Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna 17 komust að sögulegu samkomulagi föstudaginn 30. mars á fundi í Kaupmannahöfn þegar þeir ákváðu að alls yrðu björgunarsjóði evrunnar tryggðir 800 milljarðar evra eða rúmlega1.000 milljarðar dollara. Fjárhagsvandi Spánar knúði á um þessa ákvörðun. Talan 800 milljarða...
Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, gaf „sterklega í skyn“ að Íslendingar gætu ekki gengið í ESB fyrr en gjaldeyrishöft hefðu verið afnumin á blaðamannafundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel fimmtudaginn 29. mars að því er segir á vefsíðunni Eyjunni. Á ársfundi Seðlabanka Íslands sem...
Aþena: Papademos veldur uppnámi-útilokar ekki þörf á frekari neyðaraðstoð
Töluvert uppnám er í Aþenu á þessari morgunstund, föstudagsmorgni, vegna ummæla Lúkasar Papademos, forsætisráðherra Grikklands í viðtali við ítalska dagblaðið Il Sole 24 Ore, en þar útilokar hann ekki að Grikkir þurfi á frekari efnahagslegri aðstoð að halda.
Bundesbank áformar mótaðgerðir til að koma í veg fyrir ofhitnun og verðbólgu
Þýzk stjórnvöld undirbúa nú mótaðgerðir til þess að koma í veg fyrir, að peningadæling Seðlabanka Evrópu á undanförnum mánuðum út á markaðinn leiði til ofhitnunar þýzks efnahagslífs og aukinnar verðbólgu og eignabólu.
Ítalía: Verðfall á hlutabréfum í bönkum-hækkandi ávöxtunarkrafa
Mikið verðfall varð á hlutabréfum í ítölskum bönkum í gær. Financial Times, segir að ástæðuna megi rekja til þess að þriðji stærsti banki Ítalíu hafi tilkynnt um nær 5 milljarða evra tap vegna afskrifta, sem tengjast eign bankans á ítölskum ríkisskuldabréfum upp á 25 milljarða evra. Fyrr í vikunni höfðu borizt neikvæðar fréttir um rekstrarhorfur UniCredit, sem er stærsti banki Ítalíu á þessu ári.
Fjármálaráðherrar evruríkja á fundi í dag-bolmagn ESM aukið í 940 milljarða evra?
Fjármálaráðherrar evruríkjanna 17 koma saman til fundar í Kaupmannahöfn í dag. Gert er ráð fyrir, að niðurstaða fundar þeirra verði sú, að fjárhagslega geta neyðarsjóða ESB geti farið upp í 940 milljarða evra með ákveðnum fyrirvörum. Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands segir að vísu enn að 800 milljónir dugi. Reuters-fréttastofan hefur séð drög að niðurstöðum fundarins.
Afstaða iðnfyrirtækja sýnir að vatnaskil eru að verða
Pólitíska landslagið í átökunum um aðild Íslands að Evrópusambandinu er að taka breytingum. Hingað til hefur það verið grasrótin, fólkið í landinu, svo og atvinnuvegasamtök í sjávarútvegi og landbúnaði, sem hafa leitt þessa baráttu. Hins vegar hafa Samtök iðnaðarins og félagsamtök aðila í verzlun og þjónustu svo og ýmsir forráðamenn Samtaka atvinnulífsins verið hlynntir aðild.
Tómasi H. Heiðar var vikið til hliðar vegna þess að hann stóð of fast við málstað Íslands
Það liggur alveg ljóst fyrir að meira liggur að baki því að Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytis leiðir ekki lengur makrílviðræður af hálfu Íslendinga en upp hefur verið gefið. Skýringin um uppsögn samnings á milli tveggja ráðuneyta er fyrirsláttur. Það eru yfirgnæfandi líkur ...