Sunnudagurinn 17. febrúar 2019

Mánudagurinn 26. mars 2012

«
25. mars

26. mars 2012
»
27. mars
Fréttir

Obama lofar Rússum sveigjanleika að loknum kosningum - orðaskipti hljóðrituð án vitundar forsetans

Sjónvarpsfréttamenn tóku upp samtal Baracks Obama Bandaríkjaforseta við Dmitri Medvedev Rússlandsforseta án þess að forsetarnir vissu af hljóðnemanum.

Cameron birtir gestalista - segist elda sjálfur ofan í ríka gesti

David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að hafa hitt þá sem veittu Íhalds­flokknum háa styrki frá kosningunum 2010. Í þeim hópi eru Michael Spencer, fyrrverandi gjaldkeri flokksins, og félagi hans David Rowland, sem gaf flokknum meira en 2 milljónir punda árið 2010 og kona hans. S...

Merkel gefur til kynna að hún sætti sig við að stækka björgunar­sjóð evrunnar - að minnsta kosti tímabundið

Angela Merkel Þýskalandskanslari gaf til kynna mánudaginn 26. mars að Þjóðverjar mundu ekki standa alfarið gegn því að eldvarnarveggur evru-svæðisins gegn skuldavanda yrði styrktur með því tengja tvo evru-björgunar­sjóði „í nokkur ár“. Hún sagði við blaðamenn í Berlín að Þjóðverjar mundu geta samþyk...

Spánverjar tóku ummæli Mario Monti óstinnt upp

Spænska ríkis­stjórnin tók ekki vel athugasemdum Mario Monti, forsætis­ráðherra Ítalíu fyrir helgi þess efnis, að Spánverjar hefðu staðið sig vel í umbótum á vinnulöggjöf en mættu huga betur að ríkisfjámálum sínum. Frá þessu var sagt hér á Evrópu­vaktinni um helgina.

Grikkland: Spenna-mótmæli-handtökur-piparúði

Töluverð spenna er í Grikklandi að sögn ekathimerini, gríska vefmiðilsins. Fólk mótmælir bæði aðhaldsaðgerðum og stjórnmálamönnunum sjálfum. Í gær handtók lög­reglan í Aþenu 3 einstaklinga og hélt 27 öðrum vegna óláta í borginni. Í öðrum borgum Grikklands voru líka ólæti. Óeirðalög­regla notaði piparúða í Patra, 32 voru teknir í Veria og 47 í Þessalóníku.

Spánn: PP náði ekki meirihluta í Andalúsíu

PP-flokknum á Spáni, hægri flokki Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra, tókst ekki að vinna meirihluta þingsæta á héraðsþingi Andalúsiu, sem er fjölmennasta sjálfstæða héraðið á Spáni en þar fóru fram kosningar í gær. PP fékk 50 þingsæti af 109, Sósíalistar fengu 47 sæti en annar vinstri flokkur tvöfaldaði fylgi sitt og fékk 12 þingsæti.

Angela Merkel: Mikil mistök ef Grikkland yfirgæfi evru­svæðið-fólk mundi spyrja: hver næst?

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, segir í viðtali við BBC, að það væru mikil mistök ef Grikkland yfirgæfi evru­svæðið. Fólk um allan heim mundi spyrja hver fari næst, segir Merkel. Hún segir í viðtalinu að lýðræðisríki hafi vanið sig á að lifa um efni fram.

Leiðarar

Er Spánn næst á dagskrá ESB?

Það er athyglisvert að fylgjast með því, hvernig þungamiðjan í umræðum um vanda evrunnar er að færast frá Grikklandi til Spánar og Ítalíu að hluta til. Ástæðan er ekki sú, að vandinn á Grikklandi hafi verið leystur. Fullyrt er þvert á móti að á bak við tjöldin búi ríkis­stjórnir, bankar og fyrirtæki sig undir að Grikkland fari af evru­svæðinu á næstu misserum eða árum.

Í pottinum

Gísli Einarsson mótmælir skrifum pottverja um Landann og ESB

Gísli Einarsson, rit­stjóri Landans á RÚV, hefur sent fjölmiðlum athugasemd vegna þess sem sagði hér á þessum stað sunnudaginn 25. mars um ESB-efni í Landanum. Athugasemd sína skrifar Gísli undir fyrirsögninni: *Að skjóta fyrst og spyrja svo....eða spyrja alls ekki!* og fer hún hér í heild: -...

Smugan fagnar jöfnuði niður á við - enda í samræmi við stjórnar­stefnuna

Það leynir sér ekki stoltið í fyrirsögn Smugunnar, málgagns VG, mánudaginn 26. mars þar sem segir: „Aldrei meiri jöfnuður á Íslandi – Háar tekjur lækka hlutfallslega mest“ Einar Ólafsson, fylgismaður VG og ríkis­stjórnar­innar, segir í athugasemd við fréttina sem birtist undi þessari fyrirsögn: ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS