavík um landsdómsmálið verður haldinn þriðjudaginn 24. janúar kl. 20 að Suðurgötu 3. Ögmundur Jónasson og Björn Valur Gíslason mæta og spjalla við félagsmenn um landsdómsmálið, uppgjör þjóðarinnar ...
Forsíður segja alla söguna-ríkisstjórnin er hrunin - en hún situr
Forsíður Morgunblaðsins og Fréttablaðsins í dag segja alla söguna um stöðuna á stjórnarheimilinu.