Föstudagurinn 15. janúar 2021

Mánudagurinn 23. janúar 2012

«
22. janúar

23. janúar 2012
»
24. janúar
Fréttir

Lagarde hvetur ESB-ríkin til markvissari aðgerða í þágu evrunnar

Christine Lagarde, for­stjóri Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins, hefur hvatt ESB til að ráðast á markvissari hátt en til þessa gegn skuldavandanum. Hún segir að kreppan á evru-svæðinu valdi ekki aðeins vandræðum í Evrópu.

Schäuble: Á mörkuðum eru menn teknir til við að sýna evru-svæðinu traust að nýju

Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, segir að þess sjáist nú merki að á fjármálamörkuðum vaxi traust manna að nýju í garð evru-svæðisins.

Aðeins 44% kjörsókn í ESB-þjóðar­atkvæða­greiðslu í Króatíu - langt í næstu stækkun ESB segir NYT

Innan við við helmingur kjósenda í Króatíu, 44%, tók þátt í þjóðar­atkvæða­greiðslunni um aðild landsins að Evrópu­sambandinu sunnudaginn 22. janúar. Stephen Castle, fréttari The New York Times í Brussel, segir í frétt um úrslit atkvæða­greiðslunnar, þar sem 66% sögðu já en 33% nei, að þess verði langt ...

Uppstokkun hjá Blackberry - 75% lækkun á hluta­bréfum árið 2011

Tveimur for­stjórum Research in Motion (RiM), Mike Lazaridis og Jim Balsillie, hefur verið sagt upp störfum. Fyrirtækið var brautryðjandi í gerð snjallsíma með Blackberry en hélt ekki í við tækniframfarir.

Danmörk: Dreifbýlið deyr ef „gráðugt stórkapítal“ fær að kaupa sumarhús

Sér­fræðingur við Álaborgarháskóla sér fyrir sér dauða dreifbýlis í Danmörku ef „gráðugt stórkapítal“ fái að kaupa tóm hús í dreifbýli en það er bannað skv. sérstökum samningi Dana við Evrópu­sambandið, sem vildu koma í veg fyrir að Þjóðverjar keyptu upp sumarhús í Danmörku.

Bretland: Millistéttin pínd til 2020

Millistéttin í Bretlandi verður pínd fram til 2020 að mati hugveitu, sem nefnist Resolution Foundation en á sama tíma munu tekjur hinna auðugu halda áfram að aukast. Þetta kemur fram í Guardian í dag.

Evrópa: Markaðir lækkuðu í morgun

Markaðir lækkuðu við opnun í Evrópu í morgun. London lækkaði um 0,19%, Frankfurt um 0,28% og París um 0,16%. Japan lækkaði um 0,01% í nótt en Hong Kong hækkaði um 0,84% og Shanghai um 1%.

Japan: 65% fyrirtæki búa sig undir fall evrunnar að fullu eða hluta til

Um 65% framleiðenda í Japan telja nauðsynlegt að búa sig undir að evru­samstarfið falli að hluta til eða öllu leyti. Þetta kemur fram í svörum 257 fyrirtækja af 400, sem Reuters sendi spurningar til. Fram kom í svörunum að 31% fyrirtækjanna íhugar að breyta viðskipta­áætlunum sínum í Evrópu. Um 90% af þeim mundu draga úr umsvifum eða hafa þegar gert það.

Leiðarar

Er Brussel að gefast upp á Samfylkingunni?

Það er lítið eftir af ríkis­stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þar er ekki samstaða um neitt nema sitja. En sú samstaða er áreiðanlega enn til staðar. Þetta ástand er miklu verra en í þriggja flokka stjórn Þorsteins Pálssonar sumarið 1988, þegar sú stjórn féll.

Pistlar

ESB reynir að nota aðildarumsókn Íslands til aukinna áhrifa á norðurslóðum

Aðildarríki Evrópu­sambandsins eiga ekki beinna hagsmuna að gæta í Nýja Norðrinu. Þau eiga hins vegar mikilla óbeinna hagsmuna að gæta. Það skiptir þau að sjálfsögðu máli hvernig til tekst um umhverfsivernd á norðurslóðum í tengslum við mikla uppbyggingu þar á þessari öld. Þau eiga hagsmuna að gæta að fá keypta olíu og gas, sem kann að finnast á svæðinu.

Í pottinum

VG: Sýnum kæti og röbbum um Landsdómsmálið

Á vefsíðu VG má lesa: „Landsdómsmálið - Rabbfundur í Reykjavík Rabbfundur Vinstri grænna í Reykjavík um landsdómsmálið verður haldinn þriðjudaginn 24. janúar kl. 20 að Suðurgötu 3. Ögmundur Jónasson og Björn Valur Gíslason mæta og spjalla við félagsmenn um landsdómsmálið, uppgjör þjóðar­innar ...

Forsíður segja alla söguna-ríkis­stjórnin er hrunin - en hún situr

Forsíður Morgunblaðsins og Fréttablaðsins í dag segja alla söguna um stöðuna á stjórnar­heimilinu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS