Sunnudagurinn 11. apríl 2021

Sunnudagurinn 26. febrúar 2012

«
25. febrúar

26. febrúar 2012
»
27. febrúar
Fréttir

Bændur hvetja Steingrím J. til að leika sér ekki að eldi með ESB - ráðherrann boðar að hann muni stíga í ístaðið

Steingrímur J. Sigfússon, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, var hvattur til þess við setningu Búnaðarþings 2012 að leika sér ekki að eldi í samskiptum við Evrópu­sambandið, hann ætti á hættu að ESB-aðild yrði samþykkt. Ráðherrann sagðist ekki ætla að „láta ístaðið dingla laust varðandi hagsmuni í...

Dularfull veira veldur lambadauða á Englandi - sauðfjárbændur búa sig undir hið versta

Dularfull veira, Schmallenberg-veiran, herjar nú sauðfé í Bretlandi. Veiran leggst á óborin lömb sem annaðhvort koma dauð í heiminn eða stórlega vansköpuð. Vísindamenn rannsaka hvað veldur þessum sjúkdómi með einnig leggst á nautgripi. Nú hafa 74 býli í suður og austur Englandi orðið fyrir búsifjum vegna veirusjúkdómsins.

Bresk þing­nefnd andmælir tillögu framkvæmda­stjórnar ESB um bann við brottkasti á fiski

Nefnd breskra þingmanna hvetur til þess að brottkast á nýtanlegum fiski verði ekki bannað eins og mælt er fyrir um í tillögum framkvæmda­stjórnar ESB að nýrri sameiginlegri sjávar­útvegs­stefnu sambandsins. Tillaga um að heimila brottkast kemur fram í tillögu nefndar breska þingsins.

Innanríks­ráðherra Þýzkalands: Grikkir betur komnir utan evrunnar

Hans-Peter Friedrich, innanríkis­ráðherra Þýzkalands segir í viðtali við tímaritið Der Spiegel, að Grikkir hafi meiri möguleika á að ná sér á strik efnahagslega utan evru­svæðisins en innan. Hann segir jafnframt að ekki eigi að reka Grikki út úr evrusamstafinu heldur skapa aðstæður, sem geri það að verkum að það yrði hagstætt fyrir þá.

Bretland: Ed Miliband er að mistakast segir Charles Clarke

Charles Clarke, fyrrverandi innanríkis­ráðherra Verkamanna­flokksins og gamall bandamaður Tony Blair innan flokksins, segir í viðtali við Sunday Telegraph, að forysta Ed Miliband sé ekki að skila árangri fyrir flokkinn. Verkamanna­flokkurinn verði að svara lykilspurningum til þess að ná árangri á ný í kosningum.

G-20 ríkin: Tveir sjóðir-2 trilljónir dollara

G-20 ríkin vinna nú að því að tryggja að samtals verði til 2 trilljónir dollara í sjóðum á vegum ESB og AGS til þess að koma í veg fyrir að evrukrísan breiðist út og til að styrkja undirstöður efnahagskerfa heimsins. Þetta kemur fram á Reuters í dag.

Í pottinum

Steingrímur J., FME og ráðherraábyrgðin

Á vefmálgagni VG, Smugunni, segir Steingrímur J. Sigfússon, bankamála­ráðherra og formaður VG, sunnudaginn 26. febrúar, að stjórn fjármála­eftirlitsins (FME) njóti trausts hans „ella væri hún ekki við störf“. Það sé hennar hlutverk og for­stjóra FME að leiða til lykta deilur sem sprottið hafa af ákvör...

Hvað á Ögmundur við? Útskýringa óskað

Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær, laugardag, af flokksráðsfundi VG var eftirfarandi haft eftir Ögmundi Jónassyni, innanríkis­ráðherra: „Ísland væri í “miklu dýpra, miklu kostnaðarsamara, miklu frekara og miklu ágengara" aðildarferli en hann hefði gert sér grein fyrir, sem m.a. kæmi fram í kr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS