« 27. febrúar |
■ 28. febrúar 2012 |
» 29. febrúar |
Írland: Þjóðaratkvæðagreiðsla um ríkisfjármálasamninginn ákveðin
Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram á Írlandi um ríkisfjármálasamning 25 ESB-ríkja. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands skýrði frá þessu í írska þinginu síðdegis í dag. Ríkislögmaður kom á fund ríkisstjórnar í morgun og lýsti þar þeirri skoðun að athuguðu máli, að slík atkvæðagreiðsla yrði að fara fram skv. stjórnarskrá Írlands. Ekki hefur verið ákveðið hvenær atkvæðagreiðslan fer fram.
Ný skoðanakönnun: 67% Íslendinga mundu nú hafna ESB-aðild
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök iðnaðarins eru 56,2% andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 26,3% henni hlynnt. 17,5% taka hins vegar ekki afstöðu í könnuninni. Einnig var spurt hvernig fólk myndi greiða atkvæði ef þjóðaratkvæði færi fram um inngöngu í ESB nú og sögðust 67,4% hafna aðild en 32,6% samþykkja hana.
Þýski stjórnlagadómstóllinn grípur fram fyrir hendur á Bundestag vegna evru-nefndar
Stjórnlagadómstóll Þýskalands úrskurðaði þriðjudaginn 28. febrúar að kjör níu manna þingmannanefndar til að taka ákvarðanir vegna bráðavanda á evru- svæðinu bryti í bága við stjórnarskrána. AFP-fréttastofan telur að úrskurðurinn kunni að flækja enn frekar meðferð þýskra stjórnvalda á björgunarráðst...
Stækkunardeild Evrópusambandsins hefur boðað fund um stöðuna í aðildarviðræðum Íslands og ESB á Akureyri miðvikudaginn 29. febrúar. Evrópustofa annast undirbúning og boðun fundarins fyrir deildina en hún ætlar að verja 117 milljónum króna til þess að kynna ESB á Íslandi í ár, meðal annars með fundum...
Föstudaginn 24. febrúar 2012 hélt samráðshópur í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu sinn fyrsta fund í utanríkisráðuneytinu. Skipun hópsins hefur verið á döfinni frá því að því að meirihluti utanríkismálanefndar alþingis mælti fyrir um hann í áliti sínu frá 16. júlí ...
Markaðir hafa yfirleitt hækkað í nótt og í morgun. Um kl. 9.00 að íslenzkum tíma hafði London hækkað um 0,32%, Frankfurt um 0,63% og París um 0,54%. Hong Kong hækkaði í nótt um 1,68%, Shanghai um 0,20% og Japan um 0,92%. Dow Jones lækkaði hins vegar í gær um 0,01% en Nasdaq hækkaði um 0,08%.
Gríska lánið til umræðu á þjóðþingum Hollands og Finnlands á morgun
Þjóðþing Hollands og Finnlands greiða atkvæði um neyðarlán II til Grikklands á morgun, miðvikudag, að sögn ekathimerini,en andstaða þar við lánveitinguna hefur ekki verið minni en í Þýzkalandi. Að auki mun gríska þingið síðar í dag greiða atkvæði um frekari niðurskurð á lífeyri.
Þýzka þingið: Merkel þurfti og fékk stuðning stjórnarandstöðu
Þótt Angela Merkel, kanslari Þýzkalands fengi samþykki þýzka þingsins fyrir neyðarláni II til Grikklands með 496 atkvæðum gegn 90 var lánið ekki samþykkt af meirihluta þingmanna stjórnarflokkanna í þinginu. Til þess hefðu 311 þingmenn stjórnarflokkanna þurft að greiða atkvæði með en 620 þingmenn eiga sæti á þinginu.
Misvísandi skilaboð stjórnvalda um stöðu makríldeilu gagnvart ESB-viðræðum
Misvísandi skilaboð berast frá íslenskum stjórnvöldum varðandi stöðu makríldeilunnar í ljósi ESB-aðildarviðræðnanna.
Jón Bjarnason segir Össuri lítinn karl og líkir honum við ESB-húskött
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sakar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um „veruleikafirringu“ í ESB-málum á vefsíðu sinni þriðjudaginn 28. febrúar. Ástæða þessarar fullyrðingar er að Össur hafði sakað „villiketti“ meðal vinstri-grænna (VG) um að tefja fyrir fr...
Nú er þeim mikilvæga áfanga náð í aðlögunarferlinu að ESB, sem staðið hefur yfir frá því á miðju sumri 2009 að svonefndur „samráðshópur“ hefur tekið til starfa og haldið fund. Það hefur tekið góðan tíma að koma þessum hópi saman og vinnubrögðin í kringum það undarleg svo ekki sé sterkar til orða tekið.