Fimmtudagurinn 12. desember 2019

Þriðjudagurinn 21. febrúar 2012

«
20. febrúar

21. febrúar 2012
»
22. febrúar
Fréttir

Rússar hervæðast á norðurslóðum

Rússar stefna að því að ráða yfir norðruslóðaher árið 2015 segir Alexander Postnikov, hershöfðingi, yfirmaður landhers Rússa, þriðjudaginn 21. febrúar á vefsíðunni rianovosti.ru. Anatolij Serdjukov, varnarmála­ráðherra Rússlands, kynnti í júlí hugmynd um tvö norðurslóða-herfylki Rússa. Ekki er...

Tilsjónarmenn ögra þjóðar­stolti Grikkja - stjórnar­skrárbundinn forgangur krafna evru-ríkja - sérstakur reikningur til að greiða skuldir

Grísk efnahags­stjórn mun sæta stöðugu eftirliti fulltrúa evru-ríkjanna. Breyta verður grísku stjórnar­skránni á þann veg að endur­greiðsla á lánum njóti forgangs við ráðstöfun ríkistekna gagnvart öðrum útgjöldum.

Murdoch notar 8 orð á Twitter til að lýsa stuðningi við sjálfstæði Skotlands

Rupert Murdoch, fjölmiðla­kóngur, eigandi News Corporation, notaði samskiptasíðuna Twitter þriðjudaginn 21. febrúar til að segja: „Látum Skotland fara og keppa. Allir munu sigra.“ Tístið kom eftir annað sem hann sendi frá sér sunnudaginn 19. febrúar þar sem hann hrósaði Alex Salmond, forsætis­ráðherra...

Seðlabanka­stjóri Noregs segir vanda Evrópu­sambandsins ekki að baki

Öystein Olsen, seðlabanka­stjóri Noregs, segir að Evrópu­sambandið sé ekki á lygnum sjó þótt samþykkt hafi verið 237 milljarða evru neyðaraðstoð til Grikkja. „Jákvæðar fréttir hafa vissulega borist en auðvitað hefur skuldavandinn á evru-svæðinu ekki horfið. Þeir eru að velta skuldunum á milli sín.

Markaðir í Evrópu lækka á ný

Staðan á hluta­bréfamörkuðum í Evrópu hefur breytzt frá því í morgun. Hækkun, sem kom í kjölfar frétta um að samkomulag hefði náðst um neyðarlán II fyrir Grikkland hefur breytzt í lækkun. Um hádegisbilið hafði London lækkað um 0,40%, Frankfurt um 0,77% og París um 0,72%.

DSK hnepptur í varðhald í Lille vegna gruns um aðild að vændi og fjársvikum

Franska lög­reglan hefur hneppt Dominque Strauss-Kahn (62 ára), fyrrverandi for­stjóra Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins, í allt að 96 stunda varðhald á meðan hann er yfirheyrður vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í kynlífssvalli á kostnað fésýslumanna í París og Washington.

Grikkir: Hafa fengið 350 milljarða evru aðstoð frá 2010 - stefnt að 120,5% hlutfalli skulda árið 2020

Evru-ríkin og lánardrottnar Grikklands náðu að morgni þriðjudags 21. febrúar samkomulagi um björgunaraðgerðir í þágu Grikkja með því að leggja þeim til 237 milljarða evra að þessu sinni auk 110 milljarða evra í maí 2010 eða alls um 350 milljarða evra. Markmiðið er að hindra gjaldþrot Grikklands og l...

Spánn: Stjórnar­flokkurinn fellur ekki frá breytingum á vinnulöggjöf

Hin nýja ríkis­stjórn PP-flokksins á Spáni ætlar ekki að gefa eftir umbætur á vinnulöggjöf landsins þrátt fyrir víðtæk mótmæli í spænskum borgum um síðustu helgi að því er fram kemur í spænska dagblaðinu El País.

77% Grikkja vilja halda evrunni

Stuðningur við tvo stærstu stjórnmála­flokkana í Grikklandi hefur aldrei verið lægri skv. nýrri könnun, sem gerð var núna fyrir og um helgina.

Vegabréfa­eftirlit á landamærum Skotlands og Englands?

David Livington, Evópu­ráðherra í brezku ríkis­stjórninni segir að svo kunni að fara að vegabréfa­eftirlit yrði sett upp milli sjálfstæðs Skotlands og Englands.

Bjartsýni á mörkuðum

Markaðir voru yfirleitt bjartsýnir í morgun. London opnaði með 0.66% hækkun, Frankfurt hækkaði um 1,46% og París með 0,12%. Hong Kong hafði hækkað við lokun í morgun um 0,16% og Shanghai um 0,75% en Japan lækkaði um 0,23%. Dow Jones hækkaði í gær um 0,35% en Nasdaq lækaði um 0,27%.

Brussel: Neyðarlán II til Grikklands samþykkt eftir 13 klukkutíma fund

Fjármála­ráðherrar evruríkjanna náðu samkomulagi semma í morgun um neyðarlán II til Grikklands eftir 13 klukkutíma fund.

Leiðarar
Í pottinum

Foringjaefni á ferð

Ýmis grasrótar­samtök vinna að því að mynda einhvers konar breiðfylkingu til framboðs í næstu þingkosningum. Það verður sjálfsagt ekki auðvelt verk enda skoðanir skiptar í þeim hópum. Hins vegar ætti það að verða slíkri breiðfylkingu nokkur styrkur, að þingmenn Hreyfingarinnar hafa hver með sínum hætti vakið nokkra athygli frá því að þeir tóku sæti á þingi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS