Sunnudagurinn 11. apríl 2021

Þriðjudagurinn 28. febrúar 2012

«
27. febrúar

28. febrúar 2012
»
29. febrúar
Fréttir

Írland: Þjóðaratkvæða­greiðsla um ríkisfjármálasamninginn ákveðin

Þjóðaratkvæða­greiðsla fer fram á Írlandi um ríkisfjármálasamning 25 ESB-ríkja. Enda Kenny, forsætis­ráðherra Írlands skýrði frá þessu í írska þinginu síðdegis í dag. Ríkislögmaður kom á fund ríkis­stjórnar í morgun og lýsti þar þeirri skoðun að athuguðu máli, að slík atkvæða­greiðsla yrði að fara fram skv. stjórnar­skrá Írlands. Ekki hefur verið ákveðið hvenær atkvæða­greiðslan fer fram.

Ný skoðanakönnun: 67% Íslendinga mundu nú hafna ESB-aðild

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök iðnaðarins eru 56,2% andvíg inngöngu í Evrópu­sambandið en 26,3% henni hlynnt. 17,5% taka hins vegar ekki afstöðu í könnuninni. Einnig var spurt hvernig fólk myndi greiða atkvæði ef þjóðar­atkvæði færi fram um inngöngu í ESB nú og sögðust 67,4% hafna aðild en 32,6% samþykkja hana.

Þýski stjórnlagadómstóllinn grípur fram fyrir hendur á Bundestag vegna evru-nefndar

Stjórnlagadómstóll Þýskalands úrskurðaði þriðjudaginn 28. febrúar að kjör níu manna þingmanna­nefndar til að taka ákvarðanir vegna bráðavanda á evru- svæðinu bryti í bága við stjórnar­skrána. AFP-fréttastofan telur að úrskurðurinn kunni að flækja enn frekar meðferð þýskra stjórnvalda á björgunarráðst...

Stækkunar­deild ESB hefur fundaherferð um land allt á Akureyri - ræðir stöðuna í aðildarviðræðunum við Ísland - 117 m. kr. til kynningar á ESB í ár

Stækkunar­deild Evrópu­sambandsins hefur boðað fund um stöðuna í aðildarviðræðum Íslands og ESB á Akureyri miðvikudaginn 29. febrúar. Evrópu­stofa annast undirbúning og boðun fundarins fyrir deildina en hún ætlar að verja 117 milljónum króna til þess að kynna ESB á Íslandi í ár, meðal annars með fundum...

Samráðshópur vegna ESB-aðildarviðræðna heldur fyrsta fund - ætlað að skapa jafnvægi í viðræðuferlið og auka streymi upplýsinga

Föstudaginn 24. febrúar 2012 hélt samráðshópur í tengslum við samninga­viðræður um aðild Íslands að Evrópu­sambandinu sinn fyrsta fund í utanríkis­ráðuneytinu. Skipun hópsins hefur verið á döfinni frá því að því að meirihluti utanríkis­mála­nefndar alþingis mælti fyrir um hann í áliti sínu frá 16. júlí ...

Markaðir hækka

Markaðir hafa yfirleitt hækkað í nótt og í morgun. Um kl. 9.00 að íslenzkum tíma hafði London hækkað um 0,32%, Frankfurt um 0,63% og París um 0,54%. Hong Kong hækkaði í nótt um 1,68%, Shanghai um 0,20% og Japan um 0,92%. Dow Jones lækkaði hins vegar í gær um 0,01% en Nasdaq hækkaði um 0,08%.

Gríska lánið til umræðu á þjóðþingum Hollands og Finnlands á morgun

Þjóðþing Hollands og Finnlands greiða atkvæði um neyðarlán II til Grikklands á morgun, miðvikudag, að sögn ekathimerini,en andstaða þar við lánveitinguna hefur ekki verið minni en í Þýzkalandi. Að auki mun gríska þingið síðar í dag greiða atkvæði um frekari niðurskurð á lífeyri.

Þýzka þingið: Merkel þurfti og fékk stuðning stjórnar­andstöðu

Þótt Angela Merkel, kanslari Þýzkalands fengi samþykki þýzka þingsins fyrir neyðarláni II til Grikklands með 496 atkvæðum gegn 90 var lánið ekki samþykkt af meirihluta þingmanna stjórnar­flokkanna í þinginu. Til þess hefðu 311 þingmenn stjórnar­flokkanna þurft að greiða atkvæði með en 620 þingmenn eiga sæti á þinginu.

Leiðarar

Misvísandi skilaboð stjórnvalda um stöðu makríldeilu gagnvart ESB-viðræðum

Misvísandi skilaboð berast frá íslenskum stjórnvöldum varðandi stöðu makríldeilunnar í ljósi ESB-aðildarviðræðnanna.

Í pottinum

Jón Bjarnason segir Össuri lítinn karl og líkir honum við ESB-húskött

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, sakar Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra um „veruleikafirringu“ í ESB-málum á vefsíðu sinni þriðjudaginn 28. febrúar. Ástæða þessarar fullyrðingar er að Össur hafði sakað „villiketti“ meðal vinstri-grænna (VG) um að tefja fyrir fr...

Samráðshópur í vandræðum

Nú er þeim mikilvæga áfanga náð í aðlögunarferlinu að ESB, sem staðið hefur yfir frá því á miðju sumri 2009 að svo­nefndur „samráðshópur“ hefur tekið til starfa og haldið fund. Það hefur tekið góðan tíma að koma þessum hópi saman og vinnubrögðin í kringum það undarleg svo ekki sé sterkar til orða tekið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS