Miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Þriðjudagurinn 13. mars 2012

«
12. mars

13. mars 2012
»
14. mars
Fréttir

Ný könnun: Bretar vilja þjóðar­atkvæða­greiðslu um ESB-tengslin og losa um þau - þróunin á annan veg á meginlandi Evrópu

Ný könnun í Bretlandi og fleiri ESB-löndum á vegum YouGov-Cambridge sýnir að 60% Breta vilja að efnt verði til þjóðar­atkvæða­greiðslu til að ákveða tengsl Bretlands við Evrópu­sambandið. Þá kemur einnig fram að viðhorf Breta til samrunaþróunarinnar í Evrópu er allt annað en Frakka, Ítala og Þjóðverja, Bretar vilja losa um tengslin innan ESB en hinar þjóðirnar auka þau.

Frakkland: Sarkozy með meira fylgi en Hollande í fyrri umferð skv. nýrri könnun

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands er nú í fyrsta sinn með meira fylgi í skoðanakönnunum í Frakklandi í fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi en Francois Hollande, frambjóðandi sósíalista að því er fram kemur í Financial Times í dag.

Evruhópurinn samþykkir 5,3% fjárlagahalla á Spáni

Evruhópurinn (Eurogroup) samþykkti á fundi sínum í gær að leyfa meiri fjárlagahalla á Spáni á þessu ári en upphaflegt markmið var, sem var 4,4%. Hópurinn samþykkti 5,3% halla en spænska ríkis­stjórnin hafði einhliða ákveðið að hann yrði 5,8% á þessu ári. Í Evruhópnum eiga sæti fjármála­ráðherrar evrur...

Evruhópurinn samþykkti með fyrirvara um framlag AGS

Evruhópurinn (Eurogroup) samþykkti á fundi sínum í gær neyðarlán II til Grikklands en á þeirri forsendu að AGS leggi fram 28 milljarða evra af þeirri upphæð.

Ítalía siglir inn í samdrátt

Ítalía er nú komin inn í efnahagslegt samdráttarskeið, sem þýðir að verg landsframleiðsla hefur dregizt saman tvo ársfjórðunga í röð. Samdrátturinn varð 0,7% á síðasta fjórðungi en 0,2% á þeim þriðja.

Leiðarar

Rit­stjóri Fréttablaðsins ratar í ógöngur undir leiðsögn Jóhönnu

Ólafur Þ. Stephensen, rit­stjóri Fréttablaðsins, tekur mánudaginn 12. mars undir skoðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðis­flokksins, og segir að skynsamlegasta leiðin úr ógöngum ESB-aðildarviðræðnanna geti verið „að þjóðin höggvi sjálf á hnútinn og greiði um það atkvæði samhliða ...

Pistlar

Sarkozy, skjaldborgin, undirgefni Össurar

Almennt hafa Íslendingar líklega tak­markaðan áhuga á frönskum stjórnmálum. Telja þau of fjarlæg til að þau skipti þá máli. Hvað sem því líður hafa tengsl Frakka og Íslendinga verið margvísleg í áranna og jafnvel aldanna rás eins og frásagnir af ferðum franskra sjómanna við landið sýna.

Í pottinum

Ron Paul-Marine Le Pen og Bessastaðir

Markmið með framboði í kosningum geta verið önnur en að ná kosningu. Þetta kemur skýrt fram í forkosningum repúblikana í Bandaríkjunum og í forsetakosningum í Frakklandi. Fulltrúa­deildarþingmaðurinn Ron Paul hefur augljóslega ekki möguleika á að ná útnefningu flokks síns en hann notar framboð sitt til að koma ákveðnum málum á dagskrá og berjast fyrir þeim.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS