Föstudagurinn 22. febrúar 2019

Miðvikudagurinn 18. apríl 2012

«
17. apríl

18. apríl 2012
»
19. apríl
Fréttir

Barroso: Stuðningur við Grikki nemur 380 milljörðum evra - 5,6 milljónum ísl. kr á hvern Grikkja

José Manuel Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB, sagði í ESB-þinginu miðvikudaginn 18. apríl að Grikkjum hefði alls verið veittur fjárhagsstuðningur sem nemur 380 milljörðum evra. Þessi háa tala fæst með því að líta á um 40 milljarða stuðning af fjárlögum ESB á árunum 2007 til 2013, 100 milljar...

Kúvending í afstöðu ríkis­stjórnar­innar vegna ESB-afskipta af Icesave-málinu - horfið frá þeirri skoðun að meðalganga ESB snerti ekki aðildar­viðræður

Utanríkis­ráðuneytið staðfesti miðvikudaginn 18. apríl við fréttastofu RÚV að embættismenn á vegum þess hefðu hitt fulltrúa Evrópu­sambandsins í Reykjavík og í Brussel og kynnt þá skoðun íslenskra stjórnvalda að þau væru óánægð með framgöngu ESB í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum hún væri óeðlileg...

EFTA-dómstóllinn: Dæmir norska Posten til að greiða tæplega 2 milljarða ISK í sekt vegna markaðsmisnotkunar

Norska póstþjónustan, Posten, var miðvikudaginn 18. apríl dæmd til að greiða 11.112 milljónir evra (1850 m. ISK) í sekt eftir að EFTA-dómstóllinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að Posten hafði misnotað ráðandi markaðsstöðu sína. EFTA-dómstóllinn tók undir þá niðurstöðu Eftirlits­stofnunar EFTA (E...

Huang Nubo hvetur forsætis­ráðherra Kína til að auðvelda sér fjárfestingu á Íslandi - forstöðumaður Fjárfestingarstofu segir tímasetningu samnings við Huang frábæra

Huang Nubo, fjárfestir í Kína sem hefur áhuga á að koma ár sinni fyrir borð hér á landi, ræddi við blaðamenn í Shanghai miðvikudaginn 18. apríl og hvatti ríkis­stjórn Kína til að berjast fyrir hagsmunum einkafyrirtækja erlendis. Beindi hann orðum sínum sérstaklega að Wen Jiabao, forsætis­ráðherra Kína...

Grikkland: Flokkar yzt til hægri og vinstri taka höndum saman „gegn landráðum“

Kosningabaráttan í Grikklandi vegna þingkosninganna, sem þar fara fram hinn 6. maí n.k. er komin á full ferð. Tveir nýir flokkar, annar á hægri kanti og hinn á vinstri væng hafa tekið höndum saman um 10 stefnumál, sem þeir byggja á „sameiginlega baráttu gegn landráðum“ að sögn ekathimerini. Um er...

Ítalía: Svartsýni að aukast-verri tölur

Búizt er við að Mario Monti, forsætis­ráðherra Ítalíu kynni í dag svartsýnni áætlun um efnahagsþróun Ítalíu á þessu ári en áður hefur verið gert ráð fyrir. Daily Telegraph segir að nýjar tölur sýni, að samdráttur í vergri landsframleiðslu Ítala í ár verði 1,2% en ekki 0,4% eins og áður hafði verið áætlað og aðhaldsaðgerðir ríkis­stjórnar Monti byggja á.

FT:Fjárfestar hafa vaxandi áhyggjur af Frakklandi

Fjárfestar hafa vaxandi áhyggjur af Frakklandi segir Financial Times, sem bendir á að hlutfallslega mikill fjárlagahalli eða um 5,2% af vergri landsframleiðslu og minnkandi samkeppnishæfni á mörgum árum valdi því að Frakkland sé viðkvæmt fyrir þrýstingi frá fjármálamörkuðum. Óvissa um úrslit forsetakosninga eiga líka þátt í áhyggjum fjármála­markaða að sögn blaðsins.

Reuters um neyðarlán til Spánar: Ekki spurning hvort heldur hvenær

Bæði Alþjóða­gjaldeyris­sjóðurinn og Seðlabanki Spánar hafa efasemdir um að spænska ríkis­stjórnin nái settum markmiðum í ríkisfjármálum á árinu 2013 eins og stefnt er að. Þetta kemur fram í spænska dagblaðinu El País í dag.

Leiðarar

Evrukrísan dýpkar stöðugt

Því fer víðs fjarri að evrukrísunni sé lokið. Það er augljóst að í efnahagskerfi Spánar eru tveir mjög veikir hlekkir. Annars vegar bankarnir, sem hafa ekki bókfært öll sín töp og hins vegar sjálf­stjórnar­svæðin, sem er nú kannski vont orð yfir þau héruð á Spáni, sem búa við eigin stjórn í tilteknum málum.

Í pottinum

Leyndarmál Jóhönnu afhjúpað!-Sendimenn með munnleg skilaboð

Ríkisútvarpið segir, að ríkis­stjórn Íslands hafi seint og um síðir komizt að þeirri niðurstöðu, að þátttaka framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins í málaferlum á hendur Íslandi vegna Icesave feli í sér „óvið­eigandi“ afskipti ESB. RÚV segir líka að ríkis­stjórnin hafi gerzt svo djörf að koma þessari sko...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS