Sunnudagurinn 11. apríl 2021

Sunnudagurinn 1. apríl 2012

«
31. mars

1. apríl 2012
»
2. apríl
Fréttir

Eva Joly: Engum dettur í hug að gera mig að dómsmála­ráðherra – ég tala með hreim og er kona við aldur

Eva Joly á mjög undir högg að sækja í frönsku forsetakosningabaráttunni. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun nær hún ekki 2% fylgi. Hún segist bera of mikinn svip útlendings til að falla Frökkum í geð en vonar að það bitni ekki á umhverfismálunum sem eru höfuðbaráttumál hennar.

Rússland: Nýjar umferðar­reglur á norðausturleið settar á Dúmunni í vor

Rússneska þingið mun vætanlega innan tíðar setja ný lög um umferðar­reglur á norðaustur siglingaleiðinni að því er fram kemur í Barents Observer. Frá þessu skýrði talsmaður rússneska samgöngu­ráðuneytisins á blaðamannafundi nú í vikunni.

Grikkland: Flokkur Samaras missir fylgi-PASOK bætir við sig

Antonis Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðis­flokksins í Grikklandi hvetur gríska kjósendur nú til að veita flokki sínum meirihluta á gríska þinginu til þess að hann geti stjórnað landinu og hafi sterkari stöðu í samningum við önnur ríki. Ekathimerini, gríski vefmiðillinn, segir hins vegar í morgun, að fylgi flokksins fari minnkandi í könnunum.

Þýzkaland: Sjóræningja­flokkurinn fjórði stærsti

Sjóræningja­flokkurinn í Þýzkalandi er orðinn fjórði stærsti stjórnmála­flokkur landsins skv. nýrri könnun, sem sagt er frá í Der Spiegel. Samkvæmt þeirri könnun hefur flokkurinn nú 9% fylgi á landsvísu.

Ítalía: Monti mætir vaxandi mótspyrnu vegna breytinga á vinnulöggjöf

Það harðnar á dalnum hjá Mario Monti, forsætis­ráðherra Ítalíu skv. fréttum Reuters-fréttastofunnar. Vinsældir hans í könnunum fara minnkandi, mótmæli gegn umbótaaðgerðum hans fara vaxandi og hann stendur í hörðum deilum við þá flokka, sem standa að baki ríkis­stjórn hans á ítalska þinginu. Reuters segir að hann sé að sökkva í pólitískt kviksyndi í tilraunum til að koma hagvexti af stað á ný.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS