« 23. febrúar |
■ 24. febrúar 2012 |
» 25. febrúar |
Rússneski flotinn kaupir átta íslenska kafbáta fyrir 3,1 milljarð króna
Rússneski flotinn ætlar að kaupa átta íslenska kabáta; um er að ræða dvergkafbátinn frá Teledyne Gavia sem heitir á ensku Gavia Autonomous Underwater Vehicle (AUV). Blaðið Nezavismaya Gazeta segir að rússneska varnarmálaráðuneytið ætli að kaupa kafbátana átta frá íslenska fyrirtækinu Teledyne ...
Ögmundur Jónasson innaríkisráðherra krafðist þess á flokksráðsfundi vinstri-grænna (VG) föstudaginn 24. febrúar að ESB-aðildarviðræðunum yrði lokið fyrir næstu kosningar og greidd yrðu atkvæði um niðurstöðuna í þingkosningum í apríl 2013, koma þyrfti „þessu óþurftarmáli út úr heiminum“, segir á vefs...
Sautján skoskir skipstjórar sektaðir um 141 milljón kr. vegna ólöglegra veiða á makríl og síld
Sautján skoskir skipstjórar sem stunduðu ólöglegar veiðar á makríl og síld voru föstudaginn 24. febrúar sektaðir um 720.000 pund (141 m ISK) og þá hafa fiskvinnslur einnig verið sektaðar vegna þátttöku í svindlinu og samtals nema sektir skipstjóranna og fyrirtækjanna um 1 milljón punda (196 m ISK). ...
ESB-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að bannað sé að fylgjast skipulega með umferð um samfélagssíður (socíal networks Facebook o.s.frv.) eða á netinu. Dómurinn kynnti þessa niðurstöðu sína í síðustu viku þegar hann fjallaði um mál sem reis vegna kröfu um eftirlit með því hvort um niðurh...
Hvatt til að Serbía fái formlega stöðu umsóknarríkis gagnvart ESB
Þjóðverjar styðja eindregið umsókn Serba um aðild að ESB og leggja til að Serbía verði samþykkt sem umsóknarríki á leiðtogafundi ESB-ríkjanna í næstu viku.
Grikkland: Efnahagsbrotadeildin hefur rannsókn á peningaflutningum þingmanns
Gríska efnahagsbrotadeildin hefur hafið rannsókn á peningaflutningum grísks þingmanns, sem sagt var frá hér á Evrópuvaktinni í gær en þingmaðurinn flutti eina milljón evra úr landi í maí á síðasta ári á sama tíma og stjórnvöld skoruðu á almenning að halda ró sinni og taka peninga ekki út úr bönkum.
Danmörk: Kratar á niðurleið-Venstre sækir fram
Danskir jafnaðarmenn eru enn á niðurleið í skoðanakönnunum. Í dag birtir Berlingske Tidende niðurstöðu könnunar, sem sýnir að þeir eru komnir í 20,2% fylgi og hafa misst 4,6% frá kosningum. Venstre er hins vegar með 34,3% sem er 7,6 prósentustigum meira fylgi en í síðustu kosningum.
Írland: Fjárlagamarkmið í hættu?
Írsk hugveita spáir 0,9% hagvexti á Írlandi á þessu ári. Hún segir jafnframt að verði vöxturinn minni hafi það áhrif á fjárlagamarkmið írsku ríkisstjórnarinnar. Þannig sé ljóst að 0,5% hagvöxtur mundi stofna þeim fjárlagamarkmiðum í hættu.
Mario Draghi: Velferðarkerfi ESB-ríkja horfið-aðhald og kerfisbreyting eina leiðin
Mario Draghi, aðalbankstjóri Seðlabanka Evrópu, segir í viðtali við Wall Street Journal í dag, að velferðarkerfi ESB-ríkja, sem byggðist á atvinnuöryggi og öryggisneti sé horfið og að það sé engin önnur leið fyrir Evrópuríkin en að beita aðhaldi í opinberum útgjöldum og koma fram kerfisbreytingum á vinnumarkaði.
ASÍ vill inn í Evrópu, sem stefnir á amerískt kerfi á vinnumarkaði
Á Íslandi er aðeins einn aðili áhugasamari en forysta Alþýðusambands Íslands um aðild Íslands að Evrópusambandinu en það er Samfylkingin. Þessir tveir aðilar eru þungamiðjan í baráttunni fyrir aðild.
Spegillinn dregur taum Gunnars Þ. Andersens - fer langt yfir skammt
Gunnar Gunnarsson, umsjónarmaður Spegilsins, flutti „leiðara“ um mál Gunnars Þ. Andersens í þessum þætti RÚV síðdegis föstudaginn 24. febrúar. Hann sagðist hafa rætt við hóp háskólamanna sem þætti einkennilega að málum staðið gagnvart forstjóra fjármálaeftirlitsins (FME). Útvarpsmaðurinn dró taum ...