Föstudagurinn 6. desember 2019

Sunnudagurinn 12. febrúar 2012

«
11. febrúar

12. febrúar 2012
»
13. febrúar
Fréttir

Aþena: Yfir 40 hús í miðborginni í ljósum logum-150 verzlanir rændar-80 þúsund mótmæla-45 særðir

Yfir 40 hús í miðborg Aþenu stóðu í ljósum logum í gærkvöldi að sögn Guardian í morgun. Um 80 þúsund manns voru á götum Aþenu og um 20 þúsund í Þessalóníku til þess að mótmæla nýjum aðhaldsaðgerðum, sem gríska þingið samþykkti í gærkvöldi. Reuters segir að óeirðir hafi breiðst út til Korfu og Krítar og til bæja og borga í miðhluta Grikklands.

Ný skýrsla um fiskveiðar: Ofveiði kostar ESB 3,2 milljarða evra og 100.000 störf

Ofveiði kostar ESB 3,2 milljarða evra á ári og 100.000 störf segir í nýrri skýrslu, Lost at Sea, frá New Economics Foundation, breskri rannsóknar­stofnun. Þar kemur einnig fram að unnt yrði að fullnægja þriðjungi af fiskneyslu Breta ef fisk­stofnum yrði leyft að dafna. „Ofveiði er slæm fyrir efnahag...

Utanríkis­mála­nefnd ESB-þingsins: Makríldeilan hluti af aðildarviðræðum en ekki Icesave-deilan - hefur þetta áhrif á hvernig íslensk stjórnvöld halda á makríl-málinu?

Íslendingar eiga nú í tveimur deilum sem snerta tvíhliða samskipti þeirra við ESB-aðildarríki. Hvert ESB-ríki getur beitt neitunarvaldi í ráðherraráði ESB þegar viðræður við umsóknarríki um aðild ber á góma. Þessi staðreynd hefur vakið umræður um hvort þessi deilumál, Icesave-málið og makríldeilan, séu hluti aðildarviðræðnanna eða ekki.

Eva Joly reynir að blása lífi í kosningabaráttu sína - sakar Sarkozy um spillingu

Eva Joly, forsetaframbjóðandi græningja og umhverfissinna í Frakklandi, reyndi að blása lífi í kosningabaráttu sína laugardaginn 11. febrúar á fundi með stuðningsmönnum sínum í bænum Roubaix í Norður-Frakklandi þar sem hún gerði harða hríð að Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og sakaði hann um spill...

Schauble: Grikkland erfiðara verkefni en sameining Þýzkalands

Wolfgang Schauble, fjármála­ráðherra Þýzkalands er harðsnúinn í viðtali við Welt am Sonntag í morgun um vandamál Grikkja. Hann segir að loforð þeirra dugi ekki lengur vegna þess, að þau hafi svo oft verið brotin. Þess vegna verði þeir strax að framkvæma eitthvað af því, sem þeir hafi áður lofað. Grikkland sé eins og botnlaus pyttur. Það verði að loka honum áður en hægt sé að setja eitthvað í hann.

Pistlar

Í helgreipum ríkja­sambands

Grikkland riðar á barmi þjóð­félags­legrar upplausnar, enda er landið sokkið í skuldir. Engin von er um, að úr rætist á þessum áratugi, nema Grikkir losi sig við mynt, sem þeir ráða engu um. Þó er talið, að evran bíði þess ekki bætur, ef Grikkir losa sig úr helfjötrum þessarar myntar, sem engum hentar, nema Þjóðverjum.

Í pottinum

Nú er Steingrímur J. líka horfinn-Hvers vegna?

Frá því að núverandi ríkis­stjórn var mynduð hefur Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, horfið þjóðinni í löng tímabil og fólk lítið af henni vitað.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS