« 26. febrúar |
■ 27. febrúar 2012 |
» 28. febrúar |
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ætlar að taka ákvörðun sína um að segja skilið við forsetaembættið til endurskoðunar.
Steingrímur J. veit ekki hvaða reynslu í stjórn fiskveiða sendiherra Íslands ætlar að miðla til ESB
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Steingrím J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að því á alþingi mánudaginn 27. febrúar hvað fælist í þeim orðum sendiherra Íslands í Brussel að Íslendingar gætu miðlað reynslu af góðu stjórnkerfi í fiskveiðum til Evrópusambands...
Ágreiningur er innan ríkisstjórnarinnar hvernig standa beri að viðræðum við ESB fram til þingkosninga í apríl 2013. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hvatti til þess á fundi flokksráðs vinstri-grænna (VG) föstudaginn 24. febrúar að viðræðum við ESB yrði hraðað og þeim lokið fyrir lok kjörtímab...
DT: Kröfur „efnahagslegra kalvinista“ ESB á hendur Spáni ígildi sjálfsmorðs
Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daily Telegraph segir í blaði sínu í dag, að Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar sé kominn að þeirri niðurstöðu eftir stuttan tíma í embætti að kröfur hinna „efnahagslegu kalvinista“ ESB um að lækka fjárlagahalla Spánar úr 8% í 4,4% á einu ári séu ígildi sjálfsmorðs.
Markaðir í Evrópu eru ekki bjartsýnir á þessum mánudagsmorgni. London lækkaði um 0,56% við opnun í morgun, Frankfurt um 0,87% og París um 0,98%. Hong Kong lækkaði í nótt um 0,88% og Japan um 0,14% en Shanghai hækkaði um 0,30%.
G-20: Þrýst á Þjóðverja um meira fjárframlag
Fjármálaráðherrar annarra G-20 ríkja lögðu hart að Þjóðverjum að leggja fram meira fé í neyðarsjóði ESB á fundi þeirra um helgina. Misvísandi boð hafa borizt frá Þýzkalandi um afstöðu stjórnvalda þar. Þingmenn hafa sagt að aðhald í ríkisfjármálum einstakra evruríkja væri mikilvægara en aukið fé í neyðarsjóði. Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ósammála þeirri skoðun.
Hvað veldur villikattaslag stjórnarflokkanna?
Undarlegur ágreiningur er kominn upp milli stjórnarflokkanna um aðildarumsóknina að ESB. Á flokksráðsfundi VG fyrir helgi lagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, mikla áherzlu á, að samningaviðræðum yrði lokið hið snarasta og gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um samning samhliða þingkosningum vo...