Sunnudagurinn 15. desember 2019

Sunnudagurinn 29. janúar 2012

«
28. janúar

29. janúar 2012
»
30. janúar
Fréttir

Ný könnun: 50% vilja halda áfram viðræðum við ESB - Fréttablaðið sagði fjöldann 65,3% í desember

Samkvæmt nýrri könnun Félagsvísinda­stofnunar Háskóla Íslands segist helmingur svarenda vilja halda áfram aðildarviðræðum við Evrópu­sambandið.

Árangurslausar makríl­viðræður - for­stjóri HBGranda telur að Íslendingum yrði sem ESB-þjóð aðeins leyft að veiða fyrir 5 milljarða í stað 25 milljarða 2011

Árangurslausum viðræðum til lausnar makríl-deilunni milli Íslands, Færeyja, Noregs og ESB lauk föstudaginn 27. janúar í Bergen. Eftir fundinn sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda­stjóri LÍÚ, þörf á grundvallar­breytingu á afstöðu viðsemjenda Íslendinga. „Það er afar langt á milli aðila og afstaða ...

Óvissa um afstöðu Camerons vegna nýs ríkisfjármálasamnings og hlutverks ESB-stofnana

Leiðtogar ESB-ríkjanna koma saman mánudaginn 30. janúar í Brussel til að setja stafina sína á ríkisfjármálasamninginn sem á skjóta styrkari stoðum undir evruna og útiloka aðra skuldakreppu með auknu sameiginlegu aðhaldi að ríkisfjármálum einstakra ríkja og refsiaðgerðum brjóti þau í bága við reglur....

David Cameron: Breyta verður mannréttindadómstóli Evrópu - skortur á meðalhófi veldur vaxandi gagnrýni

Gagnrýnar umræður fara fram í Bretlandi um aðild landsins að mannréttindasáttmála Evrópu. Í tíð Tonys Blairs sem forsætis­ráðherra var sáttmálinn lögfestur í Bretlandi eins og gert var hér á landi fyrir tæpum tveimur áratugum. Blair taldi lögfestinguna sér mjög til tekna og var stoltur af henni. David Cameron, núverandi forsætis­ráðherra, er ekki sömu skoðunar.

Svenska Dagbladet: Vaxandi grundvöllur fyrir „borgarahreyfingum“ í Evrópu-alþýðan gegn elítunni

Therese Larsson, blaðamaður á Svenska Dagbladet í Stokkhólmi segir í grein í blaði sínu að vaxandi grundvöllur sé nú fyrir borgarahreyfingum í Evrópu, svo­nefndum popúlisma, sem hefur verið skilgreindur sem hugmyndir sem byggist á „okkur og þeim“, eða „alþýðan gegn elítunni“. Krafan um niðurskurð ann...

Danir leita í vaxandi mæli eftir vinnu í Noregi-hærri laun-lægri skattar

Það eru fleiri en Íslendingar sem leita vinnu í Noregi. Adresseavisen, sem er elzta dagblað í Noregi og gefið út í Þrándheimi segir frá því, að Danir leiti nú í auknum mæli eftir vinnu í Noregi, fyrst og fremst hjúkrunarfólk, iðnaðarmenn og verk­fræðingar. Nú eru 200 danskir verk­fræðingar við störf í Noregi.

Grænland: Krafa um endurgjald vegna nýtinga auðlinda

Siumut, sem er flokkur jafnaðarmanna á Grænlandi hefur að sögn grænlenzka blaðsins Sermitsiaq óskað eftir því að grænlenzka þingið, Inatsisartut, verði kallað saman sem alllra fyrst til þess að ræða þá staðreynd, að erlend fyrirtæki nýti grænlenzkar auðlindir án þess að nokkur auðlindagjöld séu greidd til Grænlendinga.

Í pottinum

Vaxandi verðbólga bein afleiðing kjarasamninga síðasta árs

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ kvartar undan hárri verðbólgu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS