« 24. apríl |
■ 25. apríl 2012 |
» 26. apríl |
Írskur ESB-þingmaður: Hvetur ráðherraráð ESB að samþykkja refsiákvæði gegn Íslendingum
Þingflokkur frjálslyndra á ESB-þinginu sendi frá sér fréttatilkynningu þriðjudaginn 24. apríl um að einn þingmanna flokksins, Pat the Cope Gallagher, frá Írlandi, hafi haft forgöngu um það í sjávarútvegsnefnd ESB-þingsins þennan sama dag að samþykkt var tillaga um aðgerðir til að bregðast við „ofvei...
Seðlabanki Grikklands: Frávik frá aðhaldsstefnu getur leitt til brottfarar af evrusvæði
George Provopoulos, aðalbankastjóri Seðlabanka Grikklands varaði við því í gær að sögn Wall Street Journal, að sérhvert fráhvarf frá markaðri aðhaldsstefnu í grískum efnhagsmálum eftir þingkosningar, sem fram fara 6. maí n.k. geti leitt til þess að landið hrökklist út af evrusvæðinu. Jafnframt tilky...
ESB: Vaxandi þrýstingur á breytta stefnu í efnahagsmálum
Vaxandi þrýstingur er innan Evrópusambandsins á að breytt verði um stefnu í efnahagsmálum, niðurskurði útgjalda dreift á lengra tímabil og ráðstafanir gerðar til að auka efnahagslegan vöxt. Þetta kemur fram á Reuters í dag svo og í Financial Times og Daily Telegraph.
Ríkisstjórn til ESB: Við gefumst upp!
Nú hefur sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins lagt grundvöll að löndunarbanni á íslenzkar sjávarafurðir í evrópskum höfnum vegna makríldeilunnar. Samþykkt nefndarinnar á eftir að fá einhverja meðferð í stofnunum Evrópusambandsins en ljóst er að ESB getur litið svo á að það hafi þetta vopn í höndum til þess að ógna okkur með og reyndar Færeyingum líka.
Lesa þeir BarentsObserver í Washington?!
BarentsObserver er vefmiðill, sem birtir fréttir um norðurslóðir og er haldið úti af opinberum norskum aðilum. Athyglisvert er að sjá hvernig þessi vefmiðill fjallar um opinbera heimsókn Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína til Íslands.