Föstudagurinn 20. maí 2022

Miðvikudagurinn 2. maí 2012

«
1. maí

2. maí 2012
»
3. maí
Fréttir

François Hollande sigurvegari í sjónvarpseinvíginu við Nicolas Sarkozy

François Hollande, forsetaframbjóðandi franskra sósíalista, er talinn hafa sigrað í kappræðum við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í sjónvarpi að kvöldi miðvikudags 2. maí. Fyrir einvígið var talið að aðeins með því að sigra í því kynni Sarkozy að tryggja sér endurkjör í seinni umferð forsetakosnin...

Íslensk stjórnvöld mótmæla makríl-hótunum af hálfu ESB í EES-stjórnar­nefnd

Framkvæmda­stjórn ESB hefur lagt tillögu um refsiheimildir gegn ríkjum sem stunda ósjálfstæðar veiðar fyrir þing ESB og ráðherraráð ESB. Reglurnar má rekja til kröfu þeirra innan ESB sem vilja að Íslendingar og Færeyingar séu beittir refsingum vegna veiða þjóðanna á makríl. Fulltrúi Íslands mótmælti ...

Basel III: Hart deilt um eigið fé banka og svigrúm til útlána á ráðherrafundi í Brussel

Bretar og Svíar sneru bökum saman með stuðningi ríkja í Austur-Evrópu gegn Þjóðverjum og Frökkum á fundi fjármála­ráðherra ESB-ríkjanna miðvikudaginn 2. maí um Basel III reglurnar sem ætlað er að styrkja eigið fé og lausafjárstöðu 8.200 banka innan ESB. Markmið reglnanna að er búa banka betur undir á...

Geert Wilders: Holland á að segja skilið við ESB og gerast aðili að evrópska efnahags­svæðinu (EES)

Geert Wilders, formaður Frelsis­flokksins (PVV) í Hollandi, segist ætla að berjast fyrir því fyrir kosningar í Hollandi í september að Hollendingar segi skilið við ESB og evruna og gerist aðilar að evrópska efnahags­svæðinu eins og Norðmenn og EFTA eins og Svisslendingar.

Madrid: Um 100 þúsund mótmæltu niðurskurði og breytingum

Verkaýðs­samtök segja að um 100 þúsund manns hafi verið á götum Madrid í gær til þess að mótmæla niðurskurði opinberra útgjalda og breytingum á vinnulöggjöf, sem Lýð­flokkurinn beitir sér fyrir. Verkalýðsfélögin segja einnig að um 100 þúsund manns hafi verið á götum Barcelona, en lög­reglan þar segir að sögn El Pais að þar hafi verið um 15 þúsund manns.

Grikkland: Samaras og Venizelos út á meðal fólks

Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmála­flokkanna í Grikklandi búa sig nú undir að fara út á meðal fólks síðustu daga kosningabaráttunnar en þingkosningar þar fara fram á sunnudag. Antonis Samaras, leiðtogi Nýja Lýðræðis­flokksins og Evangelos Venizelos, leiðtogi PASOK hafa hingað til háð kosningabaráttuna á lokuðum fundum með flokksfélögum og í sjónvarpsstúdíóum með blaðamönnum.

1. maí í Berlín: Ofbeldi-grjótkast-kveikt í öskutunnum-flöskum kastað

Hátíðahöldin 1. maí í Berlín einkenndust af ofbeldi, grjótkasti og öðru slíku en umfang óeirðanna var samt minna en síðustu ár að því er fram kemur í Der Spiegel. Engu að síður var grjóti og flöskum kastað og kveikt í öskutunnum. Óeirðalög­regla var hlaupandi á eftir óeirðaseggjum. Lög­reglan handtók...

Fjármála­ráðherra Kanada við evruríkin: Mokið ykkar eigin flór

Jim Flaherty, fjármála­ráðherra Kanada, segir evruríkjunum til syndanna í grein í kanadíska dagblaðinu National Post í dag.

Leiðarar

Áhugaverðar deilur um framtíðar­stefnu evruríkjanna

Það eru óneitanlega athyglisverðar og áhugaverðar deilur, sem nú standa yfir á milli evruríkjanna um framtíðar­stefnu þeirra í ríkisfjármálum og efnahagsmálum almennt. Að hluta til fara þessar umræður fram yfir Atlantshafið líka, því að Bandaríkjamenn hafa verið ósparir á gagnrýni á aðhalds­stefnu Þjóðverja.

Í pottinum

Álfheiður Inga­dóttir vegur að starfsháttum á skrifstofu alþingis -leitast við að spilla fyrir styrkveitingu til Evrópu­vaktarinnar

Álfheiður Inga­dóttir, þingmaður vinstri-grænna (VG), veittist hinn 2. apríl að Evrópu­vaktinni og styrkveitingu frá alþingi til hennar á vefsíðu VG, Smugunni. Þá sagði hún að ekki væri unnt að ætlast til þess að alþingi tæki nýja umsókn frá Evrópu­vaktinni „alvarlega“. Lét hún að því liggja að ekki h...

Hvorir eru sekari? Murdoch eða stjórnmálamenn, sem létu hann komast upp með hvað sem var?

Brezk þing­nefnd hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að Ástralíumaður að nafni Rupert Murdoch sé óhæfur til að stjórna alþjóðlegu fyrirtæki. Að vísu varð ekki samstaða um þessa niðurstöðu í nefndinni. Nokkrir þingmenn Íhalds­flokksins voru andvígir þessum tiltekna þætti í skýrslu nefndarinnar. Þetta er óneitanlega athyglisverð niðurstaða.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS