Laugardagurinn 7. desember 2019

Mánudagurinn 19. mars 2012

«
18. mars

19. mars 2012
»
20. mars
Fréttir

Angela Merkel undrast framgöngu Sarkozy - en vill ekki taka þátt í kosningafundum hans

Angela Merkel Þýskalandskanslari undraðist að Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta vegna vildi ekki lengur njóta aðstoðar hennar í forsetakosningabaráttunni.Nú er hún fegin að þurfa ekki að standa við hlið hans. Að sögn Spiegel hafði hún samþykkt að taka þátt í kosningafundum með honum í aðdraganda ...

Sjávar­útvegs­ráðherrar ESB-ríkja: Frakkar og Spánverjar leggjast gegn banni við brottkasti á fiski

Andstaða Frakka og Spánverja við að banna brottkast á fiski innan ESB veldur ágreiningi á fundi sjávar­útvegs­ráðherra ESB-ríkjanna í Brussel mánudaginn 19. mars. Samkvæmt áliti meirihluta utanríkis­mála­nefndar alþingis er bann við brottkasti eitt af aðildarskilyrðum Íslendinga í viðræðunum við ESB. Á...

Napólí: Lög­regla handtekur 16 dómara vegna gruns um mafíutengsl

Ítalska lög­reglan handtók mánudaginn 19. mars 16 dómara í aðgerð sem sögð er gegn mafíunni og beinist einkum að Napólí. Dómararnir eru sakaðir um að hafa þegið mútur gegn því að kveða upp dóma í efnahagsbrotamálum í þágu Camorra, glæpaklíku í Napólí og nágrenni. Alls eru 60 manns í haldi sakaðir um...

Framkvæmda­stjórn ESB: Vill að settar séu reglur um skuggabanka­markaðinn

Michel Barnier, framkvæmda­stjóri ESB um innri markaðinn, kynnti mánudaginn 19. mars tillögur sem miða að því að „varpa birtu“ á nýjar hættur sem steðja að fjármálamörkuðum með því að setja bönd á svo­nefndan skuggabanka­markað í Evrópu. Framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins varar við skuggabönkum sem óg...

Danmörk: Þingmenn hækkuðu eftirlaunaaldur annarra en ekki sinn eigin

Danskir þingmenn hækkuðu eftirlaunaaldur annarra en ekki sinn eigin að því er fram kemur í Berlingske Tidende í dag, þ.e.a.s. ekki þeirra þingmanna, sem kjörnir voru fyrir 2007. Skoðanakönnun, sem gerð var fyrir danskan vefmiðil Altinget.dk (sem segir nafnið komið frá Íslandi) sýnir að níu af hverju...

Brottfluttir Írar: Meirihluti hamingjusamari í nýjum heimkynnum

Meirihluti brottfluttra Íra segjast vera hamingjusamari í nýju landi en þeir voru á Írlandi. Þetta kemur fram í könnun, sem gerð hefur verið fyrir Irish Times. Um 56% hinna brottfluttu sögðust vera hamingjusamari, 22% óhamingjusamari og 22% sögðu engan mun á. Um 33% brottfluttra búa nú í Bretlandi, 38% í Ástralíu eða Nýja Sjálandi og 12% í Norður-Ameríku.

For­stjóri PIMCO: Portúgal þarf á nýjum björgunaraðgerðum að halda

Aðalfor­stjóri PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, Mohamed El-Erian, segir í Sunday Telegraph í gær, að innan tíðar muni ESB-ríkin horfast í augu við annað Grikkland í Portúgal, þar sem efnahagslífið sé á stöðugri niðurleið. Portúgal muni þurfa á öðru neyðarláni að halda, sem eigi eftir að valda pólitískum deilum í Evrópu.

Norðurslóðir: Rússnesk einka­fyrirtæki fá leyfi til olíuleitar-breytingar á skattalögum í aðsigi

Olíu- og gas­fyrirtæki í einkaeigu í Rússlandi fá innan tíðar leyfi til að leita eftir og vinna olíu á yfirráða­svæði Rússa á norðurslóðum. Hingað til hafa einungis tvö slík fyrirtæki, Gazprom og Rosneft, sem að mestu eru í ríkiseigu haft leyfi til að athafna sig á þessu svæði.

Leiðarar

Ríkisfjármálasamningurinn í uppnámi?

Ekki verður betur séð en að það stefni í stórátök á milli Frakka og Þjóðverja um ríkisfjármálasamninginn ef Francois Hollande, frambjóðandi jafnaðarmanna í Frakklandi nær kosningu sem forseti. Enn bendir allt til þess að hann verði kjörinn, þótt Sarkozy hafi sótt í sig veðrið að undanförnu. Ríkisfjármálasamningurinn er Angelu Merkel afar kær. Hann er hornsteinninn í Evrópu­stefnu hennar.

Í pottinum

Evrópu­stofa fer illa af stað - viðurkennir ekki eigið hlutverk - stuðlar ekki að upplýsinga­miðlun

Jón Baldur L‘Orange heldur úti vefsíðu auk þess að standa að umræðuþætti á Útvarpi Sögu um ESB-málefni. Hann leggur mikið af mörkum til umræðna um ESB-málefni og á síðu hans má finna miklar og gagnlegar heimildir um málið auk viðtala sem hann hefur tekið.

Breytingar á bankalöggjöf: Skýringar þingmanna Sjálfstæðis­flokks eðlilegar

Ragnheiður Elín Árna­dóttir, formaður þing­flokks Sjálfstæðis­manna útskýrir að þingmenn flokksins taki ekki þátt í flutningi þingsályktunartillögu um aðskilnað viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi á þann veg í Fréttablaðinu í dag að efnislega sambærilega tillögu sé að finna í tillögugerð þingmanna Sjálfstæðis­flokksins um efnahagsmál.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS