Föstudagurinn 6. desember 2019

Laugardagurinn 4. febrúar 2012

«
3. febrúar

4. febrúar 2012
»
5. febrúar
Fréttir

Tugir þúsunda mótmæla Pútín í Moskvu - vilja nýjar þingkosningar

Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælagöngu gegn Vladimir Pútín í Moskvu laugardaginn 4. febrúar þrátt fyrir 19 stiga frost. Þetta voru þriðju stórmótnælin í borginni síðan 4. desember þegar kosið var til þings án þess að gætt væri kosningalaga. Þeir sem að göngunni stóðu eru úr samtökum „Heiðarle...

Bandaríkjamenn fækka hermönnum í Þýskalandi - miðstöð eldflaugavarna í Ramstein - áhersla lögð á snjallvarnir NATO

Bandaríkjamenn vinna að því að flytja bardagasveitir sínar frá Evópu en miðstöð eldflaugavarna NATO verður í Þýskalandi.

Jón Bjarnason lýsir formenn stjórnar­flokkanna ósannindamenn - kynna ESB-viðræðurnar á fölskum forsendum

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, lýsir Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon, leiðtoga ríkis­stjórnar­innar, ósannindamenn í grein í Morgunblaðinu laugardaginn 4. febrúar. Þau héldu því fram í sameiginlegri blaðagrein 1. febrúar 2012 að ríkis­stjórnin léti nú ...

Manndrápskuldi herjar á þjóðir meginlands Evrópu

Manndrápskuldi ríkir nú víða í Evrópu og á meginlandi álfunnar hefur kuldinn ekki verið meiri í 25 ár. Í Úkraínu og Póllandi hefur frostið farið í -30C gráður.

Hillary Clinton: Höfum ekki snúið baki við Evrópu

Hillary Clinton, utanríkis­ráðherra Bandaríkjanna hélt ræðu á árlegum fundi um öryggismál, sem haldinn er í Munchen og fullvissaði áheyrendur um að Bandaríkin hefðu ekki snúið baki við Evrópu þrátt fyrir nýjar áherzlur í hernaðarlegum málefnum, sem undirstrika áhuga Bandaríkjamanna á Asíu og Miðausturlöndm.

Spánn: Sósíalistar kjósa á milli kynslóða í dag

Í dag kjósa Sósíalistar á Spáni sér nýjan leiðtoga. Í framboði eru Alfredo Pérez Rubalcaba, 60 ára að aldri og Carme Chacon, fertug kona. Svo mjótt er á munum, að enginn treystir sér til að spá um úrslitin. Carme Chacon höfðar til kvenna og yngri kynslóða flokksins.

Stjórnar­formaður RBS: Greiðslur til bankamanna of háar

Sir Philip Hampton, stjórnar­formaður Royal Bank of Scotland viðurkennir að greiðslur til bankamanna séu of háar að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag og að stjórn bankans hafi vanmetið reiði almennings vegna þess. RBS er einn af þeim bönkum í Bretlandi, sem var bjargað frá gjaldþroti með fjárframlögum frá skattgreiðendum.

Störfum fjölgar í Bandaríkjunum-verð hluta­bréfa hækkar

Nýjar og hagstæðar tölur um fjölgun starfa í Bandaríkjunum í gær leiddu til umtalsverðrar hækkunar á hluta­bréfamörkuðum beggja vegna Atlantshafs. Störfum fjölgaði um 243 þúsund í Bandaríkjunum í janúar, sem var mun meira en áætlað hafði verið.

Leiðarar

Verður kröfunni um viðamiklar ESB-umræður á alþingi hafnað?

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðis­flokksins, vék að aðildarviðræðunum við ESB í umræðum um störf þingsins á alþingi föstudaginn 3. febrúar. Hann minnti á að aðstæður hefðu breyst „gríðarlega mikið“ frá því að þingið samþykkti aðildarumsóknina með naumum meirihluta sumarið 2009. Beindi Birgir þ...

Í pottinum

Ný vinstri stjórn eftir kosningar?

Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðis­flokksins, segir í grein í Fréttablaðinu í dag: „...stjórnin gæti samt haldið velli eftir næstu kosningar með aðstoð Guðmundar Steingrímssonar og hugsanlega Framsóknar­flokksins, þótt smá­flokkaaðstoð hafi ekki nýst þeim til lengdar í Kópavogi.“ Þett...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS