Leiðtogafundur NATO: Enginn fundur með Pútín vegna deilu um eldflaugavarnir
Leiðtogar NATO-ríkjanna koma saman til fundar í Chicago í maí. Að þessu sinni verður ekki efnt til fundar með leiðtogum Rússlands til hliðar við NATO-fundinn.
Svalbarði: Óvenju heitt það sem af er ári
Það hefur verið óvenjulega heitt á Svalbarða á þessu ári að því er fram kemur í Svalbardposten og BarentsObserver. Íbúar á Svalbarða hafa upplifað hitamet, snjóflóð, rigningar og íslausa firði. Hitinn hefur verið 11 stigum yfir meðallagi.
Spánn: Borgarar eigi rétt á upplýsingum um ráðstöfun almannafjár
Hið nýja lagafrumvarp um gagnsæi í stjórnsýslu, sem ríkisstjórn Mariano Rajoy samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að leggja fyrir spænska þingið (og sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni)gerir ráð fyrir því að embættismaður, sem staðinn er að því að lagfæra tölur eða leyna gögnum verði settur af og bannað að starfa í opinberri þágu í 10 ár.
Seðlabanki Evrópu herðir kröfur um veð
Seðlabanki Evrópu tilkynnti í gær hertar kröfur um veð fyrir lánafyrirgreiðslu, sem Financial Times segir að sé gert til að mæta ótta Þjóðverja við afleiðingar af gerðum bankans á síðustu mánuðum.
ESB: Hátt olíuverð orðið meira vandamál en skuldsetning aðildarríkja
Olíukostnaður leiðandi efnahagsvelda heims hækkar í 1,5 trilljón dollara á þessu ári haldist olíuverð óbreytt. Þetta þýðir að efnahagskerfi heimsins stefnir í samdrátt. Þetta er mat International Energy Agency að því er fram kemur í Financial Times í dag. ESB-ríkin eru viðkæmust fyrir þessari stöðu. Hátt olíuverð er að verða mesta vandamál ESB, meira vandamál en skuldsett ríki.
Forsetakjör: Festa í Berlín - upplausn í Reykjavík
Joachim Gauck tók við embætti forseta Þýskalands föstudaginn 23 mars.
Samfylkingarforkólfur fagnar fylgi Þóru - dugar ekki til að sigra Ólaf Ragnar
Kjartan Valgarðsson er formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík.