« 25. febrúar |
■ 26. febrúar 2012 |
» 27. febrúar |
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var hvattur til þess við setningu Búnaðarþings 2012 að leika sér ekki að eldi í samskiptum við Evrópusambandið, hann ætti á hættu að ESB-aðild yrði samþykkt. Ráðherrann sagðist ekki ætla að „láta ístaðið dingla laust varðandi hagsmuni í...
Dularfull veira veldur lambadauða á Englandi - sauðfjárbændur búa sig undir hið versta
Dularfull veira, Schmallenberg-veiran, herjar nú sauðfé í Bretlandi. Veiran leggst á óborin lömb sem annaðhvort koma dauð í heiminn eða stórlega vansköpuð. Vísindamenn rannsaka hvað veldur þessum sjúkdómi með einnig leggst á nautgripi. Nú hafa 74 býli í suður og austur Englandi orðið fyrir búsifjum vegna veirusjúkdómsins.
Bresk þingnefnd andmælir tillögu framkvæmdastjórnar ESB um bann við brottkasti á fiski
Nefnd breskra þingmanna hvetur til þess að brottkast á nýtanlegum fiski verði ekki bannað eins og mælt er fyrir um í tillögum framkvæmdastjórnar ESB að nýrri sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins. Tillaga um að heimila brottkast kemur fram í tillögu nefndar breska þingsins.
Innanríksráðherra Þýzkalands: Grikkir betur komnir utan evrunnar
Hans-Peter Friedrich, innanríkisráðherra Þýzkalands segir í viðtali við tímaritið Der Spiegel, að Grikkir hafi meiri möguleika á að ná sér á strik efnahagslega utan evrusvæðisins en innan. Hann segir jafnframt að ekki eigi að reka Grikki út úr evrusamstafinu heldur skapa aðstæður, sem geri það að verkum að það yrði hagstætt fyrir þá.
Bretland: Ed Miliband er að mistakast segir Charles Clarke
Charles Clarke, fyrrverandi innanríkisráðherra Verkamannaflokksins og gamall bandamaður Tony Blair innan flokksins, segir í viðtali við Sunday Telegraph, að forysta Ed Miliband sé ekki að skila árangri fyrir flokkinn. Verkamannaflokkurinn verði að svara lykilspurningum til þess að ná árangri á ný í kosningum.
G-20 ríkin: Tveir sjóðir-2 trilljónir dollara
G-20 ríkin vinna nú að því að tryggja að samtals verði til 2 trilljónir dollara í sjóðum á vegum ESB og AGS til þess að koma í veg fyrir að evrukrísan breiðist út og til að styrkja undirstöður efnahagskerfa heimsins. Þetta kemur fram á Reuters í dag.
Steingrímur J., FME og ráðherraábyrgðin
Á vefmálgagni VG, Smugunni, segir Steingrímur J. Sigfússon, bankamálaráðherra og formaður VG, sunnudaginn 26. febrúar, að stjórn fjármálaeftirlitsins (FME) njóti trausts hans „ella væri hún ekki við störf“. Það sé hennar hlutverk og forstjóra FME að leiða til lykta deilur sem sprottið hafa af ákvör...
Hvað á Ögmundur við? Útskýringa óskað
Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær, laugardag, af flokksráðsfundi VG var eftirfarandi haft eftir Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra: „Ísland væri í “miklu dýpra, miklu kostnaðarsamara, miklu frekara og miklu ágengara" aðildarferli en hann hefði gert sér grein fyrir, sem m.a. kæmi fram í kr...