Sunnudagurinn 7. mars 2021

Sunnudagurinn 4. mars 2012

«
3. mars

4. mars 2012
»
5. mars
Fréttir

Pútín hlaut 63% atkvæða - felldi tár af fögnuði á fjöldafundi stuðningsmanna

Kjör­stjórn Rússlands lýsti Vladimir Pútin forsætis­ráðherra rétt kjörinn forseta Rússlands að kvöldi sunnudags 4. mars með 63,42 atkvæða eftir að 30% atkvæða hðfðu verið talin. Pútín felldi tár þegar hann hafði verið lýstur sigurvegari. Kommúnistinn Gennadi Zjuganov varð í öðri sæti með 17,82 % atk...

Nýja Norðrið: Rússar byggja 10 björgunar- og leitarstöðvar

Rússar ætla að byggja upp 10 björgunar- og leitarstöðvar frá vestri til austurs til að þjóna norðaustur siglingaleiðinni.

Leiðtogi Fianna Fáil: Bið írsku þjóðina skilyrðislausrar afsökunar á mistökum og röngum ákvörðunum

Micheál Martin, leiðtogi Fianna Fáil, írska stjórnmála­flokksins, sem hafði leitt Írland lengi, þegar fjármálakreppan skall á haustið 2008, bað írsku þjóðina skilyrðislausrar afsökunar á því að flokkurinn hefði leitt þjóðina til þess að leita alþjóðlegrar neyðarhjálpar í ræðu á landsfundi flokksins í Dublin í gærkvöldi, þar sem saman voru komnir 4000 flokksmenn.

Grikkland: Óvissa um skulda­bréfaskipti gæti leitt til greiðslufalls

Óvissa ríkir um, hvort skulda­bréfaskiptin við lánardrottna Grikklands í einkageiranum ganga upp. Svo virðist sem nægilega margir eigendur grískra skulda­bréfa ætli ekki að taka þátt í þeim af fúsum og frjálsum vilja. Þetta kemur fram í Sunday Telegraph í morgun.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS