Mánudagurinn 18. janúar 2021

Mánudagurinn 30. janúar 2012

«
29. janúar

30. janúar 2012
»
31. janúar
Fréttir

Ríkisfjármálasamningur samþykktur af leiðtogum 25 ESB-ríkja

Frederik Reinfeldt, forsætis­ráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í Brussel að kvöldi mánudags 30. janúar að samkomulag hefði tekist á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna um nýjan ríkisfjármálasamning til að stemma stigu við skuldavanda á evru-svæðinu. Aðilar að samningnum eru 25 af 27 ESB-ríkjum, Br...

Steingrímur J. þagði um fyrirhugaða Brussel-för á þingi - hefur stór orð í garð formanns Framsóknar­flokksins í umræðum um ferðina

Steingrímur J. Sigfússon, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra sagði á alþingi mánudaginn 30. janúar að heimsókn sín l Brussel miðvikudaginn 25. janúar hefði verið undirbúin í ráðherratíð Jóns Bjarnasonar. Þegar ráðherraskiptin urðu um áramótin hefðu tímasetningar fundanna legið fyrir sem og flestir...

Komið til móts við kröfu Dana um sjóð vegna sektar­greiðslna fyrir að brjóta gegn ríkisfjármálasamningi innan ESB

Danir hafa fengið því framgengt að sektir sem kunna að verða lagðar á ESB-ríki utan evru-svæðisins fyrir að fylgja ekki reglum um ríkisfjármál samkvæmt samningi sem leiðtogar 26 ESB-ríkja vilja sameinast um mánudaginn 30. janúar renni ekki í björgunar­sjóð evrunnar (ESM) heldur beint í hin stóra sam...

Kynning á íslenskum nútímahöfundum í ESB-þinginu

Miðvikudaginn 1. febrúar 2012 verður opnuð sýning, „Portraits of Contemporary Icelandic Authors“, kynning á íslenskum nútímahöfundum, í anddyri 3. hæðar í þinghúsi Evrópu­sambandsins. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart ESB, og Cristian Dan Preda, ESB-þingmaður frá Rúmeníu, formaður undir­nefndar...

Ríkis-kommissar á vegum ESB til að stjórna fjármálum Grikklands vekur reiði og sterkar tilfinningar meðal grískra stjórnmálamanna

Grískir stjórnmálamenn hafa brugðist við af tilfinningahita og hörku eftir að skýrt var frá því laugardaginn 28. janúar að fyrir lægi óformleg tillaga Þjóðverja um að evru-ríkin eða ESB tæki að sér að tilnefna kommissar til að hafa stjórn á ríkisfjármálum Grikkja og tryggja hagsmuni þeirra ríkja sem...

Ágreiningur meðal breskra ráðherra um hver verði afstaða Camerons á ESB-leiðtogafundi til aðildar ESB-stofnana að ríkisfjármálasamningi

Bretar munu ekki beita sér gegn því að ESB-stofnanir verði að einhverju leyti hluti af ríkisfjármálasáttmála náist samstaða um efni hans á leiðtogafundi ESB í Brussel mánudaginn 30. janúar segir William Hague, utanríkis­ráðherra Breta. Hague sagði að breska ríkis­stjórnin hefðu „verulegar lögfræðile...

Irish Times: Hugmyndir Þjóðverja um yfirfjármála­stjórn gætu náð til Írlands

Hugmyndir Þjóðverja um að setja sérstaka fjármála­stjórn frá ESB yfir Grikkland mundu ná til Írlands og annarra aðildarríkja, sem væru staðin að því aftur og aftur að ná ekki markmiðum sínum í fjárlögum ríkjanna, segir Irish Times i dag og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum hjá ESB. Blaðið seg...

Merkel ætlar að vinna að endurkjöri Sarkozy

Sarkozy Frakklands­forseti hefur tilkynnt, að Frakkar muni taka upp 0,1% skatt á fjármagnstilfærslur í ágústmánuði n.k. og hvetur önnur aðildarríki ESB til að fylgja fordæmi Frakka. Jafnframt hefur verið skýrt frá því að Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, ætli að veita Sarkozy stuðning í baráttu han...

Papademos: Grikkir þvingaður út af evru­svæðinu náist samningar ekki

Lucas Papademos, forsætis­ráðherra Grikklands, sagði í gærkvöldi að sögn Daily Telegraph, að náist ekki samningar við alþjóðlega lánardrottna Grikklands í einkageiranum geti Grikkir ekki borgað skuldir sínar og Grikkland verði þvingað út af evru­svæðinu.

Leiðtogafundur ESB í Brussel: Varanlegur neyðar­sjóður-ríkisfjármálasamningur og Grikkland helztu umræðuefni

Leiðtogar ESB-rikja koma saman til fundar í Brussel í dag og segir Reuters að stofnun varanlegs neyðar­sjóðs, European Stability Mechanism (EMS) verði eitt helzta efnið á dagskrá fundarins. Hann á að taka til starfa í júlí, ári fyrr en að var stefnt, og hefur yfir að ráða 500 milljörðum evra.

Leiðarar

Enn einn leiðtogafundurinn, sem leysir engan vanda

Í dag stendur yfir í Brussel enn einn leiðtogafundur aðildarríkja Evrópu­sambandsins. Slíkir fundir eru orðnir daglegt brauð og ekkert nema gott um það að segja að forystumenn þessara þjóða tali saman. Nú sem fyrr hvílir Grikkland eins og skuggi yfir þessum fundi. Vandamál Grikkja eru óleyst.

Í pottinum

Ögmundur ýtti á auman blett - ESB-aðildarsinnar snúast til varnar - á leið í H&M en ekki ESB

Ögmundur Jónasson innanríkis­ráðherra ýtti á auman blett ESB-aðildarsinnar þegar hann svaraði á alþingi 24. janúar 2012 fyrirspurn frá Ásmundi Einari Daðasyni, þingmanni Framsóknar­flokksins, um fjárstyrki frá ESB og sagði í framhjáhlaupi: „Hvernig stendur á því að alltaf þegar bornir eru upp sa...

Samfylkingin: Baráttan um nýjan formann er hafin en...

Það var athyglisvert í fréttum RÚV á laugardag um flokks­stjórnar­fund Samfylkingar þann dag hversu mikil áherzla var lögð á að þótt tillaga um aukalandsfund í vor hefði verið dregin til baka stæði krafan um nýja forystu Samfylkingar fyrir þingkosningar 2013. Af orðum eins helzta forsprakka tillögunna...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS