« 18. apríl |
■ 19. apríl 2012 |
» 20. apríl |
Frakkar og Ţjóđverjar hafa hafiđ baráttu innan ESB fyrir ţví ađ fá vald til ađ loka landamćrum sínum í allt ađ 30 daga til ađ sporna viđ straumi innflytjenda yfir landamćri sín í skjóli Schengen-reglna um vegabréfalausar ferđir.
Forráđamenn sjávarútvegsnefndar ESB-ţingsins hafa hvatt tefan Füle, stćkkunarstjóra ESB, til ađ stöđva ađildarviđrćđurnar fyrir Íslendinga ţar til ađ sanngjörn lausn hafi náđst í makríldeilunni.
Stjórnmálamenn og fjármálamenn önduđu léttar síđdegis fimmtudaginn 19. apríl en áđur vegna ástandsins á Spáni eftir ađ tókst ađ selja spćnsk ríkisskuldabréf fyrir lćgra en 6% ávöxtunarkröfu og eftirspurn var meiri en frambođ á bréfunum. Spćnska ríkiđ seldi bréf fyrir 2,54 milljarđa evrur, vextir á ...
Írland: Stór hópur kjósenda enn óákveđinn
Ný skođanakönnun á Írlandi um afstöđu fólks til ríkisfjármálasamnings 25 ESB-ríkja, sem atkvćđi verđa greidd um hinn 31. maí n.k. gefur til kynna ađ stór hópur fólks sé enn óákveđinn ađ ţví er fram kemur í Irish Times í dag. Já segja 30%, nei segja 23% en 39% eru óákveđnir og 8% ćtla ekki ađ kjósa. ...
Vanskil fyrirtćkja og heimila stóraukast á Spáni
Vanskil lána á Spáni eru ađ stóraukast ađ ţví er fram kemur í Wall Street Journal í dag og hafa ekki veriđ meiri í 17 ár. Bćđi fyrirtćki og heimili eru í greiđsluvanda. Í febrúar voru tćplega 144 milljarđar evra í meira en 90 daga vanskilum. Ađ auki kemur fram í frétt blađsins ađ stöđugt dregur úr lánveitingum.
Holland: Lánshćfismat í hćttu-lćkkandi fasteignaverđ-miklar skuldir heimila
Hollendingar eiga á hćttu, ađ lánshćfismat hollenzka ríkisins verđi lćkkađ ađ ţví er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Einn af sérfrćđingum Fitch, lánshćfismatsfyrirtćkisins telur ađ fyrsta skrefiđ verđi ađ breyta horfum úr stöđugum í neikvćđar. Seđlabankastjóri Hollands segir ađ missi Holland AAA lánshćfismat sitt muni lántökukostnađur Hollendinga hćkka um 100 punkta.
Spánn: Ávöxtunarkrafan á 10 ára bréfum 5,788%
Útbođ á 10 ára skuldabréfum spćnska ríkisins fór fram í morgun og gekk vel. Krafan á 10 ára bréf reyndist 5,788% og ţví vel undir 6%, ţótt hún hafi hćkkađ úr 5,4% í síđasta slíku útbođi. Ekki var um háar upphćđir ađ rćđa en um alla Evrópu biđu menn eftir ţví ađ sjá hver ávöxtunarkrafan yrđi.
Össur skýtur ESB úr höndum sér vegna tvöfeldni í Icesave-málinu
Uppnámiđ innan stjórnarliđsins vegna ađildar ESB ađ Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum hlýtur ađ koma viđmćlendum Íslendinga í Brussel í opna skjöldu og verđa enn til ţess ađ ţeir efist um tilgang ţess ađ halda áfram ađildarviđrćđum viđ fulltrúa ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur. Samhengiđ milli afstöđu framkvćmdastjórnar ESB og ESB-ţingsins til ađildarviđrćđnanna er augljóst.
Árni Páll skapar sér sérstöđu og styrkir sig um leiđ
Árni Páll Árnason er augljóslega ađ skapa sér sérstöđu innan Samfylkingarinnar međ harđri og opinni gagnrýni á ríkisstjórnina og Jóhönnu Sigurđardóttur, forsćtisráđherra, vegna áforma um breytingar á verkaskiptingu innan stjórnarráđsins. Ţessi sérstađa styrkir stöđu Árna Páls, ţegar kemur ađ kosningu nýs formanns Samfylkingar sem fer fram annađ hvort undir lok ţessa árs eđa snemma á nćsta ári.