« 31. janúar |
■ 1. febrúar 2012 |
» 2. febrúar |
Evru-svæðið: 16,5 milljónir manna atvinnulausir - jafnmargir og búa í Hollandi
Atvinnuleysi eykst jafnt og þétt á evru-svæðinu og því er spáð að þessi þróun haldi áfram á árinu 2012. Eurostat, hagstofa ESB, birti þriðjudaginn 31. janúar tölur um atvinnuleysi í desember 2011 og sýndu þær að fjöldi atvinnulausra væri 10,4% af fólki á vinnualdri í evru ríkjunum (9,9% í Evrópusamb...
Eva Joly fær lögregluvernd - fékk byssukúlu senda í pósti
Lögregla hefur aukið gæslu til að tryggja öryggi Evu Joly, forsetaframbjóðanda franskra græningja, eftir að henni barst hótunarbréf sem byssukúla fylgdi.
NYT: Leiðtogafundur ESB gerði illt verra - ræðst harkalega á Angelu Merkel og forystu Þjóðverja
„Leiðtogum Evrópusambandsins mistókst á mánudaginn að takast á við mikilvægasta verkefni sitt: að stækka björgunarsjóðinn til að gera þeim ESB-ríkjum sem standa efnahagslega höllum fæti kleift að standa við skuldbindingar sínar,“ segir The New York Times (NYT) í harðorðum leiðara miðvikudaginn 1. f...
Davos: Rætt um risasjóð til bjargar evrunni
Þýzka tímaritið Der Spiegel segir að rætt hafi verið í hliðarherbergjum í Davos um stofnun risasjóðs til þess að takast á við vandamál evrusvæðisins, sem ráði yfir 1,5 trilljón evra.
Ríkisfjármálasamningur:Reynt að komast hjá atkvæðagreiðslu á Írlandi
Orðalag í ríkisfjármálasamningnum, sem 25 af 27 aðildarríkjum ESB samþykktu á leiðtogafundinum á dögunum var sérstaklega hugsað til þess að komast hjá því að samningurinn yrði lagður undir þjóðaratkvæði á Írlandi.
AGS: Grikkir eiga að hægja á niðurskurði
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hvetur nú til þess að Grikkir hægi á niðurskurði en leggi meiri áherzlu á kerfisumbætur á vinnumarkaði. Jafnframt varar AGS við því að nauðsynlegt kunni að vera fyrir Grikki að lækka lágmarkslaun.
Markaðir hafa stefnt í báðar átti síðasta sólarhring. London hækkaði í morgun um 0,78%, Frankfurt um 0,76% og París um 1,04%. Hong Kong lækkaði hins vegar um 0,28% í nótt og Shanghai um 1,07% en Japan hækkaði um 0,08%. Dow Jones lækkaði í gær um 0,16% en Nasdaq hækkaði um 0,07%.
NATO: Fækkun í herafla Bandaríkjamanna í Evrópu til umræðu
Samdráttur í umsvifum Bandaríkjahers verður til umræðu á fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna í Brussel á morun og föstudag. Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir muni fækka herdeildum sínum í Evrópu um helming, úr fjórum í tvær en í hverri herdeild eru 3500-5000 hermenn.
Samfylkingin blandar saman kvótadeilum og ESB-aðildarumsókn
Það er mikilvægt fyrir andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu að átta sig á hvernig aðildarsinnar hugsa og hverjar helztu röksemdir þeirra eru. Á undanförnum árum hafa þeir vísað til reglu um hlutfallslegan stöðugleika og talið, að hún mundi koma í veg fyrir að þjóðin missi auðlindir hafsins úr höndum sér.