« 3. febrúar |
■ 4. febrúar 2012 |
» 5. febrúar |
Tugir þúsunda mótmæla Pútín í Moskvu - vilja nýjar þingkosningar
Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælagöngu gegn Vladimir Pútín í Moskvu laugardaginn 4. febrúar þrátt fyrir 19 stiga frost. Þetta voru þriðju stórmótnælin í borginni síðan 4. desember þegar kosið var til þings án þess að gætt væri kosningalaga. Þeir sem að göngunni stóðu eru úr samtökum „Heiðarle...
Bandaríkjamenn vinna að því að flytja bardagasveitir sínar frá Evópu en miðstöð eldflaugavarna NATO verður í Þýskalandi.
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lýsir Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon, leiðtoga ríkisstjórnarinnar, ósannindamenn í grein í Morgunblaðinu laugardaginn 4. febrúar. Þau héldu því fram í sameiginlegri blaðagrein 1. febrúar 2012 að ríkisstjórnin léti nú ...
Manndrápskuldi herjar á þjóðir meginlands Evrópu
Manndrápskuldi ríkir nú víða í Evrópu og á meginlandi álfunnar hefur kuldinn ekki verið meiri í 25 ár. Í Úkraínu og Póllandi hefur frostið farið í -30C gráður.
Hillary Clinton: Höfum ekki snúið baki við Evrópu
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hélt ræðu á árlegum fundi um öryggismál, sem haldinn er í Munchen og fullvissaði áheyrendur um að Bandaríkin hefðu ekki snúið baki við Evrópu þrátt fyrir nýjar áherzlur í hernaðarlegum málefnum, sem undirstrika áhuga Bandaríkjamanna á Asíu og Miðausturlöndm.
Spánn: Sósíalistar kjósa á milli kynslóða í dag
Í dag kjósa Sósíalistar á Spáni sér nýjan leiðtoga. Í framboði eru Alfredo Pérez Rubalcaba, 60 ára að aldri og Carme Chacon, fertug kona. Svo mjótt er á munum, að enginn treystir sér til að spá um úrslitin. Carme Chacon höfðar til kvenna og yngri kynslóða flokksins.
Stjórnarformaður RBS: Greiðslur til bankamanna of háar
Sir Philip Hampton, stjórnarformaður Royal Bank of Scotland viðurkennir að greiðslur til bankamanna séu of háar að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag og að stjórn bankans hafi vanmetið reiði almennings vegna þess. RBS er einn af þeim bönkum í Bretlandi, sem var bjargað frá gjaldþroti með fjárframlögum frá skattgreiðendum.
Störfum fjölgar í Bandaríkjunum-verð hlutabréfa hækkar
Nýjar og hagstæðar tölur um fjölgun starfa í Bandaríkjunum í gær leiddu til umtalsverðrar hækkunar á hlutabréfamörkuðum beggja vegna Atlantshafs. Störfum fjölgaði um 243 þúsund í Bandaríkjunum í janúar, sem var mun meira en áætlað hafði verið.
Verður kröfunni um viðamiklar ESB-umræður á alþingi hafnað?
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vék að aðildarviðræðunum við ESB í umræðum um störf þingsins á alþingi föstudaginn 3. febrúar. Hann minnti á að aðstæður hefðu breyst „gríðarlega mikið“ frá því að þingið samþykkti aðildarumsóknina með naumum meirihluta sumarið 2009. Beindi Birgir þ...
Ný vinstri stjórn eftir kosningar?
Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Fréttablaðinu í dag: „...stjórnin gæti samt haldið velli eftir næstu kosningar með aðstoð Guðmundar Steingrímssonar og hugsanlega Framsóknarflokksins, þótt smáflokkaaðstoð hafi ekki nýst þeim til lengdar í Kópavogi.“ Þett...