Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Fimmtudagurinn 1. mars 2012

Fréttir

Herman Van Rompuy áfram forseti leiðtogaráðs ESB-ríkjanna - og nú einnig evru-ríkjanna

Leiðtogar ESB-ríkjanna fólu fimmtudaginn 1. mars Herman Van Rompuy (64 ára), forseta leiðtogaráðs ESB, að gegna embætti sínum áfram næstu 30 mánuði auk þess að taka við forsæti í leiðtogaráði evru-ríkjanna. „Mér er ljúft að verða við ósk um að starfa annað kjörtímabil. Í því fellst heiður að þjóna ...

Fjórtán alþingis­menn flytja tillögu um aukin áhrif Íslands á mótun og töku ákvarðana á vettvangi Evrópu­samstarfs

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðis­flokksins, er í forystu 14 þingmanna úr þremur flokkum, Sjálfstæðis­flokki (7), Framsóknar­flokki (6) og Lilju Mósesdóttur sem hafa flutt tillögu til þingsályktunar um aukin áhrif Íslands á mótun og töku ákvarðana á vettvangi Evrópu­samstarfs. Texti tillög...

Nýjar persónuverndar­reglur Google brjóta í bága við ESB-rétt segir dómsmála­stjóri ESB

Breytingar sem Google hefur gert á persónuverndar­stefnu sinni brýtur í bága við ESB-lög að mati Vivian Reding, dómsmála­stjóra ESB. Hún sagði við BBC að „ekki hefði verið gætt reglna um gegnsæi“. Google breytti persónuverndar­reglum sínum fimmtudaginn 1. mars. Nýju reglurnar gera ráð fyrir því að per...

Martin Feldstein í Reykjavík: Ríkisfjármálasamningurinn bjargar ekki evrunni - gefur ranga mynd af vanda Ítala og Spánverja

Martin Feldstein, prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla, segir ríkisfjármálasamninginn innan ESB ekki duga til að breyta evru-samstarfinu til batnaðar. Innan þess verði áfram spenna og árekstrar þannig að mynt­samstarfið vinni gegn höfuðmarkmiði ESB að skapa traust og einingu milli þjóða Evrópu.

Fjölmennur fundur Heimssýnar á Suðurlandi á Hvolsvelli í fyrrakvöld

Fjölmenni var á aðalfundi Heimssýnar á Suðurlandi á Hvolsvelli í fyrrakvöld. Stefán Jóhann Stefánsson flutti erindi um evruna, ESB og krónuna og urðu líflegar umræður að ræðu hans lokinni. Að sögn fundarmanna var mikill hugur í fólki. Framundan er annar fundur á Hellu á næstu vikum.

Fjárflótti frá Suður-Evrópu til Norður-Evrópu-Peningaflutningar frá Grikkland upplýstir

Mikill fjárflótti er frá Suður-Evrópu­löndum til Norður-Evrópu­landa að sögn Der Spiegel. Fólk er hrætt við að tapa peningunum sínum, tekur þá út og sendir til annarra landa, sem veldur bönkum í Suður-Evrópu erfiðleikum. Hins vegar er engin lagaleg leið til að stöðva þennan fjárflótta.

Þýzk þing­nefnd sá viðkvæmar upplýsingar um Írland á undan Írum

Viðkvæmar upplýsingar um írsk efnahagsmál hafa verið sýndar þýzkri þing­nefnd og er það í annað sinn, sem það gerist áður en þær upplýsingar eru kynntar á Írlandi að sögn Irish Times í dag, sem segir málið mjög vandræðalegt fyrir ríkis­stjórnina.

Lánveiting Draghis: Snilld - eða hrikaleg áhætta?

Skoðanir eru skiptar um hinar miklu lánveitingar Seðlabanka Evrópu til evrópskra banka í gær og í desember, sem samtals nema um einni trilljón evra á 1% vöxtum og eru veitt gegn nánast hvaða veði sem er. Sumir sér­fræðingar segja - og Lars Christensen, sér­fræðingur Danske Bank, sem Íslendingar þekkja, er einn af þeim - að Mario Draghi hafi bjargað evru­svæðinu með þessum aðgerðum.

Brussel: ESM ekki til umræðu á leiðtogafundi ESB í dag

Stærð hins varanlega neyðar­sjóðs ESB, ESM, sem á að taka til starfa í júlí verður ekki ákveðinn á leiðtogafundi ESB í dag að sögn Wolfgang Schauble, fjármála­ráðherra Þýzkalands. Daily Telegraph hefur eftir ráðherranum, að málefni sjóðsins verði til skoðunar út marzmánuð.

Leiðarar

Er öll sæmd horfin úr stjórnar­liðinu?

Kvarðinn sem nota þarf til að meta stöðu ESB-mála innan ríkis­stjórnar eða stjórnar­flokkanna er einkennilegur. Þegar menn sitja saman í ríkis­stjórn en eru ósammála um jafnstórt mál fyrir þjóð sína og aðildina að ESB dugar enginn venjulegur kvarði.

Í pottinum

Evran á flótta og flótti frá evrunni-svissneskir frankar og fasteignir í London eftirsóknarverðari?

Þegar hrunið varð á Ísland haustið 2008 ruku ESB-sinnar upp og sögðu að þetta hefði ekki gerzt, ef Íslendingar hefðu búið við evru. Síðan hafa slíkar hörmungar gengið yfir sumar þær þjóðir, sem búa við evru að smátt og smátt er hrunið á Ísland að hverfa í skuggann fyrir enn alvarlegri vandamálum sumra evruríkjanna. Samt er þvi enn haldið fram, að evran muni tryggja stöðugleika á Íslandi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS