Sunnudagurinn 17. febrúar 2019

Laugardagurinn 25. febrúar 2012

«
24. febrúar

25. febrúar 2012
»
26. febrúar
Fréttir

Sendiherra Íslands gagnvart ESB: Ísland er ekki á hraðleið heldur sanngjarnri leið inn í ESB

„Ísland er ekki á hraðleið inn í ESB heldur á sanngjarnri leið“, segir Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart ESB, í samtali við Georgi Gotev, rit­stjóra vefsíðunnar EurActiv, birtist á síðunni föstudaginn 24. febrúar. Þórir segist vænta þess að allir samningskaflar í viðræðum fulltrúa ESB og Íslan...

Þingleg meðferð vegna neyðarláns II að hefjast í evru-ríkjum - ESB leggur á ráðin um skattheimtu Grikkja - fé látið renna inn á lokaðan lánareikning

Neðri deild þýska sambandsþingsins, Bundestag, og þjóðþing ýmissa annarra evru-landa verða að samþykkja neyðarlán II til Grikkja áður en þeir geta gengið að því. Alþjóða­gjaldeyris­sjóðurinn verður einnig að veita samþykki sitt.

Timo Soini: Olli Rehn er „Bobrikov Brussel“

Timo Soini, leiðtogi Sannra Finna kallaði Olli Rehn, sem sæti á í framkvæmda­stjórn ESB fyrir Finnland, „Bobrikov Brussels“ í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu. Með þessum orðum líkti hann Olli Rehn við Rússann Nikolay Bobrikov, sem var lands­stjóri í Finnlandi árin 1898-1904, þegar Finnland var hertogadæmi með sjálfs­stjórn, sem heyrði undir keisara Rússlands.

Schauble: Ekki útilokað að Grikkland þurfi þriðja neyðarlánið

Wolfgang Schauble, fjármála­ráðherra Þýzkalands, hefur sent bréf til þýzkra þingmanna, þar sem hann hvetur þá til þess að samþykkja neyðarlán II til Grikklands en tekur fram, að það sé engin trygging til fyrir því, að þessi vegferð beri árangur.

Grikkland: Allmargir þingmenn flutt meira en 100 þúsund evrur úr landi

Evangelos Venizelos, fjármála­ráðherra Grikklands hefur skýrt frá því að auk þingmanns, sem flutti 1 milljón evra úr landi hafi allmargir þingmenn flutt meira en 100 þúsund evrur úr landi. Venizelos hefur fengið upplýsingar um slíkar færslur fyrir árin 2009 og 2010 en jafnframt einnig fyrir árið 2011 en á þeim lista eru stjórnmálamenn og ættingjar þeirra.

Írland: Deilur um stjórnskipun í uppsiglingu milli forseta og ríkis­stjórnar?

Hugsanlegt er að deila um stjórnskipun írska lýðveldisins sé í uppsiglingu taki ríki­stjórn landsins ákvörðun um að staðfesta ríkisfjármálasamning 25 ESB-ríkja á þingi í stað þess að vísa samningnum til þjóðar­atkvæðis.

Leiðarar

VG og ESB: Ögmundur og Steingrímur J. árétta tvískinnunginn - Icesave-sporin hræða

Flokksráðsfundur vinstri-grænna (VG) leggur enn einu sinni blessun sína yfir ESB-aðildarferlið um þessa helgi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS