Obama lofar Rússum sveigjanleika að loknum kosningum - orðaskipti hljóðrituð án vitundar forsetans
Sjónvarpsfréttamenn tóku upp samtal Baracks Obama Bandaríkjaforseta við Dmitri Medvedev Rússlandsforseta án þess að forsetarnir vissu af hljóðnemanum.
Cameron birtir gestalista - segist elda sjálfur ofan í ríka gesti
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að hafa hitt þá sem veittu Íhaldsflokknum háa styrki frá kosningunum 2010. Í þeim hópi eru Michael Spencer, fyrrverandi gjaldkeri flokksins, og félagi hans David Rowland, sem gaf flokknum meira en 2 milljónir punda árið 2010 og kona hans. S...
Angela Merkel Þýskalandskanslari gaf til kynna mánudaginn 26. mars að Þjóðverjar mundu ekki standa alfarið gegn því að eldvarnarveggur evru-svæðisins gegn skuldavanda yrði styrktur með því tengja tvo evru-björgunarsjóði „í nokkur ár“. Hún sagði við blaðamenn í Berlín að Þjóðverjar mundu geta samþyk...
Spánverjar tóku ummæli Mario Monti óstinnt upp
Spænska ríkisstjórnin tók ekki vel athugasemdum Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu fyrir helgi þess efnis, að Spánverjar hefðu staðið sig vel í umbótum á vinnulöggjöf en mættu huga betur að ríkisfjámálum sínum. Frá þessu var sagt hér á Evrópuvaktinni um helgina.
Grikkland: Spenna-mótmæli-handtökur-piparúði
Töluverð spenna er í Grikklandi að sögn ekathimerini, gríska vefmiðilsins. Fólk mótmælir bæði aðhaldsaðgerðum og stjórnmálamönnunum sjálfum. Í gær handtók lögreglan í Aþenu 3 einstaklinga og hélt 27 öðrum vegna óláta í borginni. Í öðrum borgum Grikklands voru líka ólæti. Óeirðalögregla notaði piparúða í Patra, 32 voru teknir í Veria og 47 í Þessalóníku.
Spánn: PP náði ekki meirihluta í Andalúsíu
PP-flokknum á Spáni, hægri flokki Mariano Rajoy, forsætisráðherra, tókst ekki að vinna meirihluta þingsæta á héraðsþingi Andalúsiu, sem er fjölmennasta sjálfstæða héraðið á Spáni en þar fóru fram kosningar í gær. PP fékk 50 þingsæti af 109, Sósíalistar fengu 47 sæti en annar vinstri flokkur tvöfaldaði fylgi sitt og fékk 12 þingsæti.
Angela Merkel: Mikil mistök ef Grikkland yfirgæfi evrusvæðið-fólk mundi spyrja: hver næst?
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, segir í viðtali við BBC, að það væru mikil mistök ef Grikkland yfirgæfi evrusvæðið. Fólk um allan heim mundi spyrja hver fari næst, segir Merkel. Hún segir í viðtalinu að lýðræðisríki hafi vanið sig á að lifa um efni fram.
Það er athyglisvert að fylgjast með því, hvernig þungamiðjan í umræðum um vanda evrunnar er að færast frá Grikklandi til Spánar og Ítalíu að hluta til. Ástæðan er ekki sú, að vandinn á Grikklandi hafi verið leystur. Fullyrt er þvert á móti að á bak við tjöldin búi ríkisstjórnir, bankar og fyrirtæki sig undir að Grikkland fari af evrusvæðinu á næstu misserum eða árum.
Gísli Einarsson mótmælir skrifum pottverja um Landann og ESB
Gísli Einarsson, ritstjóri Landans á RÚV, hefur sent fjölmiðlum athugasemd vegna þess sem sagði hér á þessum stað sunnudaginn 25. mars um ESB-efni í Landanum. Athugasemd sína skrifar Gísli undir fyrirsögninni: *Að skjóta fyrst og spyrja svo....eða spyrja alls ekki!* og fer hún hér í heild: -...
Smugan fagnar jöfnuði niður á við - enda í samræmi við stjórnarstefnuna
Það leynir sér ekki stoltið í fyrirsögn Smugunnar, málgagns VG, mánudaginn 26. mars þar sem segir: „Aldrei meiri jöfnuður á Íslandi – Háar tekjur lækka hlutfallslega mest“ Einar Ólafsson, fylgismaður VG og ríkisstjórnarinnar, segir í athugasemd við fréttina sem birtist undi þessari fyrirsögn: ...