Sunnudagurinn 17. febrúar 2019

Sunnudagurinn 19. febrúar 2012

«
18. febrúar

19. febrúar 2012
»
20. febrúar
Fréttir

Joachim Gauck, lútherskur prestur, næsti forseti Þýskalands

Stjórn- og stjórnar­andstaða í Þýskalandi hafa lýst yfir stuðningi við að Joachim Gauck, lútherskur prestur, verði næsti forseti landsins. Meirihluti Þjóðverja hefur lýst stuðningi við það í skoðanakönnun. Gauck lýsir stjórnmálaskoðunum sínum þannig að hann sé annað hvort vinstrisinnaður frjálslyndur íhaldsmaður eða íhaldssamur frjálslyndur vinstrisinnu en utan allra þýskra stjórnmála­flokka.

Utanríkis­ráðherra Breta: Grikkir eiga enga leið út úr evru-samstarfinu

William Hague, utanríkis­ráðherra Breta, telur að Grikkir standi frammi fyrir því ákveði þeir að segja skilið við evruna að þeir hafi engin úrræði til að stöðva flutning á evru úr landi.

Danskur hag­fræðingur: Skynsamlegasta úrræðið er að skipulagt ríkisgjaldþrot verði í Grikklandi

Í skýrslu sem Steen Jakobsen, aðalhag­fræðingur danska Saxo-bankans, hefur gert kemur fram að 95% líkur séu á gjaldþroti Grikklands. Það muni þó ekki leiða til óviðráðanlegra vandræða fyrir fjármálakerfið í Evrópu. Evrópskir bankar, aðrir en grískir, eigi ekki lengur mikið af grískum ríkisskulda­bréfum auk þess sem markaðir hafi lagað sig að því að til gjaldþrots komi.

Kínverskir bílaframleiðendur búa um sig á evrópskum mörkuðum með eigin fyrirtækjum þar

Kínverskir bílaframleiðendur hafs búið um sig í Evrópu með því að kaupa vörumerki og verksmiðjur eftir að þeim mistókst að festa rætur í Bandaríkjunum á stærsta bíla­markaði heims. Fyrirtækið Great Wall Motor er nýjasti þátttakandinn á Evrópu­markaði.

Samstöðufundir með Grikkjum víða um Evrópu

Samstöðufundur með Grikkjum voru haldnir víðsvegar um Evrópu í gær að sögn ekathimerini, netútgáfu dagblaðsins Kathimerini. Um 2000 manns komu saman á Trocaderotorgi í París og gengu fylktu liði að gríska sendiráðinu í borginni. Um 400 manns komu saman í rigningu fyrir utan sendiráð Grikklands í London og boðuðu fund að viku liðinni.

Þýzkaland: Joachim Gauck með 46% í skoðanakönnunum

Joachim Gauck nýtur mest fylgis í Þýzkalandi til að verða næsti forseti landsins skv. skoðanakönnun, sem RTL sjónvarpsstöðin skýrði frá í gær. Gauck fékk 46% fylgi í þeirri könnun.

DT: Schauble vill að Grikkir lýsi sig gjaldþrota-ný leyniskýrsla þríeykis veldur svartsýni

Þýzka fjármála­ráðuneytið vinnur að því að Grikkland lýsi sig gjaldþrota og taki upp samninga­viðræður við lánardrottna um afskriftir meirihluta skulda þess. Þetta kemur fram í Sunday Telegraph í dag.

Lettland: 75% gegn því að rússneska verði opinbert mál

Lettar felldu með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðar­atkvæða­greiðslu í gær tillögu um að gera rússnesku að öðru opinberu tungumáli Lettlands.

Í pottinum

Hvað hefði Jóhanna sagt um „kommissar“ frá Brussel í stjórnar­ráðið við Lækjargötu?

Svo langt er nú gengið í að þrengja að Grikkjum, að Papademos, forsætis­ráðherra, hefur orðið að bera til baka fréttir, sem birtzt hafa í grískum fjölmiðlum um að lánardrottnar Grikkja hyggist setja sérstakan „kommissar“ inn í hvert ráðuneyti í Aþenu til þess að hafa stjórn á málum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS